50% fjölgun hjá Herðubreið !

50% fjölgun hjá Herðubreið !


Umdæmisstjóri og Umdæmisféhirðir gerðu sé ferð norður í Mývatnssveit í heimsókn til Herðurbreiðar og var sérstakt tilefin að verið var að taka inn 3 nýja félaga í klúbb sem var koninn niður í 6 félaga og geri aðrir betur !  Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri Óðinssvæðis sótti okkur félaga á flugvöllinn á Akureyri og bauð okkur heim í kaffi  áður en lagt var af stað í Mývatnssveitina. Þegar komið var í Mývatnssveit var byrjað á því að mæta í móttöku í Fuglasafninu sem er frábært og vert er að skoða fyrir alla þá sem koma á svæðið, en þar hélt Ellert forseti tölu og færði að lokum safninu styrk að upphæð 150 þúsun krónur sem er ágóði af sölu fuglakorts sem klúbburinn sér um. Því næst var haldið að Icelandairhótelinu eða

gamla Hótel Reynihlíð þar sem Ellert forseti setti formlega fund og bauð félaga og gesti velkomna og tekin voru hefðbundinn fundarstörf eins og við Kiwanisfélagar þekkjum og síðan tekið matarhlé. Farð var yfir í annann sal þar sem boðið var uppá frábæran kvöldverð Lambalæri með tilbehör og súkkulaðikaka með rjóma í eftirrétt ásamt kaffi og var gerður góður rómur af matnum.
Að loknu matarhléi var fundi fram haldið og var þar næsti liður inntaka nýrra félaga í klúbbinn og er það mikið ánægjuefni fyrir okkur þar sem klúbburinn var kominn niður í 6 félaga. Þessir nýju félagar heita Halldór Þórlákur Sigurðsson, Sigurður Baldursson og Steingrímur viðar Karlsson, við bjóðum. Þessa félaga velkomna í Kiwanishreyfinguna og væntum mikils af þeim í framtíðinni. Undir liðum önnur mál tók Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson til máls og Jóhannes Steingrímsson kynnti komandi sumarhátið sem verður að Ártúni í Eyjafirði. Ellert forseti sleit síðan fundi sem var hin ánægujlegasti og viljum við Svavar koma á framfæri þakklæti til Jóhannesar og eiginkonu ásamt félögum í Herðubreið fyrir frábærar móttökur og hlýhug.

Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri.