Eldborg og Hraunborg afhenda Kiwanisbangsa !

Eldborg og Hraunborg afhenda Kiwanisbangsa !


Miðvikudaginn  6. desember mættu fulltrúar Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði á Slökkvistöðina og afhentu 30 Kiwanisbangsa til að hafa í sjúkrabifreiðum til að afhenda ungum farþegum sem á erfiðum tíma þurfa að fara með sjúkrabifreið.
Það voru Haraldur H. Jónsson forseti Hraunborgar og Sigurður J. Sigurðsson forseti Eldborgar sem afhentu bangsana og tók Sigurður Lárus varðstjórni við böngsunum og þakkaði fyrir og sagði það væri ómetanlegt að færa börnum bangsa við erfiðar aðstæður og létti þeim mikið. 
Markmið Kiwanis er „Hjálpum börnum heimsins.“

 

 

Á myndinni f.v.  Guðjón Gíslason, Sigurður J. Sigurðsson forseti Eldborgar, Sigurður Lárus, varðstjóri, Haraldur H. Jónsson forseti Hraunborgar og Guðjón Einar Guðmundsson