Umdæmisþing föstudagur.

Umdæmisþing föstudagur.


Þegar fræðslu embættismanna var lokið í Hlégarði var tekið hádegisverðarhlé þar sem boðið var uppá súpu og brauð. Eftir hédegisverðarhlé var haldið áfram með dagskrá og var kynning og kennsla á Office 365 í aðalsal og sá Stefán Brandur Jónsson félagi í Ós um þennann málaflokk en þetta kerfi bíður upp á marga möguleika fyrir okkar hreyfingu. Aðalfundur Tryggingasjóðs var síðan haldinn í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ og þar var

Stjórn endurkjörin að viðbættum einum varamanni í stjórn. Þrjár málstofur voru í boði í Hlégarði, í aðalsal fór fram málstofa um Stefnumótun og Formúlu, í sal B var ný Persónuverndaryfirlýsing umdæmisins til kynningar og umræðu og í setustofu var K-dagur til umræðu.