Intaka nýrra félaga í Mosfell !

Intaka nýrra félaga í Mosfell !


Í gærkvöldi var fundur hjá Kiwanisklúbbnum Mosfelli haldinn í Golfskálanum í Mosfellsbæ og á þessum fundi tóku þeir inn hvorki meira en minna inn 5 nýja félaga í klúbbinn. Þessir nýju félagar eru Ásgeir Sverrisson, Elvar Trausti Guðmundsson, Guðbjörn Gústafsson, Sigurðuir Valur Fjelsted og Sigurvin Jón Kristjánsson, og bjóðum við þessa nýju félaga velkomna í Kiwanishreyfinguna. Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson var gestur á fundinum og sá hann um inntökuna ásamt Haraldi V Haraldssyni forseta Mosfells. Umdæmisstjóri færði klúbbnum einnig Afmælisgjöf en klúbburinn varð

20 ára þann 1 nóvember s.l. Hjalti Árnason formaður Kynningar ogl markaðsnefndar flutti góða hvatningarræðu um málefni sem hreyfingin gæti tekið á til styrktar börnum og hlaut hann góðar undirtektir með þessar hugmyndir. Þetta var góður fundur hjá frábærum klúbbi sem gaman er að heimsækja og þakkar Umdæmisstjóri fyrir höfðinglegar móttökur.

TS.