Umdæmisstjóri á 40 ára afmæli Tórshavn !

Umdæmisstjóri á 40 ára afmæli Tórshavn !


Kiwanis Tórshavn átti 40 ára afmæli og var okkur, mér og konu minni, Perlu Maríu ásamt Árna Haraldi úr Kötlu ásamt sinni konu, Sigrúnu Elfu á afmælishátíðina.
Við fengum frábærar móttökur frá félugum okkar í Færeyjum og vorum í skýjunum með þessa ferð sem stóð í þrjá daga.
Hátíðin sjálf var vegleg með veislumat og drykk. Kórsöng og strengjasveit skipuð ungum stúlkum spilaði þannig að það kallaði á gæsahúð hjá okkur.
Að sjálfsögðu var svo sungið og 

spilað undir á hamoniku og gítar og stiginn dans.
Við fengum líka skoðunarferð um eyjar og firði, skoðuðum bústaðinn sem þeir eiga og Kiwanishúsið þeirra þar sem stuttur fundur var haldinn og okkur kynntar reglur og daglegur rekstur hjá þeim.
Síðasta kvöldið var okkur svo boðið á steikhús með félagsmönnum og mökum.
Eyjarnar eru mjög fallegar og snyrtimennska til fyrirmyndar og fólkið frábært. Takk fyrir okkur Færeyingar !
 
Pétur Jökull Hákonarson

 

 

Fleiri myndir HÉR