Þakkarbréf frá Umdæmisstjóra 2019-2020 !

Þakkarbréf frá Umdæmisstjóra 2019-2020 !


Í gærkvöldi bárust mér hamingjuóskir og góðar fréttir frá USA en Umdæmið okkar Ísland – Færeyjar er það eina í Evrópu sem er með félagsaðild í plús sem ekki hefur gerst til fjölda ára hjá okkur, en þetta er frábær árangur í ljósi þessa ástands sem heimsfaraldurinn er að valda okkar starfi sem og allri starfsemi í samfélaginu.
Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til ykkar ágætu félagar því svona árangur kemur ekki að sjálfsdáðum heldur með góðum stjórnamönnum, nefndarformönnum og síðan en ekki

síst frábæru Kiwanisfólki í okkar umdæmi Ísland – Færeyjar fyrir frábær störf og þrautseigju við erfiðustu aðstæður sem hreyfingin hefur lent í.
Fólk hefur tekið vel við sér undir átakinu Einn + einn og einnig lagt sig fram við notkun á fjarfundarbúnaði, nota síma og aðrar aðferðir til að halda starfinu gangandi. Í heildina var fækkun um 2,9%  á heimsvísu, en samt voru stofnaðir 174 nýjir klúbbar. Evrópa opnaði 23 nýja klúbba í samanburði við 30 í fyrra en fækkun í Evrópu er 1,7 %. Ég er sannfærður um að hefðum við fengið óskert starsár hefði okkur tekist enn betur að bæta við okkur félögum en staðan var mjög góð t.d 1 september en eins og oft áður voru töluverðar útstrikanir á síðustu metrunum og þá mest á því svæði sem flest er fólkið.
En við höldum ótrauð áfram til fjölgunar og góðra verka Petur Oliver Umdæmisstjóri ætlar að halda áfram með Einn + einn átakið og því um að gera að láta vita ef vantar miða. Ég vil hvetja Klúbba til að hittast á einn eða annan hátt, en virða fjöldatakmarkanir, funda á Teams og hvetja hvorn annann til góðra verka til að halda sjó við erfiðar aðstæður.
Enn og aftur vil ég þakka ykkur fyrir frábæra vinnu, eljusemi og allann stuðninginn og hvatningu sem ég hef fundið frá ykkur á starfsárinu.

 

Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri 2019-2020