Fréttir

Kaffisamsæti Dyngju !

 • 27.02.2020

Kaffisamsæti Dyngju !

Við í Dyngju héldum kaffiboð fyrir fólkið sem býr í Hvassaleitinu þar sem við fundum. Alveg dásamlegt fólk og gaman að vera með því. Þarna var
 fólk á öllum aldri en sá elsti var 105 ára og afmælisbarn dagsins var 103. 

Bingókvöld Kiwanisklúbbsins Dyngju !

 • 24.02.2020

Bingókvöld Kiwanisklúbbsins Dyngju !

Kiwanisklúbburinn Dyngja í Reykjavík ætlar að halda sitt árlega Bingókvöld þriðjudaginn 3.mars. Kvöldið fer fram í Árskógum 4 og mun húsið opna kl 19:30
Byrjað verður að spila kl 20:00 og mun allur ágóði renna til Vinarsetursins. Þetta er frábært verkefni hjá Dyngjukonum sem vert er að veita liðsinni og mæta með vini og vandamenn í anda Kiwanis og láta gott af sér leiða.

Heklufélagar halda fund í húsnæði Hróksins við Geirsgötu 20.feb 2020

 • 24.02.2020

 Heklufélagar halda fund í húsnæði Hróksins við Geirsgötu 20.feb 2020

Fundurinn byrjaði á því að Hrafn Jökulsson bauð alla í salnum velkomna og bauð síðan upp á kjörsúpu. 
Eftir kjötsúpuátið setti Sighvatur forseti Heklu fundinn og bauð alla velkomna, svæðisstjóra Freyjusvæðis, Kiwanis fólk og aðra gesti. Forseti þakkaði Hrafni og Hróksfélugum boðið, hann hrósaði kjötsúpunni og bað fundar menn að klappa fyrir kokknum. Heklufélagar voru 11. Nú var komið að afhendingu afmælismerkja og skjala því til staðfestu. Forseti kallaði upp Guðmund Oddgeir sem gekk í klúbbinn 13.desember 1994 og er því 25 ár frá því hann gekk í klúbbinn, síðan kallaði hann á Björn Pálsson en hann gekk í klúbbinn 9.febrúar 1965 og er því 55 ár frá því að hann gekk í

Skemmtifundur Mosfells !

 • 07.02.2020

Skemmtifundur Mosfells !

Undanfarin ár höfum við í Kiwanisklúbbnum Mosfelli haldið skemmtifund þegar daginn er farið að lengja, þar sem við höfum fengið skemmtikraft til að troða upp í stað ræðumanns. Í fyrra var það Jóhannes Kristjánsson, þar áður Guðni Ágústsson. Þetta hefur vakið góða lukku enda fjölmennir fundir, 75 Kiwanisfélagar mættu í fyrra. 
Núna bjóðum við enn og aftur  öllum Kiwanisklúbbum á sv horninu (í landnámi Ingólfs þ.e. vestan Ölfusár og 

Kiwanisklúbburinn Básar gefur til Glaðheima í Bolungarvík !

 • 04.02.2020

 Kiwanisklúbburinn Básar gefur til Glaðheima í Bolungarvík !

Félagar í Kiwanisklúbbnum Básar halda áfram styrktarverkefnum sínum þennan veturinn. Markmið þeirra er að styrkja börnin á öllum leikskólunum á sínu svæði. Þetta eru leikskólarnir í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík.
Síðastliðinn föstudag komu þeir færandi hendi á leikskólann Glaðheima í Bolungarvík. Voru börnunum færð margvísleg áhöld sem nýtast til eflingar á hreyfiþroska þeirra. Ragnheiður Ragnarsdóttir leikskólastjóri þakkaði

Kótilettukvöld Keilis !

 • 03.02.2020

Kótilettukvöld Keilis !

Kótilettukvöld Kiwanisklúbbsins Keilis verður haldið 14 febrúar í sal Kiwanisklúbbsins að Iðavöllum 3c í Reykjanesbæ.

Þemað á þessum kvöldum hefur alltaf verið stangveiði og það verður þannig líka núna, ræðumaður kvöldsins er Þorsteinn J Vilhjálmsson.   

Happdrættið verður á sínum stað. Þeir sem hafa áhuga geta pantað miða með því að senda tölvupóst á Reynirf@internet.is

Kær kveðja,
Kiwanisklúbburinn Keilir.

Góðar fréttir frá Kaldbak.

 • 31.01.2020

Góðar fréttir frá Kaldbak.

Kæru Kiwanisfélagar.
Við félagarnir héldum árlegan Þorrafund okkar föstudaginn 24 janúar. Á sjálfan Bóndadaginn. Buðum mökum með.
Kaldbaksmenn eru miklir þorramatsmenn og spenningur þannig að ekki þykir boðlegt að draga slík veisluhöld fram á þorrann. Salurinn okkar var þétt setinn og matnum gerð góð skil. Við fengum til okkar góðan gest Aðalstein Bergdal sem flutti okkur gamansögur og brandara sem er vel við hæfi á slíkum mannamótum. Hliðarsjálf Aðalsteins er betur þekkt sem Skralli Trúður, en sem slíkur er hann kominn á hilluna. Kann þó frá ýmsu að segja sem hann sjálfur og flytur eins og góðum leikara sæmir með tilþrifum.
   Mesta gleðin fólst þó í því að við tókum inn í klúbbinn tvo

Heimsókn í 50 ára afmæli Þyrils !

 • 28.01.2020

Heimsókn í 50 ára afmæli Þyrils !

Ég undirritaður ásamt Pétri Jökli Hákonarsyni verðandi kjörumdæmisstjóra brugðum okkur uppá Akranes á sunnudaginn, en tilefnið var að heimsækja Þyrilsmenn sem voru með afmælisfund í tilefni 50 ára afmæli klúbbsins. Þetta var 831 fundur hjá þeim sem var almennur og afmælisfundur en Kiwanisklúbburinn Þyrill var stofnaður 26.01.1970. Um 50 manns mættu og áttu ánægjulega stund saman yfir léttu spjalli og góðum veitingum.
Klúbburinn veitti þeim 6 stofnfélögum sem enn eru í klúbbnum viðurkenningu, en stofnfélagar voru í 

Kiwanisklúbburinn Þyrill fimmtíu ára

 • 25.01.2020

Kiwanisklúbburinn Þyrill fimmtíu ára

Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi verður fimmtugur á sunnudaginn, 26. janúar. Af því tilefni verður haldinn opinn fundur á Gamla Kaupfélaginu á milli klukkan 15 og 17 á sjálfan afmælisdaginn. Þar verður í bland við hefðbundin fundarstörf afhentar viðurkenningar til stofnfélaga en enn eru sex stofnfélagar í klúbbnum. Þá verður einnig afhent vegleg gjöf til góðs málefnis. Fundurinn er opinn öllum velunnurum Kiwanesklúbbsins Þyrils.
Stefán Lárus Pálsson, forseti Kiwanesklúbbsins Þyrils, segir í samtali við Skessuhorn að tilgangur klúbbsins hafi alltaf verið fyrst og

Kiwanisklúbburinn Básar gefur til leikskóla !

 • 10.01.2020

 Kiwanisklúbburinn Básar gefur til leikskóla !

Það skein mikil gleði úr augum barnanna á Leikskólanum Kofrasel í Súðavík þann 7. janúar. Þá færðu félagar úr Kiwanisklúbbnum Básum þeim að gjöf margvísleg þroskaleikföng frá ABC skólavörum. Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd skólans og sagði við það tækifæri að þetta kæmi að mjög góðum notum í skólastarfinu.
Básafélagar eru engan veginn hættir að

Fréttir af Kiwanisklúbbnum Heklu.

 • 07.01.2020

 Fréttir af Kiwanisklúbbnum Heklu.

Það hefur verið mikið að gera hjá Heklufélögum að undanförnu, 5. desember  var okkur boðið að halda sameiginlegan jólafund með Mosfells og Búrfells klúbbunum og var hann haldinn í boði Mosfells í Hlégarði.  Heklufélagar voru 20 með mökum og að þessu sinni buðum við 4 ekkjum látinna félaga. Það hefur verið hefð til margra ára að bjóða ekkjunum og oft hafa þær verið fleiri. Þessi fundur var til fyrirmyndar hjá félögunum í Mosfelli, jólastemming og hátíðlegur.  Boðið var upp á jólahlaðborð og

Skjálfandafélagar í Glasgow.

 • 26.12.2019

 Skjálfandafélagar í Glasgow.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi fór til Glasgow um mánaðarmótin nóv-des þar sem að félagar úr Skjálfanda fóru ásamt einum félaga úr Kaldbak og einum úr Grími á Grímsey, Bjarna gamla sem lætur ekki sitt eftir liggja. Ferðin var afar skemmtileg, margt skoðað og margt brallað. Fórum m.a. í höfuðstöðvar Glengoyne Vískí verksmiðjunnar sem stofnuð var árið 1833  þar var keypt súkkulaði o.fl.
Ásamt öðru var einnig farið til

Kiwanis og aðventan!

 • 25.12.2019

Kiwanis og aðventan!

Aðventan er einn annamesti tími í Kiwanisstarfi þar sem klúbbar landsins eru með sínar stærstu fjáraflanir á þessum tíma til að nota söfnunarfé til að bæta samfélagið og gera það betra fyrir börnin okkar en Kiwanishreyfingin hefur það að aðal markmiði að hjálpa börnum heimsins. 
Það eru margskonar fjáraflanir sem Kiwanisklúbbar landsins hafa á sínum snærum um jólin t.d. að selja jólatré, jólasælgæti eða jóladót í skóinn. En til að styrkja og koma að ýmis konar viðburðum fyrir þá sem minna mega sín og svo mætti lengi telja þarf að afla fés.  
Þetta er aðal forsendan fyrir þvi að sjálfboðastarf geti

Vígsla iðjuþjálfunar á BUGL fimmtudaginn 19. des

 • 23.12.2019

Vígsla iðjuþjálfunar á BUGL fimmtudaginn 19. des

Vegna vígslu á aðstöðu til iðjuþjálfunar með búnaði sem er kostaður af landssöfnun  K-dags 2019
Var okkur í  K-dagsnefnd  og Umdæmisstjórn boðið og  mætti ég undirrritaður ásamt Eyþóri Einarssyni fráfarandi umdæmisstjóri og HaukiSveinbjörnssyni  til þessarar
vígslu á aðstöðu til iðjuþjálfunar og tók Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi á móti okkur ásamt starfsfólki þar sem átt hefur sér endurbætur vegna myglu og þurfti að BUGL endurnýna áhöld og búnað það kom skýrt fram hjá Guðrúnu hversu mikilsvirði stuðningur K-dags er við stofnunina og fór yfir starfsemina og búnaðinn sem kominn er í notkun.

 Í þjálfunarherbergi er m.a. lítill 

Aðventan hjá Ósfélögum !

 • 19.12.2019

Aðventan hjá Ósfélögum !

Nú er langt liðið á aðventu en hún er jafnan einn annamesti tími í kiwanisstarfinu þar sem klúbbar landsins eru með sínar stærstu fjáraflanir á þessum tíma. Það er margt sem klúbbar gera til að afla fjár t.d. að selja jólatré, jólasælgæti eða kerti.
Þegar líða fer að aðventu fara klúbbfélagar í Ós að huga að skógarhöggi en flest tré koma úr héraði. Rauðgreni og blágreni kemur frá Miðfelli og furan kemur úr Steinadal. Bæjartréð  sem stendur hjá Nettó kemur lengra að en það kemur úr Hallormsstaðaskógi. Líkt og áður kemur normansþinur frá Danmörku en sala innlendra trjáa eykst frá ári til árs og er það ánægjuefni. Þegar sala jólatrjáa hefst skiptast klúbbfélagar á að standa vaktina en eins og undanfarin ár fer salan fram á planinu hjá Nettó.
Hluti af ágóða sölunnar fer í að styrkja tíu bágstaddar fjölskyldur í sveitarfélaginu. Nettó leggur fram 250.000 kr á móti Styrktarsjóði Óss og

Kiwanisklúbburinn Eldey styrkir Ljósið um tvær milljónir.

 • 14.12.2019

Kiwanisklúbburinn Eldey styrkir Ljósið um tvær milljónir.

Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi  afhenti  Ljósinu  föstudaginn 6. desember styrk að verðmæti tvær milljónir króna.    Var þetta  afrakstur af tveimur  góðgerðargolfmótum sem leikin hafa verið á hverju ári .
Mótin hafa alltaf verið haldin á Leirdalsvelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbburinn hefur alla tíð stutt við mótið m.a. með afslætti á vallargjaldi og aðstoð 

Hátíð í bæ.

 • 10.12.2019

Hátíð í bæ.

Frábær jólafundur var haldinn hjá Sólborgarkonum um helgina, þar sem hin ánægjulegur tiðindi voru að tvær nýjar teknar inn í klúbbinn þær Kolbrún Þórðardóttir og Sonja Freydís Ágústsdóttir. Sonja hafði reyndar verið hjá okkur áður - en fór í nám og var að koma til baka. Yndislega viðbót við

Kiwanisklúbburinn Básar gefa sjónvarpstæki !

 • 03.12.2019

Kiwanisklúbburinn Básar gefa sjónvarpstæki !

Félagar í Kwanisklúbbnum Básar komu færandi hendi á Leikskólann Eyrarskjól nú nýlega. Færðu þeir börnunum og starfsfólki 65″ sjónvarpstæki ásamt veggfestingu og viðbótar hátölurum.
Guðríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri tók við gjöfinni og sagði við það tækifæri að tækið myndi koma að góðum notum í leikskólastarfinu. Nú gætu börnin horft á stórum skjá margvíslegt efni, t.d. upptökur úr sólastarfinu. Jafnframt gæti þetta nýst við fræðslustarf til handa starfsmönnum. Börnin voru að vonum glöð með gjöfina og þökkuðu fyrir sig því að syngja nokkur jólalög fyrir Kiwanismenn.
Að sögn Kristjáns A. Guðjónssonar kjörforseta er 

Svæðisráðstefna í Sögusvæði.

 • 25.11.2019

Svæðisráðstefna í Sögusvæði.

Laugardaginn 23 nóvember var haldin svæðisráðsstefna í Sögusvæði, en ráðstefnan var haldin á Selfossi. Það voru fleiri svæðisráðstefnur á þessum degi sem er ekki hentugt að vera á sömu dagsetningu með fundina, en það var líka fundur í Freyjusvæði og Ægissvæði. Ólafur Friðriksson Svæðisstjóri Sögusvæðis setti fundinn kl 13.00, en svæðið er víðfemt og menn komnir langt að eins og t.d Höfn og þarf að gefa mönnum tíma til að koma sér á staðinn. Ólafur bað síðan fundarmenn um að kynna sig, og var nokkuð góð mæting m.a var Tómas Sveinson Umdæmisstjóri á fundinum, en aðeins voru forföll vegna veikinda. Ólafur fór yfir starfið og stiklaði á stóru yfir sína skýrslu og bað síðan menn um að flytja sínar skýrslur og var ekki annað að