Fréttir

Vinnustaðafundur

 • 15.02.2018

Vinnustaðafundur

​ Frábær vinnustaðafundur Jörfafélaga haldinn hjá Össur sem var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.  Össur Kristinsson, sem stofnaði fyrirtækið, fann upp sérstakar hulsur fyrir gerfifætur sem olli byltingu og er enn framleiðsluleyndarmál fyrirtækisins sem nú er eitt af leiðandi stoðtækjafyrirtækjum  á heimsvísu.   ​ Hjá þvi starfar nú 3000 starfsmenn í 20 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins  og miðstöð þróunar eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði. ​  Metnaður   í vöruþróun  er mikill og einnig  starfsmannamálum  ljóst að fyrirtækið ber hróður Íslands vítt um heim.    Myndir hér      GHG

Konudagsblóm

 • 15.02.2018

Konudagsblóm

Nú í ár ber konudaginn upp á 18.febrúar og er Jörfi með sölu á blómavöndum eins og undanfarin ár, verðið er kr. 4.500 fyrir vöndinn.  Háttur Jörfafélaga við sölu er sá sami, selt er fyrirfram og skráð niður nafn og heimilisfang viðtakanda og er bómunum síðan ekið heim á konudaginn milli kl. 10-13.00.

Ós gefur öryggisvesti fyrir börn !

 • 10.02.2018

Ós gefur öryggisvesti fyrir börn !

Kiwanisklúbburinn Ós gaf 8 öryggisvesti sem forvörn fyrir börn á námskeiðum hjá Hestamannafélaginu Hornfirðingi. Formaður Hornfirðings Pálmi Guðmundsson og Snæja kennari námskeiðana með nokkrum barnana veittu veittu vestunum viðtöku. Sex félagar mættu og aðstoðu börnin að klæðast þeim.

Bæjarstjóri í heimsókn hjá Keilismönnum !

 • 09.02.2018

Bæjarstjóri í heimsókn hjá Keilismönnum !

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar var gestur Keilismanna í kvöld.  Aldeilis fínn fundur þar sem farið var yfir öll þau mál sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur verið að glíma við.  Kjartan Már var skemmtilegur og svaraði spurningum fundarmanna vel og skilmerkilega.  Hann fékk Ævar bangsa og fána klúbbsins að gjöf sem þakklætisvott fyrir komuna.  Hann sagði að Ævar bangsi fái góðan stað á skrifstofu sinni.
 

Rannveig Jóhannsdóttir á fundi hjá Hraunborgu !

 • 09.02.2018

Rannveig Jóhannsdóttir á fundi hjá Hraunborgu !

Á fundi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar var gestur okkar Rannveig Jóhannsdóttir og menntun hennar og störf eru
Iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskólanum og Véltæknifræðingur með fókus á framleiðslufræði frá DTU Kaupmannahöfn og Framleiðslustjóri í Bláa Lóninu (Bláa Lóns vörurnar) Framleiðslustjóri/gæðastjóri/sérfræðingur Elkem Ísland
Verksmiðjustjóri Elkem Indland og Innovation Champion.
Fyrirlestur hennar var sérstaklega áhugverður þar sem hún greindi frá starfi sínu á vegum Elkem á Indlandi þar sem hún innleiddi öryggiskröfur í klæðnaði, verkferlum og í umhverfi sem var 

Almennur fundur Jörfa 05.02.2018

 • 05.02.2018

Almennur fundur Jörfa 05.02.2018

Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir var með fyrirlestur um " Nýjungar og þróun hjartainngripa. Hún er einn fremsti þræðingarlæknir landsins  og var fyrirlestur hennar sérstaklega gerður fyrir okkur. Þetta var mjög fræðandi fyrirlestur hjá Ingibjörgu. Á fundin mættu 17 Jörfa félagar og 11 gestir og voru Heklu félagar í meirihluta gesta. Myndir hér

Kiwanisklúbburinn Askja 50 ára !

 • 02.02.2018

Kiwanisklúbburinn Askja 50 ára !

Þann 6 janúar sl. hélt Askja uppá 50 ára afmæli sitt með veglegu kaffi samsæti sem öllum hreppsbúum og gestum þeirra var boðið í .
Slysavarnardeildin Sjöfn sá um veitingarnar sem voru hinar glæsilegustu. eftir kaffið var kveikt í þrettándabrennuni þar sem Askja var með veglega flugeldasýningu. Hér koma nokkrar myndir frá afmælinu, sem má nálgast með því að klikka á fyrirsögnina.

Öskjufélagar halda Bingó !

 • 02.02.2018

Öskjufélagar halda Bingó !

Einn af föstum liðum í starfsem Öskju á Vopnafirði er jólabingó  það var haldið þann 28 des síðstliðinn og sló aðsókn öll met að þessu sinni  
Myndir má nálgast hér að neðan með því að klikka á fyrirsögnina.

Ævar bangsi.

 • 01.02.2018

Ævar bangsi.

Það er hefð fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.

Bangsinn hefur fengið nafnið Ævar og er hann til minningar um Ævar Guðmundsson fyrrverandi Keilismanns sem lést árið 2008.  Fjölskylda Ævars styrkti verkefnið Kiwanisklukkan og hefur verið afhentur styrkur í nafni Ævars síðan þá.

Formúluráðstefna 27 janúar 2018.

 • 29.01.2018

Formúluráðstefna 27 janúar 2018.

Um helgina var haldin frábær og vel heppnuð ráðstefna í Kiwanishúsinu að Bíldshöfða, en þetta var um Formúluna sem Kiwanishreyfingin hefur sett á stað um fjölgun félaga og stofnun nýrra klúbba. Mæting var góð og setta fundarstjóri Haukur Sveinbjörnsson f.v Umdæmisstjóri ráðstefnuna stundvíslega kl 13.00 og bauð Umdæmisstjóra Konráð Konráðsson að koma í pontu. Konráð þakkaði Kiwanisfélögum fyrir að taka þessi formúluembætti að sér fyrir hönd síns klúbbs og hreyfingarinnar og sagði að markmið með þessu er að marka stefnu um fjölgun félaga og klúbba í Umdæminu. Óskar Guðjónsson kjörforseti Evrópu tók næstur til máls, og sagði að kröfur til formúlufulltrúa væru miklar til að halda áfram þessu langhlaupi sem fjölgunar málin eru. Okkar Evróputrustee Ernest Smith hélt erindi og Eyþór Einarsson kjörumdæmisstjóri fór yfir stefnumótun til ársins 2022 en formúlan er stór þáttur í þeirri stefnumótun. Hjördís Harðardóttir formaður formúlunefndar tók næst til máls og fór yfir formúluna, og hóf erindið á skemmtilegum orðaleik þar sem ráðstefnugestir eiga að 

Formúluráðstefna laugardaginn 27.janúar 2018

 • 28.01.2018

Formúluráðstefna laugardaginn 27.janúar 2018 Eitt af markmiðum umdæmisins eins og fram kemur í nýrri stefnumótum er að efla, styrkja og viðhalda fjölda Kiwanisfélaga og ná því að fjölga félögum í 1.000 fyrir árið 2022. Til þess að ná þessu markmiði ætlar umdæmið að virkja svokallað formúluverkefni. Þetta verkefni er alheimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar sem hófst árið 2013 fyrst í Bandaríkjunum og síðar í Evrópu.   Verkefnið fékk heitið The Formula vegna þess að það byggist á því að það sé einhver formúla á bak við allt og formúlan á bak við framtíð og velgengni Kiwanishreyfingarinnar erum við félagarnir.    Það hefur sýnt sig að það hefur orðið fjölgun hjá þeim umdæmum sem hafa virkjað formúluverkefnið  og þess vegna ætlar Umdæmið Ísland – Færeyjar að feta í fótspor þeirra. Til þess að það sé hægt þarf hópur fólks að koma að þessu verkefni:    Formúlutengiliður frá umdæminu ( formaður )     Tveir Formúlu ráðgjafar úr hverju svæði    Allir klúbbar með sinn Formúlu leiðtoga Þarna voru mættir félagar frá flestum klúbbum á Íslandi. Vantaði aðeins félaga frá fjórum klúbbum. Haukur Sveinbjörnsson var fundarstjóri. Umdæmisstjóri Konráð Konráðsson setti ráðstefnuna. Ávarp flutti kjör-Evrópuforseti, Óskar Guðjónsson Þá flutti Ernest Schmid, ráðgjafi KI fyrir umdæmið erindi. Rætt var um stefnumál klúbba og umdæmisins. Þá kynnti Hjördís Harðardóttir Formúluverkefnið.  Síðan fóru fram allskonar umræður og hópvinna um hin ýmsu aðferðir í sambandi við fjölgun og fl. Ræðumaður kom á fundin og hélt bráðskemmtilegt og fróðlegt erindi. Hann heitir Pálmar Ragnarsson hann er með BS,  í sálfræði og MS í viðskiptafræði. Ræddi hann um jákvæð samskipti: Allir jafnir.  (allir eru jafnmikil vægir ) Hlusta á viðkomandi Hrósa (breytir öllu í samskiptum) Kveikja áhuga Jákvæðni-neikvæðni = áhrifin þau sömu á sinn hátt á menn og málefni. 

Formúluráðstefna á Bíldshöfða

 • 26.01.2018

Formúluráðstefna á Bíldshöfða

Laugardaginn 27. janúar er haldin Formúluráðstefna í Reykjavík á vegum fjölgunarnefndar umdæmisins. Þangað hefur verið boðið Formúlufulltrúum klúbba og Formúluráðgjöfum svæða ásamt svæðisstjórum og kjörsvæðisstjórum. Á dagskrá, sem hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 18:00, er kynning á Formúlunni og fyrirlestrar um efni sem tengjast fjölgun félaga. Stór hluti af dagskránni fer í hópavinnu þar sem Formúlufulltrúar vinna saman að því að skilgreina og skipuleggja verkefnið sem framundan er. Sérstakur gestur á ráðstefnunni er Ernest Schmid, ráðgjafi KI fyrir umdæmið.

Fjölmennur fundur hjá Mosfelli !

 • 25.01.2018

Fjölmennur fundur hjá Mosfelli !

 Mosfellingar héldu fjölmennanfund í gær 24. janúar. Í heimsókn voru félagar frá Eldborg, Eldey og Kötlu sem héldu sinn 1199. fund með Mosfellingum.  Aðal ræðumaður var Guðlaugur Kristjánsson formaður fræðslunefndar Umdæmisins. Var hann með fræðslu sem hann tileinkaði aðallega væntanlegum félögum í Mosfelli.  Einnig var hann með spurningakeppni á milli boðanna í salnum þar sem einn snjallsími við hvert borð tengdist tölvu Guðlaugs og svaraði valmöguleika spurningum sem hann setti á skjáinn. Bar borð Eldeyjar sigur úr bítum. Sagði Guðlaugur að þetta væri lokaæfing fyrir fræðslufund sem hann yrði með í Prag um helgina. Konráð Umdæmisstjóri talaði um Happy child verkefnið og Eyþór kjörumdæmisstjóri sagði frá Formúluráðstefnu sem fram fer á

Svæðisstjóri í heimsókn hjá Hraunborgu !

 • 25.01.2018

Svæðisstjóri í heimsókn hjá Hraunborgu !

Á fundi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í kvöld var Björn Bergmann Kristinsson svæðisstjóri Ægissvæðis gestur okkar og fræddi okkur um starfið í svæðinu og í umdæminu og ræddi um Evrópskt styrktarverkefni undir markmiðinu "Happy child" sem er að styrkja börn á flótta og það ætti að beina sjónum að börum í Sýrlandi. Hann hrósaði okkur fyrir starfið og þótt okkur hrósið gott. Síðan var

Sólborg, Dyngja og Varða funda saman.

 • 23.01.2018

Sólborg, Dyngja og Varða funda saman.

Mánudaginn 22 janúar héldu klúbbarnir Sólborg, Dyngja og Varða sameiginlegann fund í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði og var þar glatt á hjalla enda þessir klúbbar allir skipaðir frábærum konum, og áttu þær saman fróðlegann og skemmtilegan fund í Hafnarfirðinum eins og meðfylgjandi myndir sína.

Styrkveitingar hjá Heklufélögum.

 • 17.01.2018

Styrkveitingar hjá Heklufélögum.

Kiwanisklúbburinn Hekla afhenti tvo styrki í dag 17. janúar. Það var til Íþróttasambands fatlaðra en þeir eru að búa sig undir að fara á 
Vetra Paralympics í Suður-Kóreu nú í mars n.k. og munu senda tvo 
keppendur á skíðum.
Hinn styrkurinn fór til Ljóssins, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
Það var forseti Heklu og styrktarnefnd sem veittu styrkina. 

Kiwanisklúbburinn Hekla.

Erindi hjá Hraunborgarfélögum !

 • 11.01.2018

Erindi hjá Hraunborgarfélögum !

Á fyrsta fundi okkar Hraunborgarfélaga á nýju ári og var gestur okkar Guðmundur Hagalín Guðmundsson sem gegnt hefur stjórnarstörfum í flestum geirum raforkumála og ræddi sérstaklega um raforkumál á Vestfjörðum og einnig hina ýmsu flöskuhálsa í flutningskerfinu hringinn í kringum landið. Það kom fram að mikil olíunotkun fer í notkun við díselrafstöðvar fyrir vestan til að tryggja raforkuöryggi svæðisins og áríðandi væri að skapa meira öryggis með virkjunum fyrir vestan og tenginum við

Almennur fundur 8.jan 2018

 • 09.01.2018

Almennur fundur 8.jan 2018

Fyrsti fundur Jörfa á árinu 2018 var haldinn að Bíldshöfða 12 8.janúar. Þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði. Mættir voru 21 félagi og einn gestur. Fyrirlesari var Sölvi Sveinsson fyrrum skólameistari og sagði hann frá ferðalagi sínu til Írans í máli og myndum. Var þetta mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Sölva. Myndir

Frétt frá Heklufélögum !

 • 07.01.2018

Frétt frá Heklufélögum !

Á þrettándanum 6. janúar, voru Heklufélagar með flugeldasýningu fyrir heimilisfólkið á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Það var Björgunarsveitin Ársæll sem sá um sýningarnar og tókust þær í alla staði mjög vel.
Einnig heimsóttum við vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi fyrir jólin og gáfum vistmönnum þar jólagjafir sem hefur verið árvisst í mörg ár.
Í hádeginu á 

Jólakveðja frá Skjálfanda !

 • 23.12.2017

Jólakveðja frá Skjálfanda !