Hjálmaafhending á Höfn hjá Ósfélögum !

Hjálmaafhending á Höfn hjá Ósfélögum !


Þann 28. maí fór fram afhending reiðhjólahjálma til 1. bekkinga í Grunnskóla Hornafjarðar. En vegna Covid-19 hefur allt starf seinnkað eða verið frestað hjá Ós. Kiwanisfélagarnir Jón Áki Bjarnason forseti hjá Kiwanisklúbbnum Ós og umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson félagi í Ós sáu um dreifinguna með í för var Grétar Þorkelsson lögreglumaður sem útskýrði fyrir börnunum öryggi þess að nota hjálm. Jón Áki sagði stuttlega frá 

 Kiwanis og umdæmisstyrktarverkefnum þess meðal annars í hvað ágóði af K-deginum færi í en það er BUGL og Pieta samtökin sem hafa fengið ágóða af söfnun K-dagsins. En allt gengur þetta út á „að hjálpa börnum heims“
Hjálmaverkefnið er árlegt verkefni hjá Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar og er unnið í nánu samstarfi við Eimskip sem helsti stuðningsaðili þess. 

Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma. Bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta.