Lambaréttadagurinn 2021 loksins haldinn.

Lambaréttadagurinn 2021 loksins haldinn.


Eftir langa bið með ítrekuðum frestunum, tókst Heklufélögum loks að halda fjáröflunarsamkomu sína, Lambaréttadaginn, þann 25. Febrúar síðastliðinn.
Þessi samkoma, sem hefur verið árviss viðburður hjá Heklu, haldinn á haustdögum, féll niður vegna kóvid faraldursins árið 2020 en á haustdögum 2021, var allur undirbúningur langt kominn og lítið eftir nema opna húsið, þegar faraldurinn fór aftur á fulla ferð og neyddi okkur Heklufélaga til að fresta samkomunni enn og aftur. Það var svo ekki fyrr en 25. Febrúar að staðan var orðin þannig í faraldrinum, að öruggt þótti að blása til 

veislu og var það gert með pompi og prakt í sal Drúída í Mjódd.
Jóhannes Kristjánsson messar yfir gestum Heklu
Samkoman þótti takast vel - að vísu voru seldir aðgöngumiðar heldur færri en mörg undanfarin ár en á móti kom að vel tókst til með sölu listaverka og happdrættismiða og var afkoma kvöldsins síst lakari en oft áður, þegar mæting var betri. Heklufélagar vilja því þakka sínum góðu gestum þátttökuna og vonum og trúum að þeir sem keyptu hjá okkur myndir hafi gert góð kaup og að þeir sem happdrættisvinninga hlutu, hafi komið sælir með þá heim.

Birgir Benediktsson, Sigurður R Pétursson, Stefán Guðnason og Óskar Guðjónsson

Jóhannes Kristjánsson messar yfir gestum Heklu.