Fréttir

Kótilettukvöld Keilis !

  • 21.02.2022

Kótilettukvöld Keilis !

Kótilettukvöld Keilis verður haldið föstudaginn 11 mars.

Erlingur Hannesson forseti Keilis er veislustjóri.

Ólafur Tómas Guðbjartsson ( Dagbók urriða ) er ræðumaður kvöldsins.

Happdrætti glæsilegir vinningar í boði.

Afhending á Lunda ársins.

Miðaverð er kr. 6.500,-

Það er hægt að skrá sig á kvöldið með því að afrita ( copy )  slóðina hér fyrir neðan og líma (paste ) í vafra.


https://www.facebook.com/events/4954200984618880/?ref=newsfeed

LOKSINS, LOKSINS !

  • 11.02.2022

LOKSINS, LOKSINS !

Lambaréttadagur Kiwanisklúbbsins Heklu verðu  nú föstudaginn 25. febrúar nk. í sal Drúída í Mjódd. Húsið opnar kl. 18:30
Eins og venjulega er góð dagskrá, ræðumaður verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur, veislustjóri og skemmtikrafturi Örn Árnason, málverkauppboð Jón Guðmundsson og happdrætti
og að sjálfsögðu góður matur.

Hekla afhendir viðurkenningar !

  • 05.02.2022

Hekla afhendir viðurkenningar !

Á félagsmálafundi sem haldin var 2. febrúar voru afhentar viðurkenningar til tveggja félaga, þeirra Sigurðar R Péturssonar og Stefáns Guðnasonar.  Þessi viðurkenningarskjöl stóð til að afhenda á jólafundi Heklu í desember síðastliðnum, en þar sem sá fundur féll niður, frestaðist afhending viðurkenninga til næsta fundar, sem vegna kóvidfaraldursins var ekki haldinn fyrr en 2. febrúar.
Sigurður R. Pétursson gekk í Kiwanishreyfinguna 12. desember 1976 og var því veitt 45 ára heiðursskjal og merki.  Sigurður hefur

Hekla styrkir Björgunarsveitina Ársæl.

  • 05.02.2022

Hekla styrkir Björgunarsveitina Ársæl.

Heklufélagar heimsóttu Björgunarsveitina Ársæl í björgunarmiðstöð þeirra úti á Granda, skoðuðu þar aðstöðuna og tækjakost og afhentu sveitinni staðfestingu á styrkveitingu Heklu til björgunarsveitarinnar.
Hekla og Björgunarsveitin Ársæll hafa í mörg undanfarin ár haft samstarf um flugeldasýningu á Þrettándanum við Hrafnistuheimilin í Hafnarfirði og á Laugarási í Reykjavík.  Í tengslum við

Nýir félagar í Helgafell !

  • 04.02.2022

Nýir félagar í Helgafell !

Félagsmálafundur var haldinn í gærkvöldi þann 3 febrúar og var mjög góð mæting en ekki hefur verið hægt að funda í Helgafelli síðan 12 nóvember s.l og voru félagar ánægðir að vera komnir í Kiwanisstarfið aftur. Þar sem þorrablótið okkar var aflýst í ár ákvað stjórnin að breyta til og bjóða upp á þorrahlaðborð svo félagar fengju nú súrmað og allt sem tilheyrir góðum þorramat, en það var félagar úr þorrablótsnefnd Grímur Kokkur og Sigvard Hammer sem sáu um matinn sem var gjörsamlega frábær og 

Auðkennisverkefnasamkeppni Kiwanis International 2022

  • 06.01.2022

Auðkennisverkefnasamkeppni Kiwanis International 2022

Kiwanis International hefur undanfarin 5 ár staðið fyrir þessari samkeppni. Hvert umdæmi tilnefnir verkefni eins klúbbs í sínu umdæmi sem uppfyllir skilyrði til að geta talist „auðkennisverkefni“. 
Undanfarin þrjú ár hefur Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar tekið þátt og til stendur að gera það einnig 

Gleðilegt nýtt ár !

  • 31.12.2021

Gleðilegt nýtt ár !

Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar óskar öllum gleðilegs nýs árs og takk fyrir þau gömlu góðu !

Jólakveðja

  • 23.12.2021

Jólakveðja

Kiwaniklúbburinn Helgafell gefur fíkniefnahund !

  • 14.12.2021

Kiwaniklúbburinn Helgafell gefur fíkniefnahund !

Kiwanisklúbburinn Helgafell samþykkti í  október  s.l að veita Lögregluembættin í Vestmannaeyjum styrk að fjárhæð  1.315.394-  til kaupa á fíkniefna-leitarhundi sem hlotið hefur nafnið Móa, þetta er fjórði hundurinn sem klúbburinn gefur til embættisins og erum við stoltir af því að geta gert samfélaginu gagn og gefið til baka þar sem styrkurinn er veittur af söfnunarfé og þá aðallega með sölu jólasælgætis til bæjarbúa. Í fjárhæðinni er allur kostnaður við hundinn, eins og að fá hann til landsins og þjálfunarkostnaður, bólusetningar og

Umdæmisstjórnarfundur 28 nóvember 2021

  • 30.11.2021

Umdæmisstjórnarfundur 28 nóvember 2021

Sunnudaginn s.l 28 nóvember var haldinn umdæmisstjórnarfundur en þessi fundur var á dagskrá laugardaginn 20 nóveber en varð að fresa honum vegna Evrópustjórnarfundar sem Pétur Jökull umdæmisstjóri þurfti að sækja til Belgíu. Pétur Jökull umdæmisstjóri setti fundinn upp úr 10.30 en smá byrjunarörðuleikar urðu með tengingu þar sem nokkur hluti stjórnarmanna var á Temas fjarfundarkerfinu. Umdæmisstjóri bað fundarmenn um að kynna sig og hóf síðan fund á yfirferð um sína skýrslu og í kjölfarið komu umdæmisritari og umdæmisféhirðir en Jóhanna María Einarsdóttir kjörumdæmisstjóri fór yfir þá skýrslu í fjarveru Svavars sem jú var á Teams. Að því loknu flutti Jóhanna sína skýrslur og 

Jörfi styrkir Bjarka Fannar og fjölskyldu myndarlega !

  • 25.11.2021

Jörfi styrkir Bjarka Fannar og fjölskyldu myndarlega !

Bjarki Fannar er 14 ára drengur á Akranesi, sonur Hjalta Arnar Jónssonar og Myrru Gísladóttur. Bjarki fæddist með sjaldgæfan hjartagalla og er á leið í sína þriðju opnu hjartaaðgerð í Boston í byrjun desember. Hann er næst elstur fimm systkina og þarf Bjarki að dvelja í Boston í þrjár til fjórar vikur eftir aðgerð og verður fjölskyldan því í Bandaríkjunum yfir jólin. Því fylgir mikill kostnaður fyrir fjölskylduna og því ákváðu félagar í Kiwanisklúbbnum Jörfa í Árbæ að styrkja fjölskylduna myndarlega nú á dögunum. „Kjörorð Kiwanis eru „Börnin fyrst og fremst“ og í ljósi þess þótti

Kiwanisklúbburinn Höfði styrkir HHB

  • 25.11.2021

Kiwanisklúbburinn Höfði styrkir HHB

Þann 18. nóvember s.l. var haldin Almennur fundur þar sem 17 af 20 Höfðafélögum mættu s.o. 8 Esju félagar og fyrirlesari.  Á fundinum afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði styrk til Hróa Hött Barnavinafélag sem hljóðaði uppá 500 þús.kr. sem tekið var við með kærum þökkum. Þetta var kærkomin stuðningur þar sem þessi peningastyrkur kæmi á besta tíma því þetta ár hefur verið mikið um styrki hjá félaginu enn þess skal getið að Höfðafélagar hafa áður styrkt félagskapinn með fjárframlagi.  Á fundin kom Sveinbjörn Sveinbjörnsson einn stofnenda Hróa Hattar og flutti fróðlegan fyrirlestur um félagsskapinn og þau verkefni sem 

Afrakstur sviðaveislu Bása !

  • 23.11.2021

Afrakstur sviðaveislu Bása !

Kveðja frá Básum . Eins og áður hefur komið fram var haldin flott og fjölmenn sviða veisla í byrjun nóvember  og eftir hana var ákveðið að styrkja kaup á heyrnarmælingar tæki  um kr 200 þus fyrir heilsugæsluna hér í bæ. Það eru ungar konur héri bæ sem standa fyrir söfnun á þessu, þær hafa einnig  staðið fyrir söfnun á ýmsum tækjum sem hefur vantað hér.  

 

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir ¨Sterka fatlaða mann heims°

  • 15.11.2021

 Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir ¨Sterka fatlaða mann heims°

Heklufélagar styrktu keppnina um "sterkasta fatlaða mann heims" með bikurum og medalíum. Keppnin fór fram í dag í Reykjanesbæ.

Heklufélagar afhentu bikara og medalíur, myndirnar tala sínu máli.

 

Hvatningardegi Kiwanis slegið á frest !

  • 10.11.2021

Hvatningardegi Kiwanis slegið á frest !

Það ætlar að reynast erfitt að koma þessu verkefni okkar af stað sen var klárt í lok árs 2019 til prufukeyrslu. Að við héldum stóð allt í blóma nú á haustmánuðum og búið að auglýsa verkefnið og átti að byrja í Varmárskóla í Mosfellsbæ, en þá kemur enn ein bylgjan af Covid og vegna þessara 

Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása

  • 08.11.2021

Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása

Húsfyllir var á árlegri sviðaveislu Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði, semnvar haldin 30. október.  Veislan er fastur liður í starfi klúbbsins og búin að vinna sér ákveðinn sess í bæjarlífinu.  Félagar í klúbbnum sjá um öflun og verkun sviðanna og eiga að góða vini í hópi tómstundabænda á svæðinu.    Fjáröflun klúbbsins til góðgerðarmála byggir að stóru leyti á sviðaveislunni og auk þess sjávarréttakvöldi að vori. Fyrirtæki á svæðinu hafa verið velviljuð klúbbnum og

35.Villibráðarhátíð Hraunborgar í Sjónarhóli Kaplakrika, laugardaginn 6. nóvember 2021

  • 05.11.2021

35.Villibráðarhátíð Hraunborgar í Sjónarhóli Kaplakrika, laugardaginn 6. nóvember 2021

Villibráðar hátíð Hraunborgar er á morgun laugardaginn 6 nóvember í Kaplakrikanum og að venju er mikið um dýrðir hjá þeim félögum sem gera þennann dag ógleymanlegar fyrir öllum sem að honum koma.

Hér meðfylgjandi er Dagskráin , happadrættisskráin og allt sem þessum degi fylgir.

Orðsending frá Heklufélögum !

  • 27.10.2021

Orðsending frá Heklufélögum !


Ágætu Kiwanis klúbbar og félagar.

Stjórn Heklu er búin að vera á krísufundi og var þar ákveðið að fresta Lambaréttadeginum um óákveðinn tíma.
Þetta er gert vegna ástandsins í covid og fannst okkur ekki forsvaranlegt að halda hann,
bæði smithætta og klárlega minni þátttaka.

Hvatningardagar Kiwanis

  • 27.10.2021

Hvatningardagar Kiwanis

Þá eru loksins að fara af stað Hvatningadagar Kiwanis, en undirbúningur þessa verkefnis hófst 2019 en þegar verkefnið var tilbúið til prufukeyrslu fengum við Covid-19 veiruna í þjóðfélagið eins og alla heimsbyggðina þannig að verkefnið var sett í bið. En í byrjun starfsárs í október hófst vinna að fullu og nú er verkefnið klárt og verður byrjað í Mosfellsbæ þar sem Hjalti Árnason sem unnið hefur að krafti í þessu er með höfuðstöðvar sínar. Verkefnið er gert til

Kiwanisklúbburinn Elliði

  • 26.10.2021

Kiwanisklúbburinn Elliði

Stjórnarskipti í kiwanisklúbbnum  Elliða fóru fram mánudaginn 4. október 2021 á veitingastaðnum VOX þar sem við höldum okkar fundi.  Aðalsteinn Ingi Aðalsteinsson fyrrverandi umdæmisstjóri sá um stjórnarskiptin ásamt Árna Arnþórssyni félaga í klúbbnum og fórst þeim það vel úr hendi. Fráfarandi stjórn skipuðu Lúðvík Leósson forseti, Skæringur M. Baldursson kjörforseti, Ragnar Eggertsson féhirðir,  Björn Pétursson ritari, Sigmundur Smári Stefánsson fráfarandi forseti og Sveinn H. Gunnarsson meðstjórnandi. Nýja stjórn skipa eftirtaldir: Skæringur M Baldursson forseti,  Þröstur Eggertsson kjörforseti,  Ragnar Eggertsson féhirðir, Björn Pétursson ritari,  Lúðvík Leósson fráfarandi forseti og Sæmundur H Sæmundsson meðstjórnandi . Á fundinum var tekinn inn