Við, Dyngjurnar héldum spilakvöld þann 12. nóvember á fundarstað okkar í Hvassaleiti 56-58. Spilakvöldið var mjög vel heppnað. Spilarar voru ánægðir með alla skipulagningu og veitingar sem voru ekki af verri endanum. Samkvæmt hefðinni fóru svo nokkrir heppnir spilarar með vinning heim. Það er markmið klúbbsins að skemmta fólki og afla um
Fundurinn var haldinn í húsnæði Skjálfanda á Húsavík og setti Jóhannes Streingrímsson fundinn kl 11.00, gestir fundarinns voru Tómas Sveinsson umdæmisstjóri og Eyþór Kr.Einarsson f.v umdæmisstjóri. Fundurinn hófst á hefðbundinn hátt með kynningu fundarmanna, fundargerð síðasta svæðisráðsfundar lesinn og samþykkt. Síðan voru fluttar skýrslur svæðisstjóra og klúbba svæðisins,og það er greinilegt að klúbbar eru að vinna vel og þá sérstaklega í fjölgunarmálum. Góðar umræður voru um skýrslunar og margir áhugaverðir punktar, og að loknum þessum lið var komið að matarhléi þar sem Sigurgeiri og Bendi voru búnir að græja dýrindis súpu með öllu tilheyrandi. Eftir matarhlé sagði Jóhannes frá sumarhátið Óðinssvæðis sem mun fara fram í Ártúni í endaðan júni. Því næst fór Tómas umdæmisstjóri yfir málefni umdæmisins og það sem er
Síðastliðinn laugardag var fundur haldinn í Pakkhúsinu á Höfn til kynningar og væntanlega stofnunar kvennaklúbbs Kiwanis á Höfn í Hornafirði. Á fundinn mættu Umdæmisstjóri og fulltrúar Formúlu og fjölgunarnefndar ásamt forseta Ós, en til stóð að það kæmu fimm konur frá Freyjum í Skagafirði en vegna þess að það gerði hret á okkur á þessum tímapunkti voru þær á Skype til að þurfa ekki að vera keyra alla þessa leið við erfiðar aðstæður og gekk þetta bara vel fyrir sig þrátt fyrir smá tengingarörðuleika. Fundurinn hófst kl 14.00 og sá karlpeningurinn um smá inngang og kynningu og síðan yfirgáfum við fundinn og tóku konurnar við. Á fundinn mættu sex konur en
Lambaréttadagur Heklu var 18. október s.l. og var haldinn í sal Drúída í Mjódd. Í boði var lambahlaðborð, málverkauppboð, skemmtiatriði og happadrætti. Veislustjóri var Ingólfur Friðgeirsson og uppboðshaldari Magnús Axelsson. Skemmtiatriðin sáu þeir um Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Gylfi Ægisson tónlistamaður. Ræðumaður var Pétur Þorsteinsson prestur hjá Óháða söfniðinum.
Kvöldið heppnaðist mjög vel og
Þriðjudaginn 3. september sl. fóru nemendur 8.-10. bekkjar Grunnskólans í Þorlákshöfn í ógleymanlega Þórsmerkurferð, sem hafði reyndar átt sér nokkurn aðdraganda.
Aðdragandi
Síðastliðinn vetur komu fulltrúar Kiwanisklúbbsins Ölvers að máli við skólastjórnendur og óskuðu eftir að fá að koma að fræðslu- og forvarnarmálum unglinanna í skólanum. Til verkefnisins vildu þeir verja ágóða af svokölluðu skókassaverkefni – en það verkefni er unnið í samstarfi við jólasveinana sem kaupa varning af Kiwanismönnum til að setja í skóinn hjá þægum börnum á aðventunni.
Ákveðið var að stefna að því að fara með unglingana í Þórsmörk a.m.k. annað hvert ár og gera úr ferðinni sameiginlega náttúruupplifun og fræðslu um landið en ekki síður að
Þann 30. september sl. var haldinn stjórnarskiptarfundur Sólborgar undir stjórn svæðisstjóra. Var þetta mjög skemmtilegur fundur með góðum mat og tók ný stjórn við völdum, undir stjórn Ingu Guðbjartsdóttur, með henni í stjórn eru Karlotta Líndal kjörforseti, Emelía Dóra Guðbjartsdóttir ritari, Dröfn Sveinsdóttir gjaldkeri, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og Ragna Pétursdóttir meðstjórnendur og fráfarandi forseti Kristín Magnúsdóttir. Við fengum unga stúlku Kristínu Albertsdóttur sonardóttur fráfarandi forseta og föður hennar til að flytja okkur tvö lög sem gefinn var góður rómur að. Sólveig Guðmundsdóttir, Dröfn Sveinsdóttir, Vilborg Andrésdóttir og Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir voru allar með 100% mætingu og
Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar í samstarfi við Kiwanisklúbbana Freyju og Ós
verða með kynningarfund á stofnun á konuklúbbi á Höfn laugardaginn 26. október klukkan 14 ði Pakkhúsinu neðri hæð.
Á svæðinu verða félagar frá Freyju og Ós með Tómasi Sveinssyni umdæmisstjóra og Hauki Sveinbjarnarsyni formanni Formúlunefndar.
Félagar í Kiwanisumdæminu eru hvattir til að hafa samband við Sigurð Einar Sigurðsson ef þeir þekkja einhverjar áhugasamar konur í sveitarfélaginu og senda honum nafn og símanúmer þeirra á netfangið seinars@kiwanis.is
Kæru konur í Sveitarfélaginu Hornafirði, kynning verður á Kiwanis í Pakkhúsinu, neðri hæð frá kl 14.00. Konur úr Kiwanisklúbbnum Freyjum frá Sauðárkróki munu segja frá
Villibráðardagur Hraunborgar verður laugardaginn 2. nóv. og þeir sem áhuga hafa á koma vinsamlegast hafið samband við Hraunborgarfélaga til að tryggja sér miða. Þeir sem þekkja til vita að það er best að tryggja sér miða sem fyrst.
Dagskráð
Hátíðarsetning kl.12:50 Ólafur Hjálmarsson forseti.
Veislustjóri
Samúel Örn Erlingsson
Villibráðarhlaðborð
Sigvaldi Jóhannesson yfirkokkur
Happdrætti glæsilegir vinningar
Skemmtikraftur
Ari Eldjárn
Listaverkauppboð
Gissur Guðmundsson
Dráttur í happdrætti með veglegum vinningum
Slit forseti
Matseðilinn má sjá hér að neðan
Dagana 20. – 22. september var Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar haldið í Hafnafirði. Kiwanishreyfingin hefur um árabil tileinkað sér kjörorðið ,,Hjálpum börnum heimsins“ og hefur Kiwanis á Íslandi einsett sér að vinna eftir því kjörorði. Höfum við lagt margt að mörkum til að gera líf barna betra og öruggara í samfélaginu.
Eitt aðalverkefni Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi hefur verið að gefa öryggishjálma á börn er byrja í fyrsta bekk grunnskóla ár hvert. Verkefni þetta byrjaði á Akureyri 1991 er Kiwanisklúbburinn Kaldbakur fór að gefa börnum á Akureyri hjálma. Ári síðar tóku Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki og Ós á Höfn að gera slíkt hið sama.
Fleiri klúbbar fóru síðan að gefa hjálma einnig en það var síðan árið 2004 að þetta var gert að landsverkefni Kiwanishreyfingarinnar og þá var gengið til samstarfs við Eimskipafélag Íslands um að styrkja verkefnið með hjálmagjöfum. Samningur sá var mikið heillaspor og stendur enn og á Eimskipafélagið miklar þakkir skildar fyrir þann hug og elju er þau leggja í að bæta öryggi barna í leik og starfi.
Á liðnu hausti var ljóst að Kiwanis hafði þegið 60.000 hjálma úr hendi Eimskips á 15 árum og á liðnu vori var
Í gær var Geðhjálp 40 ára og var haldið upp á afmælið í húskynnum samtakana við Borgartún. Umdæmisstjóra var boðið ásamt Gylfa Ingvarsyni formanni K-dagsnefndar og færðum við Geðhjálp afmæliskveðjur frá Kiwanishreyfingunni, en þarna var okkur þakkaður stuðningur við Geðverndarmál ásamt öðrum velunnurum, en það er mikið starf sem Kiwanisfélagar og klúbbarnir hafa unnið í þágur þessa málaflokks sem enn í dag er hálfgert feimnismál í þjóðfélaginu.
Kiwanishreyfingin hefur ekki bara safnað fé til að styrkja málefni geðfatlaðra heldur
Fimmtudaginn 19,sept.var lagt af stað til Hafnarfjarðar til að vera viðstaddur 49,umdæmisþing Kiwanis.
Verið á þinginu 20 og 21 sept. mánudaginn 23 fór á fund hjá Þyrli á Akranesi.
25,sept var skipt um stjórn í Heklu, þann 27 skipt um stjórn hjá Jörfa 28,farið til Hveragerðis og skipt um stjórn í Höfða á Hótel Örk.
30,skipt um í Elliða 1,okt skipt um í Dyngju,eftir þann fund fór ég heim til Ísafjarðar á fimmtudagskvöld skipti ég um stjórn hjá klúbbnum mínum Básum.
Á föstudaginn 4 okt, ókum við hjónin suður og var þá komið að stjórnarskiptum hjá Geysir og Elliða 5,okt var komið að
Lambaréttadagur Kiwanisklúbbsins Heklu verður haldinn í Sal Drúida Þarabakka 3 (Mjóddinni) föstudaginn 18 október þetta er sérstakur dagur sem hefur vakið athygli fyrir að vera frábær. Miðaver er 9000- á mann og er mikið í boði frábært hlaðborð sem sjá má hér á meðfylgjandi skjali.
Húsið opnar kl 19.00 og veislustjóri er Ingólfur Friðgeirsson, ræðumaður verður Sr. Pétur Þorsteinsson prestur hjá Óháða söfnuðinum. Um skemmtiatriði sjá Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Gylfi Ægisson tónlistamaður og að venju
Svæðisstjóri Freyjusvæðis Gunnlaugur Gunnlaugsson kom og sá um stjórnarskiptin og fékk sér til aðstoðar Eyjólf Sigurðsson.
Nýju stjórnina skipa Sighvatur Halldórsson forseti. Stefán Guðnason féhirðir, Birgir Benediktsson ritari og kjörforseti, Hrafn Jökulsson vara ritari, Ingólfur Friðgeirsson fráfarandi forseti, meðstjórn er
Eins og fram kom á 49. Umdæmisþingi í Hafnarfirði hefur umdæmisstjóri Tómas Sveinsson hrint í framkvæmd fjölgunarátakinu Einn + einn ! Það getur ekki annað verið en að hver félagi í hreyfingunni geti boðið með sér á fund einum vini, fjölskyldumeðlim eða vinnufélaga til að kynna hreyfinguna fyrir honum með væntanlega inntöku þegar fram líða stundir. Fjölgun í hreyfingunni þ.e.a.s frumkvæðið verður að koma innanfrá það er nokkuð ljóst, og því skulum við taka til hendinni kæra Kiwanisfólk og fara að byggja upp til framtíðar. Það eiga allir klúbbar að vera komnir með Einn + einn kort til að dreifa á félaga, en kortið á að nota þegar þið takið með ykkur gest á fund og
Stjórnarskipti í Umdæminu fóru frá á laugardegInum kl 18.00 eða fyrir Galaballið en þetta fyrikomulag var tekið upp í fyrra og þótti takast vel. Stjórnarskiptin fóru fram á Hótel Völlum og sá Gunnsteinn Björnsson ráðgjafi í heimstjórn um athöfnina, en nýja umdæmisstjórn skipa, Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri, Petur Olivar i Hoyvik kjörumdæmisstjóri, Pétur Jökull Hákonarson verðandi kjörumdæmisstjóri, Eyþór Kr.Einarsson fráfarandi umdæmisstjóri, Sigurður Einar Siguðsson umdæmisritari , Svavar Svavarsson umdæmisféhirðir, Svæðisstjóri Freyjusvæðis Gunnlaugur Gunnlaugsson, Svæðisstjóri Færeyja Nils Petersen, Svæðisstjóri Sögusvæðir Ólafur Friðriksson, Svæðisstjóri Óðinssvæðis Jóhannes Steingrímsson og Svæðisstjóri Ægissvæðis Jón Halldór Bjarnason.
Lokahófið var að Ásvöllum og var húsið opnað kl 19.00 með
Þingfundi var fram haldið á laugardeginum kl 09.00 með skýrslum Umdæmisstjórnar og reið Umdæmisstjóri á vaðið, síðan umdæmisritari og féhirðir og að lokum Svæðisstjórarnir einn af öðrum og voru skýrslur ýtarlegar og góðar þó svo menn fluttu bara úrdrátt en allar skýrslur birtast í þingblaði til lestrar fyrir þingfulltrúa. Ekki voru þingfulltrúar áfjáðir í að ræða um skýrslur stjórnarmanna og því var farið strax í annann lið sem var samantekt frá málstofum deginum áður. Tómas Sveinsson kjörumdæmisstjóri fór yfir Jafningjastjórnunina og málstofu sem því fylgdi og saði jafnframt að efni fundarinns frá Eyþóri Eðvarðsyni yrði sent út á alla. Óskar Guðjónsson fór síðan yfir málstofu sem Sam og Terry Sekhon voru með um þær aðferðir sem þau nota í vestur Kanada til fjölgunar og eflingar á þeirra umdæmi. Reikningar 2018 – 2019 voru bornir upp og samþykktir átakalaust, og því næst kynnti Kristján G Jóhannsson formaður fjárhagsnefndar fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2019 – 2020 og var hún samþykkt að kynningu lokinni. Í næsta lið sem var kosning skoðunarmanna reikninga urðu þeir fyrir valinu Gunnar Rafn Einarsson frá Eldborgu og Guðmundur Pétursson félagi í Esju. Engar lagabreytingar lágu fyrir á þessu þingi þannig að sá liður var fljót afgreyddur. Jóhanna Einarsdóttir kom síðust í
Setning 49 umdæmisþings fór fram á föstudagskvöldi þings í Ástjarnarkirku í Hafnarfirði. Athöfnin hófst kl 20.30 með ávarpi Umdæmisstjóra Eyþórs Kr Einarssonar sem setti þingið og var dagskrá kvöldsins hefðbundin með ávarpi erlendra gesta Steinar Birklund umdæmisstjóri Norden, Sam Sekhon ráðgjafi í heimsstjórn og síðan en ekki síst okkar Evrópuforseti Óskar Guðjónsson. Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Kristinn Andersen ávarpaði samkomuna og Séra Arnór Bjarki Blómsterberg blessaði þingið með hugvekju. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur söng nokkur lög og kom
Föstudagurinn hófst kl 8.45 með Umdæmisstjórnarfundi, en þessi fundur var í styttra lagi eins og ávalt á þingi, kynntir erlendir gestir, ákveðinn þingstaður 2022, en engin hefur boðist til að halda það þing og því ákvað fundurinn að þingið 2022 yrði á stór Álftanessvæðinu eins og umdæmisstjóri komst að orði (höfuðborgarsvæðinu) Að venju í andyri þingstaðar í þessu tilviki Ásvöllum var búið að setja um borð með þinggögnum fulltrúa og lager styrktarsjóðs umdæmisins og hófst afhending gagna strax kl 9.00. Tómas umdæmisstjóri næsta starfsárs var með sína embættismannafræðslu úti í svæðunum og því bauð hann uppá fræðslu í jafningjastjórnum sem Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun sá um. Hann fór djúpt í vandamál okkar og setti efnið skemmtilega upp og var fundurinn ánægður
Fræðsla embættismanna í Freyju og Ægissvæði fór fram í dag laugardaginn 14 september í Kiwanishúsinu að Bíldshöfða 12, og var vel mætt af embætismönnum komandi starfsárs. Dröfn Sveinsdóttir fræðslustjóri umdæmisins setti fræðsluna og gaf síðan Tómasi Umdæmisstjóra orðið, skýrði Tómas frá sínum áherslum og markmiðum og að því loknu tók Dröfn til við fræðslu og byrjaði á forsetum. Dröfn fór ýtarlega yfir efnið og fundarmenn voru áhugasamir í að meðtaka fræðsluefnið til undirbúnings í að verað góður forseti. Svavar Svavarsson fór næst í fræðslu féhirða og fór yfir gjöld og skyldur þessa embættis og þar er mikilvægast dagsetningar gjalda og
Umdæmisþing er nú haldið í annað skipið í Hafnarfirði og nú undir stjórn Eyþórs Einarssonar Umdæmisstjóra. Þetta þing verður án efa árangursríkt, skemmtilegt og glæsilegt í alla staði undir ötulli stjórn Eyþórs.
Þingið fer fram á Ásvöllum, þar fer líka fram Umdæmisstjórnarfundur á föstudagsmorgninum, svo og öll fræðsla og fundur Tryggingasjóðs, sjá nánar í dagskrá þingsins.
Þingið verður sett í Ástjarnarkirkju og hefst athöfnin kl. 20:30 á föstudagskvöldinu og