Fréttir

Kiwanisklúbburinn Búrfell 50 ára !

  • 30.09.2020

Kiwanisklúbburinn Búrfell 50 ára !

Kiwanisklúbburinn Búrfell er 50 ára í dag en hann var stofnaður 30 september 1970. Búrfell er öflugur klúbbur með frábæra og eljusama félaga sem starfa af miklum krafti við það að láta gott af sér leiða eins og góðum klúbbi sæmir, Innilegar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum.
Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi hefur starfað mikið fyrir samfélagið og sérstaklega fyrir börnin allt frá stofnun hans 1970. 
Mikil samfélagsþróun hefur mótað störf klúbbanna á þessum árum. Fyrstu áratugina voru eingöngu karlmenn sem sóttu í þetta félagsform, en sem betur fer eru konur farnar að koma inn og taka þar til óspiltra málanna Vaxtarbroddur hreyfingarinnar er meðal áhugasamra kvenna í samfélaginu. Það væri verðugt verkefni og huglægt viðfangsefni kvenna á öllum aldri að kynna sér markmið kiwanis hreyfingarinnar og störf þeirra 
sem hafa helgað sig þessu 

Kiwanisklúbburinn Jörfi afhendir styrk !

  • 30.09.2020

Kiwanisklúbburinn Jörfi afhendir styrk !

Kiwanisklúbburinn Jörfi afhenti styrk til Félags lesblindra á Íslandi að upphæð ein milljón kr. og það var Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri félagsins sem veitti styrknum móttöku en Friðrik Hafberg formaður fjáröflunar og styrktar nefndar afhenti styrkinn.

Kiwanisklúbburinn Keilir 50 ára

  • 29.09.2020

Kiwanisklúbburinn Keilir 50 ára

Í tilefni af 50 ára afmælis Kiwanisklúbbsins Keilis er hérna pistill um upphaf og starf klúbbsins okkar.

 

Upphafið

Stofnfundur Kiwanisklúbbsins var haldin á matstofunni Vík við Hafnargötu fimmtudaginn 11. júní 1970 kl. 15:30, þar voru mættir 16 verðandi stofnfélagar en þeir voru:  Þorvaldur Benediktsson, Rúnar Benediktsson, Guðmundur Örn Ragnarsson, Þórarinn Eyjólfsson, Guðbjörn Magnússon, Ævar Guðmundsson, Grétar Magnússon, Jón Ólafur Jónsson, Ómar Ólafsson, Pétur Jóhannsson, Brynjar Halldórsson, Birgir Einarsson, Guðni Kjartansson, Karl Taylor, Sverrir Jóhannsson og Jónas Guðmundsson.  Það voru líka mættir 4 meðlimir frá Kötlu í Reykjavík til aðstoðar, þeir

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland – Færeyjar !

  • 22.09.2020

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland – Færeyjar !

Stjórnarskipti fóru fram í Umdæminu laugardaginn 19 september og var húsið opnað fyrir gestum kl 18.30 með fordrykk og síðan setti Umdæmisstjóri fundinn og bauð gesti velkomna og bað fólk um að gjöra svo vel og fá sér að borða af hlaðborði sem Kænan í Hafnarfirði sá um að framreiða en boðið var uppá villisveppasúpu, glóðað lambalæri og súkkulaðiköku í eftirrétt. Að loknu borðhaldi var tekið til við stjórnarskiptin sem voru í umsjón Drafnar Sveinsdóttur Goða, sem sá um athöfnina af stakri prýði og var Gunnsteinn Björnsson ráðgjafi í heimsstjórn henni til aðstoðar. Tómas Umdæmisstjóri þakkaði sínu fólki fyrir frábær störf og veitt smá gjafir og viðurkenningar til viðkomandi og maka.
Eins og megnið af starfsárinu þá voru þetta 

Umdæmiskjörfundur laugardaginn 19 september 2020.

  • 22.09.2020

Umdæmiskjörfundur laugardaginn 19 september 2020.

Síðastliðinn laugardag eða 19 september var haldinn Umdæmiskjörfundur á Bíldshöfða 12, og fóru þar fram hefðbundnar kosningar til að geta lokað þessu óvenjulega starfsári, en ekki var hægt að halda Umdæmisþing vegna Covid 19. Var sá hátturinn hafður á að Umdæmisstjórn ásamt frambjóðanda, formanni kjörnefndar, formanni kjörbréfanefndar ásamt tveimur tæknimönnum voru í salnum en allir aðrir þingfulltrúar á Teams og einnig var fundinum streymt á Youtube, og einnig  notast var við rafrænt kosningarkerfi. Við byrjuðum kl 10.30 með stuttum umdæmisstjórnarfundi þar sem þurfti að samþykkja það efni sem síðan var lagt fyrir kjörfundinn, og sjálfur kjörfundurinn hófst síðan 11.30.
Umdæmisstjóri setti fundinn og sagði nokkur orð en vísaði í skýrslu sýna sem er í kjörfundarblaðinu sem dreift hafi verið í pósti og  með tölvupósti, og einnig var blaðið á sett á forsíðu kiwanis.is, en Tómas Umdæmisstjóri sagði lauslega frá þessum skrýtnu aðstæðum sem við værum í vegna þessa heimsfaraldurs sem nú herjaði og lamaði mikið starfið, en jafnframt þakkaði fyrir jákvæðni og dugnaði Kiwanisfólks og góð viðbrögð við fjarfundum og öllum þeim breytingum sem þurft hafi að gera síðan í 

Intaka nýrra félaga í Mosfell !

  • 18.09.2020

Intaka nýrra félaga í Mosfell !

Í gærkvöldi var fundur hjá Kiwanisklúbbnum Mosfelli haldinn í Golfskálanum í Mosfellsbæ og á þessum fundi tóku þeir inn hvorki meira en minna inn 5 nýja félaga í klúbbinn. Þessir nýju félagar eru Ásgeir Sverrisson, Elvar Trausti Guðmundsson, Guðbjörn Gústafsson, Sigurðuir Valur Fjelsted og Sigurvin Jón Kristjánsson, og bjóðum við þessa nýju félaga velkomna í Kiwanishreyfinguna. Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson var gestur á fundinum og sá hann um inntökuna ásamt Haraldi V Haraldssyni forseta Mosfells. Umdæmisstjóri færði klúbbnum einnig Afmælisgjöf en klúbburinn varð

Frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu !

  • 18.09.2020

Frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu !

Nú eins og alþjóð veit, hefur verið lítið um fundi undanfarið vegna samkomubanns en við gátum haldið stjórnarfund, félagsmálafund og aðalfund á tölvufundum og á aðalfund mætti um það bil helmingur í húsið þar sem 2ja metra bilið var virt og hinir sátu við tölvurnar heima. 
Þann 22. janúar heimsóttum við Eldborg og var þetta virkilega skemmtilegur og fróðlegur fundur. Það verður að segjast eins og er að þetta er í fyrsta skipti sem við heimsækjum þennan klúbb og var kominn tími til.  Skömmu síðar mættum við svo á almennan fund hjá Hraunborgu. Þökkum fyrir báðum klúbbunum fyrir góðar móttökur.
Á fundi 27. janúar var komið að 

Ferð í Landmannalaugar í boði Kiwanisklúbbsins Ölvers

  • 09.09.2020

Ferð í Landmannalaugar í boði Kiwanisklúbbsins Ölvers

Fimmtudaginn 27. ágúst sl. fóru nemendur 8. og 9. bekkja Grunnskólans í Þorlákshöfn í frábæra ferð í Landmannalaugar í boði Ölvers.
Aðdragandi verkefnisins er að fyrir tveimur árum komu fulltrúar Kiwanisklúbbsins Ölvers að máli við skólastjórnendur og óskuðu eftir að fá að koma að fræðslu- og forvarnarmálum unglinganna í skólanum. Til verkefnisins vildu þeir verja ágóða af svokölluðu skókassaverkefni – en það verkefni er unnið í samstarfi við jólasveinana sem kaupa varning af Kiwanismönnum til að setja í skóinn hjá þægum börnum á aðventunni.
Ákveðið var að fara með nemendur í 8. og 9. bekk í útivistarferð að hausti. Fara annað hvert ár í Þórsmörk og hitt árið í Landmannalaugar. Tilgangur ferðarinnar er náttúruupplifun og fræðsla um

Frá Kiwanisklúbbnum Dyngju !

  • 09.09.2020

Frá Kiwanisklúbbnum Dyngju !

Við í Dyngju höfum hafið vetrarstarfið og hlökkum mjög til þess eftir sérstakt vorstarf. Eftir að við komumst í úrslitahópinn í samkeppni Kiwanis um athyglisverðasta styrktarverkefnið í flokknum félagar undir 27 þá var okkur boðið
að senda grein um starf okkar og Vinasetrið í Kiwanis International blaðið. Við sendum grein og erum búnar að fá staðfest að greinin muni

Landsmót Kiwanis í golfi 16 ágúst 2020

  • 25.08.2020

Landsmót Kiwanis í golfi 16 ágúst 2020

Landsmót Kiwanis í golfi var haldið á Þorlákshafnarvelli sunnudaginn 16 ágúst s.l  í blíðskaparveðri og aðstæður hinar bestu til golfiðkunar. Þáttaka var þokkaleg en alltaf má gera betur í þeim efnum en Kiwanis þakkar öllum sem hlut áttu að máli fyrir framkvæmd þessa móts, en þeir Kiwanismenn í Þorlákshöfn eru búnir að halda þetta mót undanfarin ár og því ber að þakka.
Úrslit mótsins eru hér fyrir neðan.

Sumarhátíð Óðinssvæðis !

  • 16.07.2020

 Sumarhátíð Óðinssvæðis !

Við hjónin ásamt Tómasi yngri lögðum land undir fót um síðustu mánaðarmót og var förinni heitið norður í Eyjafjörð nánar tiltekið Ártún í Grýtubakkahreppi, og var tilefnið að taka þátt í Sumarhátíð svæðisins. Þarna var tekið á móti okkur af miklum vinskap og hlýlegheitum og manni leið eins og maður væri félagi í þessu svæði, opinn og skemmtilegur hópur þarna saman kominn. Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri setti hátíðina og bauð alla velkomna og að því loknu var tekið til við skemmtidagskrá og var nóg til skemmtunar á svæðinu. Á laugardagskvöldinu sáu félagar síðan um að grilla og var slegið upp frábærri veislu í gamalli hlöðu á svæðinu og var engin svikinn af þeim herlegheitum. Þetta var 

Enn og aftur bjargaði Hjálmurinn lífi barns !

  • 09.07.2020

Enn og aftur bjargaði Hjálmurinn lífi barns !

Ekið var á sjö ára dreng á reiðhjóli á Akranesi  um daginn og lenti drengurinn undir bílnum, en að sögn lögreglunar á Vesturlandi fór betur en á horfðist. Vegfarendur brugðust skjótt við og sá sem kom fyrstur á vettvang var fljótur að tjakka upp bílinn og ná drengnum undan. Drengurinn reyndist meiddur en óbrotinn og að 

Ungir nýjir félagar í Grím !

  • 12.06.2020

 Ungir nýjir félagar í Grím !


Kiwanishreyfingunni hefur borist góður liðsauki en tveir ungir menn gengu til liðs við Kiwanisklúbbinn Grím í Grímsey nú á dögunum. Það er búinn að vera mikil gróska og kraftur hjá okkar mönnum í vetur og þeim hefur tekist að fjölga verulega og miðað við stærð samrfélagsins er þetta sennilega heimsmet. Þessir nýju félagar sem teknir voru 

Sumarhátíð Óðinssvæðis 

  • 10.06.2020

Sumarhátíð Óðinssvæðis 

Sumarhátíð Óðinssvæðis verður haldin í Ártúni Grýtubakkahreppi Eyjafirði https://tjalda.is/artun/  27.-28. júní 2020.
Engin dagskrá á föstudag en um að gera að mæta þá.
Dagskrá laugardaginn 27. júní. Hátíðin sett kl: 11:00. 
Skemmtidagskrá og leikir fram eftir degi, Sameiginlegur kvöldverður
Sunnudagur 28. júní. Afhending mætingarbikars og hátíðinni slitið um kl: 13:00. 
Þátttökutilkynningar í sameiginlegan kvöldverð þurfa að

50% fjölgun hjá Herðubreið !

  • 30.05.2020

50% fjölgun hjá Herðubreið !

Umdæmisstjóri og Umdæmisféhirðir gerðu sé ferð norður í Mývatnssveit í heimsókn til Herðurbreiðar og var sérstakt tilefin að verið var að taka inn 3 nýja félaga í klúbb sem var koninn niður í 6 félaga og geri aðrir betur !  Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri Óðinssvæðis sótti okkur félaga á flugvöllinn á Akureyri og bauð okkur heim í kaffi  áður en lagt var af stað í Mývatnssveitina. Þegar komið var í Mývatnssveit var byrjað á því að mæta í móttöku í Fuglasafninu sem er frábært og vert er að skoða fyrir alla þá sem koma á svæðið, en þar hélt Ellert forseti tölu og færði að lokum safninu styrk að upphæð 150 þúsun krónur sem er ágóði af sölu fuglakorts sem klúbburinn sér um. Því næst var haldið að Icelandairhótelinu eða

Dyngjur afhenda hjálma !

  • 30.05.2020

Dyngjur afhenda hjálma !

ið í Dyngju höfum nú afhent Kiwanishjálmana til krakkanna í Ölduselsskóla og Seljaskóla. Það var mikil gleði hjá börnunum
og þau fögnuðu okkur innilega. Alltaf gaman að ræða við krakkana og fá hjá þeim sögur um hjól og hjálma. Öll voru þau sammála um að það að hjóla væri mest gaman og hjálmar væru töff. Á myndunum eru 1. bekkingar, Konný, Inga Þórunn, Fríða kennari og 

Hjálmaafhending á Höfn hjá Ósfélögum !

  • 29.05.2020

Hjálmaafhending á Höfn hjá Ósfélögum !

Þann 28. maí fór fram afhending reiðhjólahjálma til 1. bekkinga í Grunnskóla Hornafjarðar. En vegna Covid-19 hefur allt starf seinnkað eða verið frestað hjá Ós. Kiwanisfélagarnir Jón Áki Bjarnason forseti hjá Kiwanisklúbbnum Ós og umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson félagi í Ós sáu um dreifinguna með í för var Grétar Þorkelsson lögreglumaður sem útskýrði fyrir börnunum öryggi þess að nota hjálm. Jón Áki sagði stuttlega frá 

Fræðsla Svæðisstjóra starfsárið 2020-2021 !

  • 09.05.2020

Fræðsla Svæðisstjóra starfsárið 2020-2021 !

Klukkan tíu í morgun laugardaginn 9 maí hófst fræðsla Svæðisstjóra fyrir starfsárð 2020-2021 og var hún með svolítið breyttu sniði vegna covid-19. Þrír svæðisstjórar eru á Bíldshöfða og Sigurlaug Vordís á Teams ásamt verðandi umdæmisstjóra Petri Olivar i Hoyvik en verðandi svæðisstjóri Færeyjasvæðis var forfallaður.
Eyþór Einarsson formaður fræðslunefndar setti fundinn og gaf Umdæmisstjóra næsta starfsárs Petri Olivar i Hoyvik orðið og fór Petur yfir sínar áherslur og starf á komandi starfsári, Umdæmisritari 2020-2021 Emelia Dóra ávarpaði fundinn og 

Upplýsingabréf formanns Hjálmanefndar 28. Mars 2020

  • 02.04.2020

Upplýsingabréf formanns Hjálmanefndar 28. Mars 2020

Heil og sæl öllsömul.

Mig langar að segja ykkur frá stöðu mála eins og málin standa nú á þessum sérstöku tímum.
Ég hef verið í góðu sambandi við Erlu hjá Eimskip og erum við sammála að taka stöðuna aftur þann 14. Apríl. 
Hjálmarnir eru komnir til landsins og búið að tollafgreiða gáminn. Staðan í Vöruhóteli Eimskips er þannig að þar er búið að skipta niður vinnuafli og vinnur 1/3 hverju sinni. Ekki er unnt að byrja á útsendingu hjálmanna og eins það að vegna samkomubanns verður ekki hægt að sinna afhendingu á þann hátt er við höfum gert eða í skólum þar sem