Hekla afhendir viðurkenningar !

Hekla afhendir viðurkenningar !


Á félagsmálafundi sem haldin var 2. febrúar voru afhentar viðurkenningar til tveggja félaga, þeirra Sigurðar R Péturssonar og Stefáns Guðnasonar.  Þessi viðurkenningarskjöl stóð til að afhenda á jólafundi Heklu í desember síðastliðnum, en þar sem sá fundur féll niður, frestaðist afhending viðurkenninga til næsta fundar, sem vegna kóvidfaraldursins var ekki haldinn fyrr en 2. febrúar.
Sigurður R. Pétursson gekk í Kiwanishreyfinguna 12. desember 1976 og var því veitt 45 ára heiðursskjal og merki.  Sigurður hefur

 gegnt öllum embættum Kiwanishreyfingarinnar m.a. umdæmisstjóri, svæðisstjóri og fimm sinnum forseti klúbbsins.
 Stefán K. Guðnason gekk í Kiwanishreyfinguna 16. september 1986 og var því veitt 35 ára heiðursskjal og merki.  Stefán hefur gegnt öllum embættum klúbbsins og var forseti einu sinni.
Báðir hafa þeir félagar reynst mikilvægir félagar og dugmiklir nefndarmenn og eru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu klúbbsins.