Góðar fréttir frá Kaldbak.

Góðar fréttir frá Kaldbak.


Kæru Kiwanisfélagar.
Við félagarnir héldum árlegan Þorrafund okkar föstudaginn 24 janúar. Á sjálfan Bóndadaginn. Buðum mökum með.
Kaldbaksmenn eru miklir þorramatsmenn og spenningur þannig að ekki þykir boðlegt að draga slík veisluhöld fram á þorrann. Salurinn okkar var þétt setinn og matnum gerð góð skil. Við fengum til okkar góðan gest Aðalstein Bergdal sem flutti okkur gamansögur og brandara sem er vel við hæfi á slíkum mannamótum. Hliðarsjálf Aðalsteins er betur þekkt sem Skralli Trúður, en sem slíkur er hann kominn á hilluna. Kann þó frá ýmsu að segja sem hann sjálfur og flytur eins og góðum leikara sæmir með tilþrifum.
   Mesta gleðin fólst þó í því að við tókum inn í klúbbinn tvo

nýja félaga. Þá Gissur Agnarsson og Garðar Inga Ólafsson.  Þessa félaga bjóðum við velkomna til starfa sem og þá Viggó Maríasson, Jón Ágúst Knútsson, Sigurð Bergþórsson og Hjalta Ásgeirsson sem teknir voru inn í klúbbinn á jólafundi þann 12 desember. Við erum vissir um að þessir sex nýju félagar muni styrkja starfið, auka kraftinn og fjölga hugmyndum sem auka muni veg og vanda okkar í Kiwanis.
 Það er engin ein aðferð sem beita á til þess að ná markmiðum um fjölgun í klúbbum. Landslagið er mismunandi í nærumhverfi starfandi klúbba. Við Kaldbaksmenn erum lánsamir.  Það sem við teljum mest um vert og vænlegast er að vera sýnilegir þegar klúbburinn sinnir sínum störfum. Gera t.d. viðburð úr hjálmaafhendingu þar sem foreldrar koma og sækja hjálma með börnum sínum og selja K-lykil sjálfir eins og mögulegt er. Þannig náum við betur til almennings og fáum tækifæri uppí hendurnar við að kynna okkar starf með samtali.  Einn + einn aðferð Umdæmisstjóra gagnast okkur líka vel þar sem sú aðferð virkjar alla félaga í verkefninu og hvetur til að bjóða gestum á fundi. 
Það er alltaf gaman þegar við félagarnir komum saman. Léttlindur hópur með hlutverk. Markmið um að láta gott af sér leiða og hafa gaman í þeirri vegferð. Hver veit nema að við fáum til okkar fleiri félaga á næstunni. Á kantinum eru 2-3 áhugasamir sem sótt hafa fundi undafarið.
Á döfinni er árleg fjölskylduferð okkar. Undanfarin ár höfum við sótt heim félaga okkar Aðalstein Dagson og Selmu konu hans að Stöng í Mývatnssveit. Dvalið þar í góðu yfirlæti heila helgi og notið þess sem sveitin hefur uppá á bjóða. Engin fyrir fram ákveðin dagskrá, enda erfitt á þessum árstíma að skipuleggja úti hörgul ferðir á hálendinu. Náttúruskoðun-Jarðböðin-Fuglasafnið-Sleðaferð-Kvöldvaka-Samvera-Miniboccia-Púttkeppni. Allt undir, en sumt háð veðri. Mývatnssveitin er stórkostleg að vetrarlagi líka.


Bestu kveðjur frá Akureyri.
Helgi Pálsson
Ritari Kaldbaks