Fréttir

Svæðisstjóri í heimsókn hjá Hraunborgu !

 • 25.01.2018

Svæðisstjóri í heimsókn hjá Hraunborgu !

Á fundi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í kvöld var Björn Bergmann Kristinsson svæðisstjóri Ægissvæðis gestur okkar og fræddi okkur um starfið í svæðinu og í umdæminu og ræddi um Evrópskt styrktarverkefni undir markmiðinu "Happy child" sem er að styrkja börn á flótta og það ætti að beina sjónum að börum í Sýrlandi. Hann hrósaði okkur fyrir starfið og þótt okkur hrósið gott. Síðan var

Sólborg, Dyngja og Varða funda saman.

 • 23.01.2018

Sólborg, Dyngja og Varða funda saman.

Mánudaginn 22 janúar héldu klúbbarnir Sólborg, Dyngja og Varða sameiginlegann fund í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði og var þar glatt á hjalla enda þessir klúbbar allir skipaðir frábærum konum, og áttu þær saman fróðlegann og skemmtilegan fund í Hafnarfirðinum eins og meðfylgjandi myndir sína.

Styrkveitingar hjá Heklufélögum.

 • 17.01.2018

Styrkveitingar hjá Heklufélögum.

Kiwanisklúbburinn Hekla afhenti tvo styrki í dag 17. janúar. Það var til Íþróttasambands fatlaðra en þeir eru að búa sig undir að fara á 
Vetra Paralympics í Suður-Kóreu nú í mars n.k. og munu senda tvo 
keppendur á skíðum.
Hinn styrkurinn fór til Ljóssins, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
Það var forseti Heklu og styrktarnefnd sem veittu styrkina. 

Kiwanisklúbburinn Hekla.

Erindi hjá Hraunborgarfélögum !

 • 11.01.2018

Erindi hjá Hraunborgarfélögum !

Á fyrsta fundi okkar Hraunborgarfélaga á nýju ári og var gestur okkar Guðmundur Hagalín Guðmundsson sem gegnt hefur stjórnarstörfum í flestum geirum raforkumála og ræddi sérstaklega um raforkumál á Vestfjörðum og einnig hina ýmsu flöskuhálsa í flutningskerfinu hringinn í kringum landið. Það kom fram að mikil olíunotkun fer í notkun við díselrafstöðvar fyrir vestan til að tryggja raforkuöryggi svæðisins og áríðandi væri að skapa meira öryggis með virkjunum fyrir vestan og tenginum við

Almennur fundur 8.jan 2018

 • 09.01.2018

Almennur fundur 8.jan 2018

Fyrsti fundur Jörfa á árinu 2018 var haldinn að Bíldshöfða 12 8.janúar. Þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði. Mættir voru 21 félagi og einn gestur. Fyrirlesari var Sölvi Sveinsson fyrrum skólameistari og sagði hann frá ferðalagi sínu til Írans í máli og myndum. Var þetta mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Sölva. Myndir

Frétt frá Heklufélögum !

 • 07.01.2018

Frétt frá Heklufélögum !

Á þrettándanum 6. janúar, voru Heklufélagar með flugeldasýningu fyrir heimilisfólkið á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Það var Björgunarsveitin Ársæll sem sá um sýningarnar og tókust þær í alla staði mjög vel.
Einnig heimsóttum við vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi fyrir jólin og gáfum vistmönnum þar jólagjafir sem hefur verið árvisst í mörg ár.
Í hádeginu á 

Jólakveðja frá Skjálfanda !

 • 23.12.2017

Jólakveðja frá Skjálfanda !

Eldborg og Hraunborg afhenda Kiwanisbangsa !

 • 22.12.2017

Eldborg og Hraunborg afhenda Kiwanisbangsa !

Miðvikudaginn  6. desember mættu fulltrúar Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði á Slökkvistöðina og afhentu 30 Kiwanisbangsa til að hafa í sjúkrabifreiðum til að afhenda ungum farþegum sem á erfiðum tíma þurfa að fara með sjúkrabifreið.
Það voru Haraldur H. Jónsson forseti Hraunborgar og Sigurður J. Sigurðsson forseti Eldborgar sem afhentu bangsana og tók Sigurður Lárus varðstjórni við böngsunum og þakkaði fyrir og sagði það væri ómetanlegt að færa börnum bangsa við erfiðar aðstæður og létti þeim mikið. 
Markmið Kiwanis er „Hjálpum börnum heimsins.“

 

Matarkörfur

 • 21.12.2017

Matarkörfur Jörfi gaf 11 matarkörfur til bágstaddra fjölskyldna í Árbæjarhverfi fyrir jól. Jörfafélagar keyrðu út matarkörfunum hér í Árbæjarhverfi í kvöld. Nefndin var búinn að setja í kassana og gera þá tilbúna til afhendingar.

Jólafundur Heklu 2017

 • 21.12.2017

Jólafundur Heklu 2017

Kiwanisklúbburinn Hekla hélt jólafund sinn á Grand Hótel á fimmtudaginn 14. desember  sl..  Á fundinum var Reykjadalur, sumardvalastaður fyrir fötluð börn, afhentur styrkur frá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju að upphæð einmilljón króna.  Að stofni til var styrkurinn afrakstur fjáröflunar á Lambaréttadeginum, sem lengi hefur verið árleg fjáröflunarsamkoma Heklu og nú síðari ár með þátttöku Esju.  Það voru Sigurður R Pétursson, forseti Heklu og Sigurður Steinarsson  forseti Esju sem afhentu styrkinn.  Fyrir hönd Reykjadals var boðið  Margréti Völu Marteinsdóttur forstöðukonu  ásamt maka og  veitti hún styrknum viðtöku og þakkaði síðan fyrir með stuttu ávarpi.
 Hekla hefur lengi haft þann sið að

Jóla-og áramótakveðja Jörfa 2017

 • 19.12.2017

Jóla-og áramótakveðja Jörfa 2017 Við sendum félögum,vinum og velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum fyrir stuðning ykkar við styrktarverkefni klúbbsins á árinu sem er að líða.

Andrés Hjaltason minning

 • 12.12.2017

Andrés Hjaltason minning

Það er með sorg og söknuði sem ég minnist vinar míns Andrésar K. Hjaltasonar. Samstarf  okkar hófst innan Kiwanishreyfingarinnar á sumarhátíð að Álfaskeiði þar sem hann bað mig að koma með sér í svæðisstjórn þar sem hann var að taka við sem svæðistjóri í Ægissvæði og síðan þróaðist samstarfið. Síðar er hann var að undirbúa starf sitt sem umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar bað hann mig að vera umdæmisritari í stórn sinni en svo varð ekki þar sem ég varð síðan beðinn að verða kjörumdæmisstjóri með Andrési og þar hófst tímabil náins samstarfs og mikillar vináttu. Í starfi sínu innan Kiwanis nýttist vel reynsla hans úr daglegu starfi sem stjórnandi og að hafa við hlið sér sína góðu konu, Jóhönnu, sem hann kallaði ritar sinn innan Kiwanis sem studdi hann með ráð og dáð. 
Andrés hafði lag á að fá menn til liðs við sig og til að ná samfellu í starfið og unnum við Andrés stefnumótun til lengri tíma með Guðmundi Baldurssyni þá sem fráfarandi umdæmisstjóra. Sem síðan þróaðist það áfram með Matthíasi Péturssyn og  Óskari Guðjónssyni. Við kölluðum okkur skuggaráðuneytið sem hittist árlega með mökum okkar í mat til skiptist hjá hverjum. Þannig varð til vinátta sem náði einnig til maka. 
Andrés var kallaður til fleiri verka innan Kiwanis.  Hann var í framboði til Evrópuforseta og munaði litlu að hann næði kjöri. Hann stýrði 

Andrés Hjaltason látinn !

 • 12.12.2017

Andrés Hjaltason látinn !

Andrés Hjaltason, félagi í Kiwanisklúbbnum Keili og umdæmisstjóri 2006-2007, lést 21. nóvember síðastliðinn. Andrés var forseti Keilis 1996-1997 og svæðisstjóri Ægissvæðis 1999-2000. Hann var umdæmisstjóri 2006-2007 og hélt áfram eftir það að starfa fyrir umdæmið, m.a. sem formaður fræðslunefndar og var formaður stjórnar Tryggingasjóðs þegar hann lést. Við fráfall hans sér Kiwanishreyfingin á eftir öflugum og góðum félaga.

Útför Andrésar verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 13:00

Umdæmisstjórn sendir Jóhönnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveður.

Jólafundur !

 • 10.12.2017

Jólafundur !

Í gærkvöldi laugardainn 9 desember var haldinn sameiginlegur jólafundur Helgafellsfélaga og Sinawikkvenna, frábær kvöldstund sem aldrei klikkar. Fundur hófst uppúr átta með venjulegum fundarstörfum og síðan var komið að borðhaldi sem ekki var af verri endanum, en á þessum fundi er hefð fyrir því að Sinawikkonur töfra fram glælilegt jólahlaðborð sem engin er svikinn af,  þvílíka kræsingar og glæsilegur eftirréttur í lokin. Að borðhaldi loknu kom Séra Guðmundur Örn sóknarprestur og flutti okkur skemmtilega jólahugvekju sem fjallaði um freistingar sem jú er nóg af á þessum tíma. Félagi okkar Ágúst Bergsson var heiðraður á fundinum og gerður að heiðursfélaga en Gústi eins og við köllum hann varð áttræður í september s.l og er kappinn vel að þessu kominn búinn að vera  öflugur félagi í klúbbnum. Kjörforseti Helgafells Kristján Georgsson flutti góða jólasögu við góðar undirtektir og síðan risu allir úr sætum og sungu Heims um ból, en þessi liður er hefð á þessum fundi. Ungur og efnilegur túpuleikari Daníel Franz Davíðsson lauk síðan hefðbundinni dagsrá með nokkurum jólalögum, efnilegur drengur þar á ferð. Eftir að fundi var slitið hófst síðan önnur hefð en það er að spila BINGÓ við mikla ánægju gesta og voru það félagarnir Kristján Georgsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson sem stjórnuðu því af röggsemi og skemmtilegheitum. Að bingói loknu  áttu fundargestir ánægjulega stund saman fram eftir kvöldi. Við Helgafellfélagar viljum þakka Sinawikkonum fyrir þeirra hlut í þessum fundi og glæsilegt hlaðborð, einnig þökkum við Séra Guðmundi Ernig og Daníel Franz fyrir þeirra framlag og síðan en ekki síst öllum þeim sem komu að Bingóinu með okkur. TS. MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

Pökkun Jólasælgætis !

 • 01.12.2017

Pökkun Jólasælgætis !

Það var mikið fjör í Kiwanishúsinu hér í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en þá komu félagar saman með börn, barnabörn, vini og kunningja til að pakka Jólasælgætinu, en sala þess er ein aðalfjálöflun klúbbsins. Að venju gekk pökkun vel þó svo að oft hafa fleiri komið að þessu heldur en í ár, en þetta er ávalt skemmtileg kvöldstund og jóla andinn svífur yfir vötnum. Um helgina og nánast alla næstu viku göngum við í hús og seljum sælgætið og kostar askjan 2 þúsund krónur, sem er  gjöf en ekki gjald og vonandi taka bæjabúar vel á móti okkur eins og á valt. Síðan vilju við þakka börnunum og öllum þeim sem komu að þessari pökkun með okkur. MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR MYNDBAND MÁ NÁLGAST HÉR

Skreyting á Hraunbúðum !

 • 28.11.2017

Skreyting á Hraunbúðum ! p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} Í dag komu félagar í Helgafelli saman á Hraunbúðum dvalarheimili aldraðra hér í Eyjum til koma heimilinu í jólbúning svona rétt þegar aðventan fer að ganga í garð. Þetta er ánæglulegt verkefni sem Helgafellfélagar hafa gert frá opnun Hraunbúða árið 1974 en gamla Dvalarheimilið Skálholt fór undir hraun í eldgosinu 1973. Þetta er ánægjulegt verkefni og alltaf gaman að gefa af sér og hleypa jólaskapinu af stokunum en þetta er upphafið af okkar starfi á p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} aðventunni sem er mikið og skemmtilegt, og á fimmtudaginn hefst síðan undirbúiningur fyrir okkar aðalfjáröflum sem er sala Jólasælgætis.   TS.   MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur.

 • 19.11.2017

Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur. Þriðji fundur starfsársins var föstudagskvöldið 17. nóvember hjá okkur Helgafellsfélögum.  Hér var um að ræða Saltfisk – og jólabjórsmakkfund sem tekinn var upp fyrir nokkurum árum við góðann orðstý og er þetta almennur fundur og gestir leyfði. Aðalgestur fundarins var Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður Eldheyma hér í Eyjum , og las upp úr bók sinni, Ekki gleyma mér, sem segir frá dvöl og upplifun höfundar í A-Þýskalandi á tímum DDR.  Að þessu loknu hófs blind bjórsmökkun, sem Jóhann Guðmundsson, Hannes Eiríksson og Kristján Georgsson sáu um en þetta eru landsfrægir bjóráhugamenn og tveir þeirra reka og eru eigendur Brothers Brewery sem er örbrugghús hér í Eyjum. Þetta var frábær fundur og viljum við þakka Kristínu fyrir erindi sitt sem var frábært og bruggurunum fyrir þeirra framlag til þessa frábæra fundar okkar.      

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

 • 19.11.2017

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

Í gær var haldinn Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík og sá fyrsti í fullri lengd hjá nýrri Umdæmisstjórn. Konráð Umdæmsistjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bað fundarmenn um að kynna sig þar sem þetta væri nánast fyrsti fundur, og síðan var tekið til við skýrsluflutning og umræður um þær, en allar skýrslur ásamt fundagerð munu birtast hér á kiwanis.is þegar allar athugasemdir ef einhverjar eru eru komnar fram og búið að samþykkja þær. Margt gott kom fram í skýrslum og greinilegt að mikil bjartsýni ríkir í Umdæmisstjórn sem vonandi verður hægt að breiða út í klúbbanna. Miklar vonir eru bundnar við Formúluverkefnið og er allt á góðri leið með að skipa tengliði í klúbbunum en fyrirhuguð ráðstefna sem um var rætt á þinginu hefur verið ákveðin 27.janúar 2018. Þessi Umdæmisstjórn er byrjuð að vinna eftir nýrri stefnumótun sem var líka kynnt á þinginu og má nálgast hér á kiwanis.is og er það vel að unnið er eftir sama plani næstu umdæmisstjórnir en samt þarf að fylgja plagginu eftir og endurskoða til að sjá hvort einhverjar breytingar eru í gangi sem þarf að uppfæra. Það var mál manna að skýrsluskil væru góðar og innihaldsríkar. Fram kom á fundinum að styrktarsjóður okkar er kominn á beinu brautina og 

Hof 45 ára !

 • 16.11.2017

Hof 45 ára !

Þann 12 nóvember héldu Hofsfélagar upp á 45 ára afmæli klúbbsinns, allir Forsetar Ægissvæðis mættu á hófið til okkar ásamt Umdæmisstjóra Konráð Konráðsson, Svæðisstjóra okkar Björn B.Kristinnsson og fleiri gestum eða um 35. manns og var boðið upp á kaffi og kökur.
Á þessum merku tímamótum  veittum styrki til 4 aðila í

Frá Ferðanefnd !

 • 31.10.2017

Frá Ferðanefnd !

Þá er ferðatilhögun í næstu ferð Ferðanefndar til Ítalíu á þeim tíma sem Evróðuþingið verður haldið og ber ferðin heitið ¨Fjallavötnin fagurblá” Þetta er glæsileg ferð hjá þeim félögum eins og þeirra er von og vísa og verður engin svikin af þessari frekar en öðrum ferðum sem hafa verið ógleymanlegar fyrir þá Kiwanisfélaga sem farið hafa svona túr með ferðanefndinni.
Allar upplýsingar eru undir