Fréttir

Forseti Íslands tekur við fyrsta K-lykli 2022 !

 • 13.05.2022

Forseti Íslands tekur við fyrsta K-lykli 2022 !

Í dag kl 15:00 fór fram athöfn að Bessastöðum að viðstöddum blaðamönnum og sjónvarpstökumönnum, þar sem Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson veitti fyrsta k-lykli viðtöku en þetta er upphaf landssöfnunar Kiwanishreyfingarinnar “ Lykill að lífi ¨sem er til styrktar geðverndarmálum í landinu. Þetta er í 16 skiptið sem söfnunin fer fram og verður aðalsöfnunarhelgi okkar 20. til 22. maí.
Nú mun umfjöllun fara á fullt en 

Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið. 

 • 06.05.2022

Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið. 

Styrktarnefnd og forseti Heklu heimsóttu á miðvikudaginn 4. maí  Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið, endurhæfingamiðstöð krabbameinssjúkra.  Hekla hefur í fjöldamörk ár styrkt báða þessa aðila með fjárframlögum.  Hafa þessi félagasamtök stundum verið  aðalstyrkþegar í framhaldi af Lambaréttadegi klúbbsins en í önnur skipti hafa þeir verið að fá minni framlög en þó

Mosfell heiðrar Sigurð Skarphéðinsson !

 • 06.05.2022

Mosfell heiðrar Sigurð Skarphéðinsson !

Kiwanisklúbburinn Mosfell heiðraði Sigurð Skarphéðinsson Hixon-orðu á fundi klúbbsins þann 5. maí s.l. og gerðu hann að heiðursfélaga Mosfells, Sigurður hefur verið öflugur Kiwanisfélagi til margra ára.

Ósfélagar afhenda gjafir til leikskóla !

 • 05.05.2022

Ósfélagar afhenda gjafir til leikskóla !

Í dag afhentu félagar frá Ós brunabíl og hús til Leikskólans Sjónarhóls á Höfn en leikskólinn er Aukennisverkefni hjá Ós. Nefna má að fyrsta verkefni klúbbsins var að gefa þangað kastala. Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri tók formlega við leiktækjunum og viðstödd voru ýmsir leikskólastarfsmenn og börn á leikskólanum. Vildu börnin helst fara að leika sér en festa þarf leiktækin vel niður áður og mun verkstjóri áhaldhúss og menn hans að gera það. Verður það eflaust strax í næstu viku. Leiktækin eru að andvirði 3,5 milljón og ætlar Ós í tilefni 35 ára afmælis að gefa stórt til samfélagsins. Ýmislegt annað hafa Ósfélagar verið að gefa þar má nefa 500.000 kr til Kiwanis Children Fund barnahjálparsjóð Kiwanis í sérstaka Úkraínusöfnun á vegum þeirra. Þakka má þeim fjölmörgu sem

Umdæmisstjóri á 40 ára afmæli Tórshavn !

 • 02.05.2022

Umdæmisstjóri á 40 ára afmæli Tórshavn !

Kiwanis Tórshavn átti 40 ára afmæli og var okkur, mér og konu minni, Perlu Maríu ásamt Árna Haraldi úr Kötlu ásamt sinni konu, Sigrúnu Elfu á afmælishátíðina.
Við fengum frábærar móttökur frá félugum okkar í Færeyjum og vorum í skýjunum með þessa ferð sem stóð í þrjá daga.
Hátíðin sjálf var vegleg með veislumat og drykk. Kórsöng og strengjasveit skipuð ungum stúlkum spilaði þannig að það kallaði á gæsahúð hjá okkur.
Að sjálfsögðu var svo sungið og 

Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 23 apríl

 • 02.05.2022

Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 23 apríl

     Umdæmisstjóri Pétur Jökull setti fundinn kl. 10.35 og bauð alla velkomna til fundarins, bæði þá sem voru á staðnum, og þá sem voru á Teams.  Að því loknu bað Pétur Jökull, Björn Bergmann verðandi kjörumdæmisstjóra um að taka að sér fundarstjórn.       Björn þakkaði traustið og bað þátttakendur í fundinum um að kynna sig, og síðan var komið að skýrslum og reið Umdæmisstjóri á vaðið. Fram kom hjá Pétri að frá síðasta umdæmisstjórnarfundi hafi farið fram hjálmadreifing sem gekk vel að vanda undir styrkri stjórn Ólafs Jónssonar í Kiwanisklúbbnum Drangey og félaga hans í

Páskabingó Heklu á Hrafnistu

 • 20.04.2022

Páskabingó Heklu á Hrafnistu

Kiwanisklúbburinn Hekla stóð fyrir árlegu páskabingói á Hrafnistu í Laugarási mánudaginn 11. Apríl.  Spilaðar var í um hálfa aðra klukkustund og í vinninga voru páskaegg frá Góu og Freyju og konfektkassar frá Anton Berg/Innes ehf., auk þess að dregnir voru út nokkrir vinningar þar sem

Sælkerafundur hjá Helgafelli.

 • 02.04.2022

Sælkerafundur hjá Helgafelli.


Í Helgafelli var Sælkerafundurinn haldinn fimmtudaginn 31 mars. Á þessum fundi sér nefnd okkar um matinn sem skipuð er kokkum klúbbsins og eru bara matreiddir sjávarréttir. Nefndin var vel skipuð undir stjórn Gríms Gíslasonar og vefst það ekki fyrir þessum köppum að græja þetta með glæsibrag. Fundurinn var frábærlega vel sóttur en 107 félagar og gestir voru skráðir á fundinn sem er frábært enda sjá menn ekki eftir því að koma og borða gott fiskmeti og hafa gaman saman.
Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum og síðan var sýnt létt grínmyndband til að koma mönnum í gírinn og að því loknu kom Grímur Kokkur upp og kynnti sjávarrétti kvöldsins, og að því loknu bauð Tómas forseti félaga og gesti að ganga í hlaðborðið.
Að loknu borðhaldi var kokkum kvöldsins þakkaður frábær matur, og síðan var komið að erindi kvöldsins en þar var á ferð þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu Hermann Hreiðarsson, en það er saga að segja frá því að það var

Hekla styrkir Úkraínusöfnun Rauða krossins.

 • 29.03.2022

Hekla styrkir Úkraínusöfnun Rauða krossins.

Kiwanisklúbburinn Hekla boðaði til almenns fundar fimmtudaginn 24. Mars í sal Drúída í Mjódd. Þema fundarins var tengt stríðsátökunum í Úkraínu og aðstoð við flóttafólk, einkum börn, sem þaðan hafa flúið til Íslands. Hekla var með fjáröflun á Lambaréttadegi, sem haldinn var í lok Febrúar og höfðu stjórn og styrktarnefnd klúbbsins ákveðið að afrakstri þess kvölds skyldi að stórum hluta varið til styrktar Úkraínskum börnum á flótta til Íslands. Það var síðan niðurstaða styrktarnefndar að úthluta af þessu tilefni styrk til Úkraínusöfnunar Rauða kross Íslands og var fulltrúa Rauða krossins boðið á almennan fund Heklu, þar sem afhent var gjafabréf fyrir

Lambaréttadagurinn 2021 loksins haldinn.

 • 29.03.2022

 Lambaréttadagurinn 2021 loksins haldinn.

Eftir langa bið með ítrekuðum frestunum, tókst Heklufélögum loks að halda fjáröflunarsamkomu sína, Lambaréttadaginn, þann 25. Febrúar síðastliðinn.
Þessi samkoma, sem hefur verið árviss viðburður hjá Heklu, haldinn á haustdögum, féll niður vegna kóvid faraldursins árið 2020 en á haustdögum 2021, var allur undirbúningur langt kominn og lítið eftir nema opna húsið, þegar faraldurinn fór aftur á fulla ferð og neyddi okkur Heklufélaga til að fresta samkomunni enn og aftur. Það var svo ekki fyrr en 25. Febrúar að staðan var orðin þannig í faraldrinum, að öruggt þótti að blása til 

Fréttapistill frá Kiwanisklúbbnum Elliða !

 • 23.03.2022

Fréttapistill frá Kiwanisklúbbnum Elliða !

Frá síðasta fréttabréfi okkar í Elliða höfum við haldið 5 fundi. Tvo félagsmálafundi og  þrjá almenna fundi

Á almennum fundi sem haldinn var 7 febrúar vorum við með þorramat, sem okkur þótti tilhlýðilegt á þessum tíma.  Gestur þess fundar var Gísli Einarsson 
sjónvarps- og útvarpsmaður  sem fór á kostum eins og hans er von og vísa, sagði sögur og brandara.

 Á fundi  sem haldinn var 21. febrúar  og var var einnig almennur fundur var gestur okkar Ragnar Jónasson kennari og mikill áhugamaður um sögu
 dráttarvéla (traktorsins) á Íslandi og ræddi hann um þetta áhugamál sitt og svaraði spurningum okkar og var þetta 

Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 19 febrúar 2022.

 • 25.02.2022

Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 19 febrúar 2022.

Umdæmisstjóri setti fundinn kl 10.35 og afhenti Birni Bergmann fundarstjórn. Og hóf Björn fundinn á því að biðja menn um að kynna sig bæði þeir sem eru í sal og þeir sem eru á Teams. Umdæmisstjóri hóf síðan dagskrá á flutningi sinni skýrslu og sagði frá því sem hann hefur verið að gera frá síðasta umdæmisstjórnarfundi m.a í hanns máli vill hann fjölmenna á Evrópuþingið í Vínarborg og styðja við bakið á Gunnsteini og framboð hanns til Evrópuforseta. Björn fór yfir skýrslu umdæmisritara vegna fjarveru Guðna, og  Jóhanna kjörumdæmisstjóri  kom næst með skýrslu umdæmisféhirðis í fjarveru Svavars en hann er með Covid. Jóhanna kom síðan aftur upp í pontu  með sína skýrslu sem kjörumdæmisstjóri.
Næst voru umræður opnaðar um 

Kótilettukvöld Keilis !

 • 21.02.2022

Kótilettukvöld Keilis !

Kótilettukvöld Keilis verður haldið föstudaginn 11 mars.

Erlingur Hannesson forseti Keilis er veislustjóri.

Ólafur Tómas Guðbjartsson ( Dagbók urriða ) er ræðumaður kvöldsins.

Happdrætti glæsilegir vinningar í boði.

Afhending á Lunda ársins.

Miðaverð er kr. 6.500,-

Það er hægt að skrá sig á kvöldið með því að afrita ( copy )  slóðina hér fyrir neðan og líma (paste ) í vafra.


https://www.facebook.com/events/4954200984618880/?ref=newsfeed

LOKSINS, LOKSINS !

 • 11.02.2022

LOKSINS, LOKSINS !

Lambaréttadagur Kiwanisklúbbsins Heklu verðu  nú föstudaginn 25. febrúar nk. í sal Drúída í Mjódd. Húsið opnar kl. 18:30
Eins og venjulega er góð dagskrá, ræðumaður verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur, veislustjóri og skemmtikrafturi Örn Árnason, málverkauppboð Jón Guðmundsson og happdrætti
og að sjálfsögðu góður matur.

Hekla afhendir viðurkenningar !

 • 05.02.2022

Hekla afhendir viðurkenningar !

Á félagsmálafundi sem haldin var 2. febrúar voru afhentar viðurkenningar til tveggja félaga, þeirra Sigurðar R Péturssonar og Stefáns Guðnasonar.  Þessi viðurkenningarskjöl stóð til að afhenda á jólafundi Heklu í desember síðastliðnum, en þar sem sá fundur féll niður, frestaðist afhending viðurkenninga til næsta fundar, sem vegna kóvidfaraldursins var ekki haldinn fyrr en 2. febrúar.
Sigurður R. Pétursson gekk í Kiwanishreyfinguna 12. desember 1976 og var því veitt 45 ára heiðursskjal og merki.  Sigurður hefur

Hekla styrkir Björgunarsveitina Ársæl.

 • 05.02.2022

Hekla styrkir Björgunarsveitina Ársæl.

Heklufélagar heimsóttu Björgunarsveitina Ársæl í björgunarmiðstöð þeirra úti á Granda, skoðuðu þar aðstöðuna og tækjakost og afhentu sveitinni staðfestingu á styrkveitingu Heklu til björgunarsveitarinnar.
Hekla og Björgunarsveitin Ársæll hafa í mörg undanfarin ár haft samstarf um flugeldasýningu á Þrettándanum við Hrafnistuheimilin í Hafnarfirði og á Laugarási í Reykjavík.  Í tengslum við

Nýir félagar í Helgafell !

 • 04.02.2022

Nýir félagar í Helgafell !

Félagsmálafundur var haldinn í gærkvöldi þann 3 febrúar og var mjög góð mæting en ekki hefur verið hægt að funda í Helgafelli síðan 12 nóvember s.l og voru félagar ánægðir að vera komnir í Kiwanisstarfið aftur. Þar sem þorrablótið okkar var aflýst í ár ákvað stjórnin að breyta til og bjóða upp á þorrahlaðborð svo félagar fengju nú súrmað og allt sem tilheyrir góðum þorramat, en það var félagar úr þorrablótsnefnd Grímur Kokkur og Sigvard Hammer sem sáu um matinn sem var gjörsamlega frábær og 

Auðkennisverkefnasamkeppni Kiwanis International 2022

 • 06.01.2022

Auðkennisverkefnasamkeppni Kiwanis International 2022

Kiwanis International hefur undanfarin 5 ár staðið fyrir þessari samkeppni. Hvert umdæmi tilnefnir verkefni eins klúbbs í sínu umdæmi sem uppfyllir skilyrði til að geta talist „auðkennisverkefni“. 
Undanfarin þrjú ár hefur Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar tekið þátt og til stendur að gera það einnig 

Gleðilegt nýtt ár !

 • 31.12.2021

Gleðilegt nýtt ár !

Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar óskar öllum gleðilegs nýs árs og takk fyrir þau gömlu góðu !

Jólakveðja

 • 23.12.2021

Jólakveðja