Sólborgarfréttir.

Sólborgarfréttir.


Starfið hjá okkur í Sólborgu fer vel af stað þann 5.október voru stjórnarskiptin með mökum, þann 8. október var haldinn félagsmálafundur þar sem línurnar voru lagðar fyrir veturinn og nú síðastaliðinn mánudag 22. október var almennur fundur.
 Félagar mættu á svæðið tímanlega og ræddu málefni líðandi stundar í kósýhorninu og klukkan 19.30 var slegið til fundar. Fundurinn hófst með hefðbundnum hætti en eftir matarhlé hélt Dalla Ólafsdóttir gestafyrirlesari frá Ferðafélagi barnanna (sem er deild innan Ferðafélags Íslands) erindi um

starfsemina hjá þeim. Dalla hafði frá mörgu skemmtilegu að segja úr eigin lífi og þeim ævintýrum sem hún og hennar fjölskylda hafa ratað í. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og spennandi. Gaman að sjá hvað verið er að gera með börnum og unglingum í þessum ferðum, þar sem þau fá að upplifa íslenska náttúru á spennandi hátt. Svo fá mömmur og pabbar og meira að segja afar og ömmur að koma með. Eftir kynningu Döllu tóku við hefðbundin fundastörf þar sem lokið var við afhendingu skipunarbréfa, samþykkt félagsgjald starfsársins, rætt og samþykkt fjáröflun klúbbsins, rætt um komandi dagskrá vetrarins og afmæli klúbbsins og fleira. Líflegur og skemmtilegur fundur. Eftir góðan fund fékk Dalla smá þakklætisvott frá klúbbnum sem var fáni klúbbsins ásamt lítilli gjafaöskju með snyrtivörum.