Umdæmiskjörfundur laugardaginn 19 september 2020.

Umdæmiskjörfundur laugardaginn 19 september 2020.


Síðastliðinn laugardag eða 19 september var haldinn Umdæmiskjörfundur á Bíldshöfða 12, og fóru þar fram hefðbundnar kosningar til að geta lokað þessu óvenjulega starfsári, en ekki var hægt að halda Umdæmisþing vegna Covid 19. Var sá hátturinn hafður á að Umdæmisstjórn ásamt frambjóðanda, formanni kjörnefndar, formanni kjörbréfanefndar ásamt tveimur tæknimönnum voru í salnum en allir aðrir þingfulltrúar á Teams og einnig var fundinum streymt á Youtube, og einnig  notast var við rafrænt kosningarkerfi. Við byrjuðum kl 10.30 með stuttum umdæmisstjórnarfundi þar sem þurfti að samþykkja það efni sem síðan var lagt fyrir kjörfundinn, og sjálfur kjörfundurinn hófst síðan 11.30.
Umdæmisstjóri setti fundinn og sagði nokkur orð en vísaði í skýrslu sýna sem er í kjörfundarblaðinu sem dreift hafi verið í pósti og  með tölvupósti, og einnig var blaðið á sett á forsíðu kiwanis.is, en Tómas Umdæmisstjóri sagði lauslega frá þessum skrýtnu aðstæðum sem við værum í vegna þessa heimsfaraldurs sem nú herjaði og lamaði mikið starfið, en jafnframt þakkaði fyrir jákvæðni og dugnaði Kiwanisfólks og góð viðbrögð við fjarfundum og öllum þeim breytingum sem þurft hafi að gera síðan í 

febrúar. Að loknu máli Umdæmisstjóra kom í pontu Umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson og fór yfir sína mál og þar næst Svavar Svavarsson Umdæmisféhirðir og sagði m.a að fjármálin væru í góðum málum. Á spjallþræði Teams kerfisins var hægt að setja inn fyrirspurnir og var það tilkynnt bæði á æfingu á föstudeginum og á fundinum sjálfum.
Svavar Svavarsson Umdæmisféhirðir fór því næst yfir reikninga starfsársins 2018-2019 sem eru  í blaðinu og var að lokinni yfirferð sett í kosningu í kerfið og voru þeir samþykktir samhljóða. Sami háttur var með Fjárhagsáætlun 2020 – 2021 sem var einnig samþykkt.
Í kjöri skoðunarmanna reikningar voru þeir kosnir áfram Gunnar Rafn Einarsson og Guðmundur Pétursson, og síðan var staðfest kjör á umdæmisstjóra 2020-2021 Petri Olivar í Hoyvik. Næstur var kynntur til leiks Pétur Jökull Hákonarsson frá Kiwanisklúbbnum Mosfelli en hann var í framboði sem kjörumdæmisstjóri 2020-2021 og var hann kosinn til embættis með öllum greiddum atkvæðum.
Einn frambjóðandi var á skrá til verðandi kjörumdæmisstjóra 2020 – 2021 og var það Jóhanna María Einarsdóttir frá Kiwanisklúbbnum Vörðu,  kom hún í pontu og kynnti sig, og síðan var gengið til atkvæða og hlaut Jóhanna góða kosningu í þetta embætti. Næst var stjórn næsta starfsárs 2020-2021 kynnt til leiks og staðfest en hana skipa:
Umdæmisstjóri Petur Olivar í Hoyvik
Kjörumdæmisstjóri Pétur Jökull Hákonarson
Verðandi kjörumdæmisstjóri Jóhanna Einarsdóttir
Fráfarandi Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson
Umdæmisritari Emelía Dóra Guðbjartsdóttir
Umdæmisféhirðir Svavar Svavarsson
Svæðisstjóri Freyjusvæðis Konný Hjaltadóttir
Svæðisstjóri Færeyja Bente Kjær
Svæðisstjóri Sögusvæðis Hrafn Sveinbjörnsson
Svæðisstjóri Óðinssvæðis Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Svæðisstjóri Ægissvæðis. Steingrímur Hauksson


Næst var sýnt myndband til kynningar á þinginu í Færeyjum 2021 en það gekk eitthvað erfilega að koma því í loftið heyrðis ekki hljóð og þessháttar vandamál en myndbandið er komið inn á Facebook og kemur líka inn á kiwanis.is.  
Staðarval þings 2022 verður Selfoss en sú hugmynd kom strax í vor þegar ákveðið var að hætta við þingið í ár vegna Covid að færa það þar sem mikið af vinnunni við þingið er klár, þarf nánast bara að uppfæra. Síðan hefur Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ boðist til að halda þingið 2023 og voru báðar þessir staðir settir í kosningakerfið og samþykktir samhljóða.
Ein lagabreyting var samþykkt á fundinum og mun hún birtast í þinggerð Umdæmisritara.
Að lokum fór Umdæmisstjóri yfir viðurkenningar starfsársins sem eru:
Auðkennisverkefni: Dyngja vegna Vinaseturs.
Fyrirmyndarklúbbar Kiwanis International fyrir starfsárið 2018-2019: Setberg, Varða og Drangey
Fyrirmyndar Svæðisstjóri: Jóhannes Steingrímsson Svæðisstjóri Óðinssvæðis 2019-2020
Andrésarbikarinn fyrir framúrskarandi starf í þágu Kiwanis: Jóhannes Steingrímsson Kaldbak
Fyrirmyndarklúbbar Umdæmisins 2019-2020: Kaldbakur, Hof, Sólborg, Ós, Skjálfandi, Geysir, Herðubreið, Skjöldur, Grímur, Básar, Mosfell, Helgafell, Keilir.
Farandbikarar og lyklar:
Dyngja fékk platta vegna handhafa farandslykis síðasta árs
Fjáröflunarbikarinn: Kiwanisklúbburinn Ölver
Fjölgunarbikarinn: Kiwanisklúbburinn Kaldbakur
Fjölmiðlabikarinn: Kiwanisklúbburinn Dyngja
Styrktarlykilinn: Kiwanisklúbburinn Mosfell 
Umdæmisstjórn heiðraði Gunnar Rafn Einarsson endurskoðanda reikninga umdæmisins með Gullstjörnu fyrir endurskoðun og vinnu fyrir umdæmið til fjölda ára.
Ólafur Jónsson formaður Hjálmanefndar Gullstjarna með rúpin vegna frábærs starfs fyrir Hjálmanefnd
Gunnsteinn Björnsson fékk Gullstjörnu með rúbín fyrir starf í Kynningar og markaðsmálum ásamt ritstjórn þingblaðs undanfarinna ára.
Sérstakar viðurkenningar vegna frábærra viðbragða við Einn + einn átakinu fengu Herðubreið á Mývatni og Grímur í Grímsey.

Að þessu loknu var fundi slitið.


TS.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR