Fréttir

Jóla-og áramótakveðja Jörfa 2017

  • 19.12.2017

Jóla-og áramótakveðja Jörfa 2017 Við sendum félögum,vinum og velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum fyrir stuðning ykkar við styrktarverkefni klúbbsins á árinu sem er að líða.

Andrés Hjaltason minning

  • 12.12.2017

Andrés Hjaltason minning

Það er með sorg og söknuði sem ég minnist vinar míns Andrésar K. Hjaltasonar. Samstarf  okkar hófst innan Kiwanishreyfingarinnar á sumarhátíð að Álfaskeiði þar sem hann bað mig að koma með sér í svæðisstjórn þar sem hann var að taka við sem svæðistjóri í Ægissvæði og síðan þróaðist samstarfið. Síðar er hann var að undirbúa starf sitt sem umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar bað hann mig að vera umdæmisritari í stórn sinni en svo varð ekki þar sem ég varð síðan beðinn að verða kjörumdæmisstjóri með Andrési og þar hófst tímabil náins samstarfs og mikillar vináttu. Í starfi sínu innan Kiwanis nýttist vel reynsla hans úr daglegu starfi sem stjórnandi og að hafa við hlið sér sína góðu konu, Jóhönnu, sem hann kallaði ritar sinn innan Kiwanis sem studdi hann með ráð og dáð. 
Andrés hafði lag á að fá menn til liðs við sig og til að ná samfellu í starfið og unnum við Andrés stefnumótun til lengri tíma með Guðmundi Baldurssyni þá sem fráfarandi umdæmisstjóra. Sem síðan þróaðist það áfram með Matthíasi Péturssyn og  Óskari Guðjónssyni. Við kölluðum okkur skuggaráðuneytið sem hittist árlega með mökum okkar í mat til skiptist hjá hverjum. Þannig varð til vinátta sem náði einnig til maka. 
Andrés var kallaður til fleiri verka innan Kiwanis.  Hann var í framboði til Evrópuforseta og munaði litlu að hann næði kjöri. Hann stýrði 

Andrés Hjaltason látinn !

  • 12.12.2017

Andrés Hjaltason látinn !

Andrés Hjaltason, félagi í Kiwanisklúbbnum Keili og umdæmisstjóri 2006-2007, lést 21. nóvember síðastliðinn. Andrés var forseti Keilis 1996-1997 og svæðisstjóri Ægissvæðis 1999-2000. Hann var umdæmisstjóri 2006-2007 og hélt áfram eftir það að starfa fyrir umdæmið, m.a. sem formaður fræðslunefndar og var formaður stjórnar Tryggingasjóðs þegar hann lést. Við fráfall hans sér Kiwanishreyfingin á eftir öflugum og góðum félaga.

Útför Andrésar verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 13:00

Umdæmisstjórn sendir Jóhönnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveður.

Jólafundur !

  • 10.12.2017

Jólafundur !

Í gærkvöldi laugardainn 9 desember var haldinn sameiginlegur jólafundur Helgafellsfélaga og Sinawikkvenna, frábær kvöldstund sem aldrei klikkar. Fundur hófst uppúr átta með venjulegum fundarstörfum og síðan var komið að borðhaldi sem ekki var af verri endanum, en á þessum fundi er hefð fyrir því að Sinawikkonur töfra fram glælilegt jólahlaðborð sem engin er svikinn af,  þvílíka kræsingar og glæsilegur eftirréttur í lokin. Að borðhaldi loknu kom Séra Guðmundur Örn sóknarprestur og flutti okkur skemmtilega jólahugvekju sem fjallaði um freistingar sem jú er nóg af á þessum tíma. Félagi okkar Ágúst Bergsson var heiðraður á fundinum og gerður að heiðursfélaga en Gústi eins og við köllum hann varð áttræður í september s.l og er kappinn vel að þessu kominn búinn að vera  öflugur félagi í klúbbnum. Kjörforseti Helgafells Kristján Georgsson flutti góða jólasögu við góðar undirtektir og síðan risu allir úr sætum og sungu Heims um ból, en þessi liður er hefð á þessum fundi. Ungur og efnilegur túpuleikari Daníel Franz Davíðsson lauk síðan hefðbundinni dagsrá með nokkurum jólalögum, efnilegur drengur þar á ferð. Eftir að fundi var slitið hófst síðan önnur hefð en það er að spila BINGÓ við mikla ánægju gesta og voru það félagarnir Kristján Georgsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson sem stjórnuðu því af röggsemi og skemmtilegheitum. Að bingói loknu  áttu fundargestir ánægjulega stund saman fram eftir kvöldi. Við Helgafellfélagar viljum þakka Sinawikkonum fyrir þeirra hlut í þessum fundi og glæsilegt hlaðborð, einnig þökkum við Séra Guðmundi Ernig og Daníel Franz fyrir þeirra framlag og síðan en ekki síst öllum þeim sem komu að Bingóinu með okkur. TS. MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

Pökkun Jólasælgætis !

  • 01.12.2017

Pökkun Jólasælgætis !

Það var mikið fjör í Kiwanishúsinu hér í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en þá komu félagar saman með börn, barnabörn, vini og kunningja til að pakka Jólasælgætinu, en sala þess er ein aðalfjálöflun klúbbsins. Að venju gekk pökkun vel þó svo að oft hafa fleiri komið að þessu heldur en í ár, en þetta er ávalt skemmtileg kvöldstund og jóla andinn svífur yfir vötnum. Um helgina og nánast alla næstu viku göngum við í hús og seljum sælgætið og kostar askjan 2 þúsund krónur, sem er  gjöf en ekki gjald og vonandi taka bæjabúar vel á móti okkur eins og á valt. Síðan vilju við þakka börnunum og öllum þeim sem komu að þessari pökkun með okkur. MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR MYNDBAND MÁ NÁLGAST HÉR

Skreyting á Hraunbúðum !

  • 28.11.2017

Skreyting á Hraunbúðum ! p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} Í dag komu félagar í Helgafelli saman á Hraunbúðum dvalarheimili aldraðra hér í Eyjum til koma heimilinu í jólbúning svona rétt þegar aðventan fer að ganga í garð. Þetta er ánæglulegt verkefni sem Helgafellfélagar hafa gert frá opnun Hraunbúða árið 1974 en gamla Dvalarheimilið Skálholt fór undir hraun í eldgosinu 1973. Þetta er ánægjulegt verkefni og alltaf gaman að gefa af sér og hleypa jólaskapinu af stokunum en þetta er upphafið af okkar starfi á p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} aðventunni sem er mikið og skemmtilegt, og á fimmtudaginn hefst síðan undirbúiningur fyrir okkar aðalfjáröflum sem er sala Jólasælgætis.   TS.   MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur.

  • 19.11.2017

Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur. Þriðji fundur starfsársins var föstudagskvöldið 17. nóvember hjá okkur Helgafellsfélögum.  Hér var um að ræða Saltfisk – og jólabjórsmakkfund sem tekinn var upp fyrir nokkurum árum við góðann orðstý og er þetta almennur fundur og gestir leyfði. Aðalgestur fundarins var Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður Eldheyma hér í Eyjum , og las upp úr bók sinni, Ekki gleyma mér, sem segir frá dvöl og upplifun höfundar í A-Þýskalandi á tímum DDR.  Að þessu loknu hófs blind bjórsmökkun, sem Jóhann Guðmundsson, Hannes Eiríksson og Kristján Georgsson sáu um en þetta eru landsfrægir bjóráhugamenn og tveir þeirra reka og eru eigendur Brothers Brewery sem er örbrugghús hér í Eyjum. Þetta var frábær fundur og viljum við þakka Kristínu fyrir erindi sitt sem var frábært og bruggurunum fyrir þeirra framlag til þessa frábæra fundar okkar.      

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

  • 19.11.2017

Umdæmisstjórnarfundur 18 nóvember.

Í gær var haldinn Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík og sá fyrsti í fullri lengd hjá nýrri Umdæmisstjórn. Konráð Umdæmsistjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bað fundarmenn um að kynna sig þar sem þetta væri nánast fyrsti fundur, og síðan var tekið til við skýrsluflutning og umræður um þær, en allar skýrslur ásamt fundagerð munu birtast hér á kiwanis.is þegar allar athugasemdir ef einhverjar eru eru komnar fram og búið að samþykkja þær. Margt gott kom fram í skýrslum og greinilegt að mikil bjartsýni ríkir í Umdæmisstjórn sem vonandi verður hægt að breiða út í klúbbanna. Miklar vonir eru bundnar við Formúluverkefnið og er allt á góðri leið með að skipa tengliði í klúbbunum en fyrirhuguð ráðstefna sem um var rætt á þinginu hefur verið ákveðin 27.janúar 2018. Þessi Umdæmisstjórn er byrjuð að vinna eftir nýrri stefnumótun sem var líka kynnt á þinginu og má nálgast hér á kiwanis.is og er það vel að unnið er eftir sama plani næstu umdæmisstjórnir en samt þarf að fylgja plagginu eftir og endurskoða til að sjá hvort einhverjar breytingar eru í gangi sem þarf að uppfæra. Það var mál manna að skýrsluskil væru góðar og innihaldsríkar. Fram kom á fundinum að styrktarsjóður okkar er kominn á beinu brautina og 

Hof 45 ára !

  • 16.11.2017

Hof 45 ára !

Þann 12 nóvember héldu Hofsfélagar upp á 45 ára afmæli klúbbsinns, allir Forsetar Ægissvæðis mættu á hófið til okkar ásamt Umdæmisstjóra Konráð Konráðsson, Svæðisstjóra okkar Björn B.Kristinnsson og fleiri gestum eða um 35. manns og var boðið upp á kaffi og kökur.
Á þessum merku tímamótum  veittum styrki til 4 aðila í

Frá Ferðanefnd !

  • 31.10.2017

Frá Ferðanefnd !

Þá er ferðatilhögun í næstu ferð Ferðanefndar til Ítalíu á þeim tíma sem Evróðuþingið verður haldið og ber ferðin heitið ¨Fjallavötnin fagurblá” Þetta er glæsileg ferð hjá þeim félögum eins og þeirra er von og vísa og verður engin svikin af þessari frekar en öðrum ferðum sem hafa verið ógleymanlegar fyrir þá Kiwanisfélaga sem farið hafa svona túr með ferðanefndinni.
Allar upplýsingar eru undir 

Kötlufréttir

  • 30.10.2017

Kötlufréttir

Síðasta starfsár hófst með hefðbundnum hætti og má segja að starfið hafi verið nokkuð í kristlegum anda því að, á árinu komu á fundi hjá okkur 4 prestar sera Karl Th. Matthíasson, sera Pálmi Matthíasson og sera Pálmi Jónsson þá kom sera Guðrún K.Helgadóttir á konufund sem við . Þetta voru allir mjög skemmtilegir ræðumenn. Á jólafundinum var sera Karli afhent gjafabréf til að úthluta skjólstæðingum sínum fyrir jólin, en þetta hefur verið venjan hjá okkur í mörg ár að leita aðstoðar prests til þess að dreifa þessum gjöfum okkar. Þá héldum við þorrablót með félögum okkar í Eldey sem var vel sótt. Í febrúar höfum við efnt til fundar þar sem boðið er upp á hrossabjúgu. Hefur þetta laðað að Kiwanisfélaga og aðra gesti. Aðalfund héldum við á hótel Örk í Hveragerði þar sem félagi okkar Jóhannes Guðlaugsson sá um aksturinn og bauð hann okkur að skoða okkur um á Þingvöllum á heimleiðinni í frábæru vorkveldi. Í upphafi sumars var farið í lundinn okkar í Heiðmörk og tekið til hendinni að snyrta og lagfæra trén. Að því loknu var grillað í fólk góðmeti að hætti félaga okkar Árna Óskarssonar. Mæting hefur verið góð á fundum og andinn góður.  Aðal fjáröflun okkar í styrktarsjóð eru auglýsingar á klukkunni á Lækjartorgi, sem 

Félagsmálafudnur 19 október 2017

  • 20.10.2017

Félagsmálafudnur 19 október 2017 Fyrsti fundur starfsársins var í gærkvöldi hjá okkur Helgafellsfélögum eftir hefðbundin fundarstörf og matarhlé var komið að að afmunstra og taka inn nýja embættismenn sem ekki áttu heimagegnt á Stjórnarskiptafundinum þann 7 október. Fyrst var Rúnar Þór Birgisson afmunstraður sem féhirðir klúbbsins og þökkuð frábær störf fyrir klúbbinn, og síðan var Andrés Sigurðsson fráfarandi forseti settur inn í stjórn og síðan þau ánægjulegu tíðindi nýr kjörforseti Krisján Georgsson.  Það var Verðandi kjörumdæmisstjóri Tómas Sveinsson sem  sá um þessi skipti embættismanna með aðtsoð Jónatans Guðna forseta klúbbsins. Ragnar Guðmundsson stofnfélagi var heiðraður á fundinum en hann var fjarverandi á afmælisfagnaðnum þann 7 október. Afmælisnefnd skilaði skýrslu og síðan var hefðbundin dagskrá fyrsta fundar svo sem reikninga 2016-2017 og fjárhagsáætlun 2017-2018. TS. Rúnar Þór Birgisson og Jónatan Guðni Kristján Georsson, Andrés Sigurðsson og Jónatan Guðni   Jónatan Guðni og Ragnar Guðmundsson stofnfélagi Þakkaræða  

Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Grími Grímsey

  • 16.10.2017

Stjórnarskipti í Kiwanisklúbbnum Grími Grímsey

Í gær sunnudaginn 15 október fór 7 manna hópur úr  5 klúbbum í Óðinssvæði  ásamt svæðistjóra Ingólfi Sveinssyni til Grímseyjar til að taka þátt í stjórnaskiptum í Grímí  veðrið lék við okkur og var útsýniið glæsilegt á leiðinni og við komuna til Grímseyjar.   Móttökur heimamanna voru eins og ætíð áður  með miklum myndarbrag ,  Stjórnarskiptin fóru fram og ágætar umræður voru svo á eftir þeim. Áður en flogið var aftur heim var farið með okkur í skoðunarfeð um eyjuna og

Oktoberfest Eldeyjar !

  • 16.10.2017

Oktoberfest Eldeyjar !

Kiwanisklúbburinn Eldey heldur hina sívinsælu Októberfest hátíð í húsi klúbbsins föstudaginn 20 október n.k.  Húsið mun opna kl 19.00 og boðið verður uppá pylsur og bjór og ennig er á dagskrá happadrætti og túbador mun síðan halda uppi fjörinu.
Okkur hlakkar til að sjá ykkur í Kópavoginum á föstudaginn, miðaverð er aðeins 2.000- sem er gjöf en ekki gjald.

Lambaréttardagur hjá Heklufélögum !

  • 16.10.2017

Lambaréttardagur hjá Heklufélögum !

Lambaréttardagur hjá Heklufélögum !

Lambaréttadagur Heklu var haldinn 13. október sl. í sal Drúíta í Mjóddinni í Reykjavík. 100 gestir komu og var þetta hin besta skemmtun. Esjufélagar tóku þátt í þessu með okkur eins og undanfarandi ár. Veislustjóri var Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Illugi Jakobsson var ræðumaður. Örn Árnason kom og skemmti og var hann

Minningarkveðja frá Helgafelli

  • 14.10.2017

Minningarkveðja frá Helgafelli Félagi okkar Guðni Grímsson lést fimmtudaginn 28 september s.l  eftir langvinna baráttu við erfið veikindi. Guðni var fæddur 13 nóvember árið 1934, hann gekk í skóla í Eyjum en sjórinn heillaði og tók Guðni vélstjórapróf 1954 og 1 stig Stýrimannaskólans 1960. Guðni stundaði sjómennsku til að byrja með en varð síðar Vélstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og seinna hjá Rafveitu og Bæjarveitu Vestmannaeyja. Guðni kvæntist Esther Valdimarsdóttir árið 1956 og eignuðust þau fjóra drengi, Valdimar, Grímur, Guðni Ingvar og Bergur sem nú er félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli. Guðni gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell 1971 og varð strax mjög virkur félagi og gegndi mörgum embættum og nefndarstörfum fyrir Helgafell og varð hann forseti Helgafells 1982 – 1983 og Svæðisstjóri Sögusvæðis 1988 1989. Guðni var mjög traustur og góður félagi sem mátti ekkert aumt sjá, og var ávalt tilbúinn til allra verka þegar til hanns var leitað og  og varð þar engin breyting á þó veikindin væru farin að hrjá hann. Þá var Guðni með framúrskarandi fundarmætingu og mætti á alla viðburðir á vegum klúbbsins, og geta margir tekið Guðna sér til fyrirmyndar. Guðni tók virkan þátt í uppbyggingu húsnæðis fyrir klúbbinn og vann ötullega við framkvæmdir við fyrsta Kiwanshúsið við Njarðarstíg sem við misstum undir hraun í eldgosinu 1973, og þegar hafist var handa við nýtt núverandi húsnæði við Strandveg var Guðni mættur. Guðni var gerður að heiðursfélaga í Helgafelli 6 desember 2014 en þá var Guðni nýorðinn áttræður. Þegar undirritaður gekk í Helgafell tók Guðni mér opnum örmum og leiðbeindi  hann manni oft í Kiwanisstarfinu þar sem menn komu ekki að tómum kofanum, en Guðni hafði oft á tíðum sterkar skoðanir og lá ekki á þeim, og var óhagganlegur þegar hann hafði tekið ákvarðanir, en innst við beinið hinn ljúfasti maður sem lá ekki á aðstoð sinni ef hann gat orðið að liði. Nú kveðjum við góðann vin og Helgafellsfélaga sem við þökkum af alhug fyrir það góða starf sem hann vann fyrir klúbbinn og samfélagið okkar og ánægjulega samfylgd. Hugur okkar Helgafellsfélagar er hjá fjölskyldu Guðna sem hefur stutt hann í starfi og leik í hinu fórnfúsa starfi hanns fyrir Kiwanishreyfinguna. Elsku Esther og fjölskylda megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja. Minning um góðann félaga og vin mun lifa. Blessuð sé minning Guðna Grímssonar F.h Kiwanisklúbbsins Helgafells Tómas Sveinsson

Stjórnarskipti hjá Sólborgu.

  • 12.10.2017

Stjórnarskipti hjá Sólborgu.

ann 6. október sl. var stjórnarskiptafundur haldinn í Kiwanisklúbbnum Sólborg undir dyggri stjórn svæðisstjóra Björns Bergmanns Kristinssonar og honum til aðstoðar var Jóhannes Sigvaldason úr Keili.
Ný stjórn er eftirfarandi: forseti Petrína Ragna Pétursdóttir, ritari Dröfn Sveinsdóttir, gjaldkeri Guðbjörg Pálsdóttir, meðstjórnendur Þorbjörg  Lilja Óskarsdóttir og Eín Sigríður Björnsdóttir, kjörforseti Kristín Magnúsdóttir og fráfarandi forseti Vilborg Andrésdóttir.
Viðurkenningu fyrir 100% mætingu fengu þær Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir og Emelía Dóra Guðbjartsdóttir ásamt því að 

50 ára afmæli og stjórnarskipti !

  • 08.10.2017

50 ára afmæli og stjórnarskipti !

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} Það var mikið um að vera hjá okkur Helgafellsfélögum þessa helgina, en haldið var uppá 50 ára afmæli klúbbsins með glæsibrag. Dagskráin hófst kl 16.00 en þá var haldið upp á nýja hraun þar sem minnisvarði um fyrsta Kiwanishúsið stendur, en það fór undir hraun í eldgosinu 1973. Stjórnarskipti fóru síðan fram á þessum táknræna stað og sá Sigurður Einar Siðursson Svæðisstjóri Sögusvæðis um stjórnarskiptin með góðri aðstoð Umdæmisstjóra Konráðs Konráðssonar, og að þessarik athöfn lokinni var fundi frestað til kl 20.00. Um kvöldið var fundi fram haldið með hófi í Kiwanishúsinu við Strandveg þar sem margt var í boði undir frábærri veislustjórn Bjarna Töframanns sem fór hreinlega á kostum. Gamla og nýja stjórn voru kallaðar fram á gólf og gefið gott lófatak sem p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} p.p2 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica; min-height: 17.0px} þakklætisvott fyrir vel unnin störf og velgengni á komandi starfsári. Konráð Umdæmisstjóri flutti ávarp og afhenti forseta skjöld að gjöf frá Umdæminu. Sigurður Einar Svæðisstjóri og Jón Áki Svæðisritari færðu okkur einnig gjafir frá  Ölver , Búreflli og Ós og berum við Helgafellsfélagar bestu þakkarkveðjur fyrir vinarhug í okkar garð. Stofnfélagar Helgafells voru heiðraðir en þeir sem voru viðstaddir voru Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, Hilmar Rósmundsson og Kristján Egilsson. Ólöf Jóhannsdóttir kom og afhenti Helgafellsfélögum gjöf frá Sinawikkonum en þessar elskur gáfu okkur nýjar gardínu í húsið okkar og að venju fékk forsætan koss frá forseta Helgafells. Að hefðbundinni dagsrá hófst síðan dansleikur en hljómsveitin Dallas lék fyrir dansi fram á nótt.   TS.   MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

Lambaréttadagur Heklu !

  • 05.10.2017

Lambaréttadagur Heklu !

Lambaréttadagur Kiwanisklúbbsins Heklu verður haldin í Sal Drúita Þarabakka 3 (Mjóddin) Föstudaginn 13 október. Þetta er sérstakur dagur sem hefur vakið athygli fyrir að vera frábær bæði í mat og skemmtun, og er miðaverð aðeins 9.000- á mann.
Á Lambaréttadegi Kiwanisklúbbsins Heklu, höfum við með ykkar hjálp aflað fjár til styrktar góðum málefnum. Meðal þeirra sem við höfum lagt lið eru Íþróttasamband fatlaðra Bergmál, Ljósið, Hrafnista, Langveik börn,
ABC barnahjálp og
 

Umdæmisstjórnarskipti á Akureyri !

  • 27.09.2017

Umdæmisstjórnarskipti á Akureyri !

Umdæmisstjórnarskiptafundur fór fram í nýjum glæsilegum sal Kiwanisklúbbsins Kaldbaks að Óseyri 6 á Akureyri og því vert að óska þeim Kaldbaksfélögum til hamingu með þetta glæsilega húsnæði. Fundurrinn hófst kl 11.00 og var mjög hefðbundinn Óskar Guðjónsson Kjörforseti Evrópu og honum til aðstoðar var Timmeman forseti Evrópu. Að venju var dreypt á bikarnum góa við skiptin og forseti Ós afhenti forseta Eldeyjar fána heimaklúbbs Umdæmisstjóra. Að loknum ávörpum var boðið til kjötsúpu að hætti Kaldbaksfélaga, Konráð nýkjörinn Umdæmisstjóri lauk