Frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu !

Frá Kiwanisklúbbnum Sólborgu !


Nú eins og alþjóð veit, hefur verið lítið um fundi undanfarið vegna samkomubanns en við gátum haldið stjórnarfund, félagsmálafund og aðalfund á tölvufundum og á aðalfund mætti um það bil helmingur í húsið þar sem 2ja metra bilið var virt og hinir sátu við tölvurnar heima. 
Þann 22. janúar heimsóttum við Eldborg og var þetta virkilega skemmtilegur og fróðlegur fundur. Það verður að segjast eins og er að þetta er í fyrsta skipti sem við heimsækjum þennan klúbb og var kominn tími til.  Skömmu síðar mættum við svo á almennan fund hjá Hraunborgu. Þökkum fyrir báðum klúbbunum fyrir góðar móttökur.
Á fundi 27. janúar var komið að 

skemmtilegum félagsmálafundi og þar heiðraði fráfarandi umdæmisstjóri okkur Eyþór K. Einarsson með nærveru sinni. Þessi fundur var sérlega skemmtilegur þar sem við tókum inn nýjan félaga Ásgerði Gísladóttur eiginkonu Eyþórs og tók hann þátt í innsetningunni. 

24. febrúar mættu nokkrir galvaskir félagar með heimabakað bakkelsi á Bocciamót íþróttafélagsins Fjarðar, þetta er langelsta styrktarverkefnið okkar, sem við höfum styrkt nánast frá stofnun klúbbsins.
Vorferðin okkar átti að vera 1.  maí og ætluðm við að Langholti á Snæfellsnesi en því miður varð að slaufa þeirri ferð vegna ástandsins. Nú ýmsu öðru urðum við að fresta eða hætta við og má þar t.d. telja páskabingó, fund með kvennaklúbbunum, svæðisráðstefnu og ýmsu öðru sem við höfuðum ákveðið.
Við héldum þó fund 27. apríl með Teams forritinu og gekk hann býsna vel. Það var bæði gaman og mikil þörf að fá að sjá framan í félagana. 

Hjálmaafhendingin fór fram með öðru sniði en venjulega og voru tveir skólar boðaðir í einu upp í Kiwanishúsið í Hafnarfirði, má segja með sanni að þessi afhending gekk mjög vel. Við vorum svo heppin að bæði Morgunblaðið og Hafnfirðingur veittu okkur mikla athygli og er það vel. 

Þann 12. maí var síðan haldinn aðalfundur og mætti ca. helmingur klúbbfélaga í húsið okkar en hinar sátu heima við tölvuskjái.  Þetta var góður fundur og sýnir að ýmislegt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ný stjórn undir forystu Karlottu Líndal var kynnt og verða eftirfarandi félagar í stjórn: 
Karlotta Líndal, forseti
Þyrí Marta Baldursdóttir, kjörforseti
Inga S. Guðbjartsdóttir, fráf. forseti
Sonja Freydís Ágústsdóttir, ritari
Dröfn Sveinsdóttir, féhirðir
Ásgerður Gísladóttir, meðstjórnandi
Kolbrún Þórðardóttir, meðstjórnandi
Sólveig Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

 

Við höfum tekið að okkur að fóstra landnemaspildu í upplandi Hafnarfjarðar sem við munum gróðursetja á í framtíðinni og verður okkar sælureitur. Við munum halda árlegan sumarfund okkar þar. 
Þrátt fyrir allt þá afhentum við 2 styrki núna á vormánuðum. Við fengum beiðni um að styrkja fjölskyldu sem átti við erfiðleika að etja og styrktum þau um 100.000 kr. Þá styrktum við Styrktarfélagið Líf um 50.000 kr.
Starfið í klúbbnum verið gott og skemmtilegt þó svo að síðustu mánuðir hafi ekki alveg verið eins og við hefðum viljað og hlökkum við mikið til að hefja starfið í haust. 


Með Kiwaniskveðju,
Þyrí Marta Baldursdóttir