Lundakvöld hjá Keili !

Lundakvöld hjá Keili !


Lundakvöld Kiwanisklúbbsins Keilis var haldið föstudaginn 11 október 2018.  Á Lundakvöldi er einstaklingur heiðraður sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins eða bæjarbúa Reykjanesbæjar.  Verðlaunagripurinn er uppstoppaður Lundi á steini ásamt verðlaunaplötu og skjali.  Lundinn hefur verið afhentur á Lundakvöldi síðan 2002 og var því  afhentur í 17 skiptið.  
Lundi ársins 2018 er Elenora Rós Georgsdóttir, hún er dóttir Ragnhildar Ævarsdóttur og George Coots, það má 

geta þess að afi Elenoru var einn af stofnfélögum í Kiwanisklúbbnum Keili.
Elenora er bakaranemi sem á sér þann draum heitastan að reka sitt eigið bakarí í framtíðinni, hún er mjög efnilegur bakari sem fékk þá hugmynd að baka til góðs, Elenora afhenti ágóða af sölu sinni árið 2017 til Barnaspítala Hringsins um hálfa milljón króna, hún lét ekki staðar númið þar heldur tók hún þátt í Reykjavíkurmaraþoni sama ár og hljóp þá fyrir Barnaspítala Hringsins.  Nú í sumar tók hún aftur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði þá kr. 100 þúsund sem hún hljóp til styrktar Ljósinu. 
Maður þarf ekkert að gefa margar milljónir til að láta gott af sér leiða, það er bara mikilvægt að vera góður við náungann eru góð einkunarorð Lundans í ár.
Lundi ársins er glæsileg fyrirmynd ungs fólks sem lætur drauma sína rætast um leið og hún lætur gott af sér leiða.