Fréttapistill frá Kiwanisklúbbnum Elliða !

Fréttapistill frá Kiwanisklúbbnum Elliða !


Frá síðasta fréttabréfi okkar í Elliða höfum við haldið 5 fundi. Tvo félagsmálafundi og  þrjá almenna fundi

Á almennum fundi sem haldinn var 7 febrúar vorum við með þorramat, sem okkur þótti tilhlýðilegt á þessum tíma.  Gestur þess fundar var Gísli Einarsson 
sjónvarps- og útvarpsmaður  sem fór á kostum eins og hans er von og vísa, sagði sögur og brandara.

 Á fundi  sem haldinn var 21. febrúar  og var var einnig almennur fundur var gestur okkar Ragnar Jónasson kennari og mikill áhugamaður um sögu
 dráttarvéla (traktorsins) á Íslandi og ræddi hann um þetta áhugamál sitt og svaraði spurningum okkar og var þetta 

mjög skemmtilegur fundur.

 Á fundi 21. mars kom til okkar Dr. Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur og eigandi JG Heilsueflingar og sagði frá sínu fyrirtæki og hvernig við gætum orðið
 frískari í ellinni með því að stunda líkamsrækt og almennt að hreyfa okkur  og halda í gleðina. Þessi fundur var mjög fróðlegur og skemmtilegur.

Félagsmálafundirnir hafa yfirleitt verið mjög líflegir og menn skipst þar á skoðunum um starfið í klúbbnum, og í hreyfingunni, þar sem okkur finnst stundum vanta 
á að embættismenn hreyfingarinnar mættu láta sjá sig meira, Við eigum ekki að þurfa að hringja og biðja þá um að koma í heimsókn þeir eiga að tala við okkur 
og láta okkur vita að þeir vilji fá að koma í heimsókn og ræða við okkur um starfið.

Afmælisnefnd klúbbsins vegna 50 ára afmælis næsta haust hefur verið að störfum og fundað reglulega undir styrkri  stjórn formanns nefndarinnar Sæmundar H Sæmundssonar.

Mæting á fundi hefur yfirleitt verið góð.

Með Kiwaniskveðju

Gísli Einarsson

Forseti og Ragnar Jónasson

Janus Guðlaugsson