Sælkerafundur hjá Helgafelli.

Sælkerafundur hjá Helgafelli.



Í Helgafelli var Sælkerafundurinn haldinn fimmtudaginn 31 mars. Á þessum fundi sér nefnd okkar um matinn sem skipuð er kokkum klúbbsins og eru bara matreiddir sjávarréttir. Nefndin var vel skipuð undir stjórn Gríms Gíslasonar og vefst það ekki fyrir þessum köppum að græja þetta með glæsibrag. Fundurinn var frábærlega vel sóttur en 107 félagar og gestir voru skráðir á fundinn sem er frábært enda sjá menn ekki eftir því að koma og borða gott fiskmeti og hafa gaman saman.
Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum og síðan var sýnt létt grínmyndband til að koma mönnum í gírinn og að því loknu kom Grímur Kokkur upp og kynnti sjávarrétti kvöldsins, og að því loknu bauð Tómas forseti félaga og gesti að ganga í hlaðborðið.
Að loknu borðhaldi var kokkum kvöldsins þakkaður frábær matur, og síðan var komið að erindi kvöldsins en þar var á ferð þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu Hermann Hreiðarsson, en það er saga að segja frá því að það var

settur á æfingaleikur ÍBV og Leiknis í Reykjavík og því útlit að Hermann yrði ekki kominn í hús fyrr en 21:30 sem hefði verið og seint, en við deyjum ekki ráðalausir Hermanni var ekið úr Reykjavík á Hellu þar sem Guðmundur Alfreðsson félagi í Helgafelli flaug á fisvél sinni og lenti við Stracta Hótelið og tók kappann uppí og flaug með hann til eyja þannig að Hermann var mættur í hús rétt áður en borðhaldi lauk og berum við Guðmundi bestu þakkir fyrir þetta frábæra framtak að fljúga eftir Hermanni.
Hermann flutti síðan gott erindi um leikmannamál og væntingar sumarsins ásamt öllu því sem fylgir svona starfi sem þjálfari í efstu deild. Hermann svaraði síðan spurningum úr sal, en það er þannig að allir hafa álit á fótbolta og miklir sérfræðingar út um allt.
Að loknu erindi Hermanns færði forseti honum þakklætisvott frá klúbbnum og óskaði eftir góðu gengi á komandi sumri. Fundinum lauk síðan eins og hann hófst á venjulegum fundarstörfum og síða sleit forseti fundi, og menn áttu síðan góðar stundir saman í Kiwanishúsinu í spjalli og snóker og allt það sem okkar frábæra aðstaða bíður upp á.

TS.

MYNDIR HÉR