Enn og aftur bjargaði Hjálmurinn lífi barns !

Enn og aftur bjargaði Hjálmurinn lífi barns !


Ekið var á sjö ára dreng á reiðhjóli á Akranesi  um daginn og lenti drengurinn undir bílnum, en að sögn lögreglunar á Vesturlandi fór betur en á horfðist. Vegfarendur brugðust skjótt við og sá sem kom fyrstur á vettvang var fljótur að tjakka upp bílinn og ná drengnum undan. Drengurinn reyndist meiddur en óbrotinn og að 

sögn lögreglunnar varð það honum til happs að hann var með hjálminn á höfðinu sem bjargaði því  ekki fór verr. Nú er unnið að því hjá okkur Kiwanisfólki að útvega drengnum nýjan hjálm. Já við megum vera stolt af Hjálmaverkefni okkar.