Fréttir

Embla og Kaldbakur afhenda Hjálma !

  • 08.05.2017

Embla og Kaldbakur afhenda Hjálma !

Í gær var hjálmaafhending hjá Kiwanisklúbbunum á Akureyri. Emblu, Kaldbak og Grím. Börn fædd 2010 fengu reiðhjólahjálma. Að venju voru grillaðar pylsur og safi í boði fyrir alla og nöfn tveggja barna, drengs og stúlku dregin út og fengu þau glæsileg reiðhjól að gjöf. Sýrlensku fjölskyldunni sem flutti til Akureyrar í vetur voru gefnir hjálmar.

Fundur í Möðrudal

  • 07.05.2017

Fundur í Möðrudal

Félagar og makar úr Öskju, Herðubreið og Skálfanda hittust í Möðrudal á Fjöllum á laugardagskvöldið (6. maí) á  lokafundi vetrarins.

Frá Keili og Vörðu Reykjanesbæ

  • 05.05.2017

Frá Keili og Vörðu Reykjanesbæ

Í maí afhentu Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða börnum í fyrsta bekk grunnskóla hjálma í Kiwanissalnum við Iðavelli. Allir sem vildu fengu pulsur og drykk í boði Skólamatar og sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var á staðnum. Sendum við Skólamat og Brunavörnum okkar bestu kveðjur fyrir aðstoðina.

Alls fá 254 börn í Reykjanesbæ og Vogum hjálma þetta árið.

Frá Kiwanisklúbbnum Esju

  • 03.05.2017

Frá Kiwanisklúbbnum Esju

Kiwanisfélagar í Esju hafa nú lokið við að heimsækja fimm skóla í Reykjavík í tengslum við okkar frábæra hjálmaverkefni. Síðastur skóla í röðinni var Grandaskóli og þar var að venju mikil gleði í röðum barnanna eins og ávalt.

Reiðhjólahjálmar til sex ára barna

  • 28.04.2017

Reiðhjólahjálmar til sex ára barna

Kiwanishreyfingin á Íslandi og Eimskipafélag Íslands standa þessa dagana fyrir dreifingu á reiðhjólahjálmum til allra sex ára barna sem eru nú að ljúka fyrsta bekk í grunnskóla. Þetta farsæla samstarf hefur verið frá árinu 2004 og lætur nærri að Eimskip og Kiwanis hafi fært um 60 þúsund börnum hjálma frá þeim tíma. Þessi gjöf hefur í gegnum 

SVÆÐISSTJÓRI ÓÐINSSVÆÐIS GJÖRIR KUNNUGT

  • 26.04.2017

SVÆÐISSTJÓRI ÓÐINSSVÆÐIS GJÖRIR KUNNUGT

Félagskonur í Kiwanisklúbbnum Emblum á Akureyri hafa tekið þá ákvörðun að leggja klúbbinn niður. Þær munu starfa með eðlilegum hætti og klára starfsár klúbbsins. Klúbburinn verður í byrjun næsta starfsárs lagður niður. 
Emblu konur óska Kiwanishreyfingunni gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.

Húsavík, 25.4.17
Júlía Bergrós Björnsdóttir, forseti Embla.
Benedikt Kristjánsson, svæðisstjóri.
Haukur Sveinbjörnsson, umdæmisstjóri

 

Andlát.

  • 25.04.2017

Andlát.

Laugardaginn 22.april 2017 lést Þorsteinn Kolbeins.     Hann var einn af okkar elstu og
öflugustu  félögum í Kiwanisklúbbnum Eldey Kópavogi.   Hafði hann verið að glíma við 
mikil veikindi um tíma.  Hans verður sárt saknað af okkur Eldeyjarfélögum.    
Sendum við konu hans og fjölskyldu okkar ynnilegustu samúðarkveðjur.
Eldeyjarfélagar

 

Stjórnarkjörsfundur haldinn Resturant Reykjavík 21.apríl 2017.

  • 24.04.2017

Stjórnarkjörsfundur haldinn Resturant Reykjavík 21.apríl 2017. Mættir voru 14 félagar og 13 gestir.Þjóðlagasveitin Þula flutti gömul íslensk þjóðlög.  Sveitin mun uppruninn í tónlistarfélagi Kópavogs og er skipuð 6 ungmennum, 4 stúlkum og 2 piltum sem spiluðu, sungu og dönsuðu við góðar undirtektir viðstaddra.

Stjórnarkjörsfundur 21. apríl 2017.

  • 24.04.2017

Stjórnarkjörsfundur 21. apríl 2017. Stjórnarkjörsfundur haldinn Resturant Reykjavík 21.apríl 2017. Mættir voru 14 félagar og 13 gestir. Þjóðlagasveitin Þula flutti gömul íslensk þjóðlög.  Sveitin mun uppruninn í tónlistarfélagi Kópavogs og er skipuð 6 ungmennum, 4 stúlkum og 2 piltum sem spiluðu, sungu og dönsuðu við góðar undirtektir viðstaddra. Stökksteikt bleikja í forrétt, nautalund og svína síða í aðalrétt og ástríðualdin ostakaka ásamt kaffi í eftirrétt.  Stjórnarkjör:  Forseti kynnti stjórn og nefndir eins og undirbúningsnefnd hafði gert tillögu um og þar sem engin önnur framboð bárust var sjálfkjörið. Forseti færði Guðmundi Helga afmælisgjöf frá klúbbnum í tilefni af nýafstöðnu 70 ára afmæli. Böðvar gerði vetrarstarfið að umtalsefni, vel heppnaðan fjölskyldufund og góða fyrirlesara. Kvaðst hafa reynt að leggja sig fram og notið góðar aðstoðar.  Fjáraflanir hefðu verið hefðbundnar og gengið vel en ástæða væri til að reyna að finna nýjar. Bernharð kjörforseti tók til máls og kvaðst horfa bjartsýnum augum til næsta starfsárs. Friðjón og Haraldur fóru með vafasamar sögur og annað grín  en Ingi Viðar var bæði fyndinn og menningarlegur. Fundi slitið kl. 22:15.   Myndir hér

Hjálmaafhending Myndasafn.

  • 23.04.2017

Hjálmaafhending Myndasafn.

Að frumkvæði Ólafs Jónssonar er komið nýtt myndasafn sem er frá hjálmaafhendingu um land allt en Ólafur hefur lagt að svæðisstjórum og fulltrúum í hjálmanefnd að biðja alla kúbba sem afhenda hjálma á þessu vori að taka sem mest af myndum.
Einnig hefur hann beðið þá um að senda myndirnar á vefstjóra á tomas@kiwanis.is   og biðlað til þeirra skóla er við sendum hjálma beint að senda  myndir sem

Umdæmisstjórnarfundur 22 apríl 2017

  • 22.04.2017

Umdæmisstjórnarfundur 22 apríl 2017

Haukur umdæmisstjóri setti fund kl 10.05 og bað fundarmenn um að kynna sig, að því loknu fór umdæmisstjóri yfir sína skýrslu , og sagði m.a frá veitingu styrkja vegna afraksturs landssöfnunar K-dags og þá miklu umfjöllun sem hreyfingin hefur fengið í framhaldi af þessari athöfn. Verið er að gara samstarfssamning við JC og er málið í höndum framkvæmdaráðs og stendur til að undirrita hann á þinginu í haust. Haukur fór yfir heimsókir og annað sem á daga hanns hafa drifið í Kiwanisstarfinu. Pieta samtökin hafa áhuga á að gera samstarfssamning við hreyfinguna til kynningar á þessu samtökum fyrir almenningi. Haukur opnaði umræður um sína skýrslu, og í kjöfarið Tómas spurði um heimsókn Umdæmisstjórnarmanna í Helgafell, og bætti Haukur þeirri ferðasögu við, og skýrði Haukur frá góðum fundi sem Umdæmisstjórnarmenn áttu í Eyjum. Umdæmisritar kom næstur í pontu með sína skýrslu, Sigurður fór yfir stöðu félaga 1 mars og erum við með einn í plús. Sigurður útskýrði þetta á 

Hjálma afhending Jörfafélaga

  • 21.04.2017

Hjálma afhending Jörfafélaga

Þessa dagana eru Jörfa félagar ásamt öðrum Kiwanisklúbbum að gefa hjálma til barna  sem eru að ljúka 1.bekk  í grunnskóla .Þetta verkefni er í samstarfi með  Eimskipafélagi Íslands. Þetta hefur vakið mikla eftirtekt í hreyfingunni á heimsvísu. Það er alltaf gaman á vorin þegar börnin fara um götunar á hjólum sínum, hjóla skautum eða brettum  með hjálmana frá okkur. Gangi okkur öllum vel í þessu verkefni sem við erum svo stolt af.

Góðir gestir í heimsókn.

  • 17.04.2017

Góðir gestir í heimsókn.

Á félagsmálafund þann 6 apríl s.l fengum við góða gesti í heimsókn til okkar, en mættir voru Haukur Sveinbjörnsson  umdæmisstjóri, Guðlaugur Kristjánsson formaður fræðslunefndar og Eyþór Eynarsson verðandi kjörumdæmisstjóri. Þeir félagar fóru yfir málefni hreyfingainnar hátt og lágt og komu inn á fræðslumál, fjármál og f.l og svöruðu síðan  spurningum frá fundarmönnum. Á fundinum kynnti Umdæmisstjóri jafnframt að borist hefði tilnefning frá Helgafelli þar að lútandi að klúbburinn býður fram Tómas Sveinsson til embættis verðandi kjörumdæmisstjóra starfsárið 2017-2018. Vel var mætt á fundinn og viljum við Helgafellsfélagar þakka gestum okkar fyrir  ánægjulega heimsókn í klúbbinn okkar.  

Almennur fundur númer 757

  • 10.04.2017

Almennur fundur númer 757

Almennur fundur hjá Jörfa 10.04.2017.  Ræðumaður var Helgi Hjörvar fyrrverandi alþingismaður og talaði um blindu. Mjög fræðandi erindi hjá Helga. Á fundinum var samþykkt endurbætt stefnumótun til næstu fimm ára og endurbættar vinnureglur fyrir klúbbinn.

Frá Hjálmanefnd !

  • 07.04.2017

Frá Hjálmanefnd !

Sælir kæru félagar.

 
Þá fer að hylla undir lokaáfanga á hjálmamálinu þetta árið.
4.846.- hjálmar voru útdeildir þetta vorið og enn og aftur ber að þakka Eimskipafélaginu fyrir þeirra hlut í þessu starfi og án þeirra væri þetta kanski ekki með þeirri reysn sem það er.
Nú er bara að koma þessu á höfuð þeirra er það eiga að fá. Hjálmarnir komu í hús hjá Eimskip sl. föstudag og var farið strax í að koma þeim út til klúbbana og þeirra skóla er fá sent beint.Á mánudaginn 3 apríl luku Silja og hennar starfsfólk í vöruhótelinu við að koma frá sér landsbyggðinni og til skólanna. Klúbbar á stór Reykjarvíkursvæðinu hafa síðan verið að fá 

Allt á fullu hjá Kiwanisklúbbnum Ós

  • 05.04.2017

Allt á fullu hjá Kiwanisklúbbnum Ós

Starfsárið 2016-2017 hefur verið skemmtilegt og líflegt hjá Kiwanisklúbbnum Ós. Starfsemin hófst á stjórnaskiptafundi í Pakkhúsinu þar sem Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyja kom og sá  um stjórnarskiptin, en hann er fyrsti félagi í Ós sem hefur embætti umdæmisstjóra. Honum til aðstoðar var umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson félagi í Ós. 
Í október var K-lyklasala Kiwanis um land allt og fékk Ós fimleikadeild Sindra til að

Svæðisráðsfundur Óðinssvæðis

  • 03.04.2017

Svæðisráðsfundur Óðinssvæðis Svæðisráðsfundur var haldinn á Húsavík laugardaginn 1. apríl.

Svæðisráðsfundur Óðissvæðis, Húsavík laugardaginn 1 apríl

  • 03.04.2017

Svæðisráðsfundur Óðissvæðis, Húsavík laugardaginn 1 apríl

Fundurinn var einkar vel sóttur er 34 kiwanisfélagar mættu til fundar á Húsavík. Þar á meðal umdæmisstjóri, kjörumdæmisstjóri, formaður fræðslunefndar og formaður kynningar og markaðsnefndar.   Á fundinum var fjallað um samstarf klúbba á svæðinu  og fóru fram umræður í 2 vinnuhópum  samtstaða klúbbanna á svæðinu koma berlega í ljós við kynning á niðurstöðum hópanna koma greinilega í ljós þar sem niðursöður beggja hópa voru nánast samhljóða, áhersla er lögð á að halda árshátið svæðisins og sumarhátið verði á sínum stað og stuðal þannig að meiri kynnum félaga á svæðinu. Jafnframt voru allir samamála um að þáttaka í 

Fundur Jörfa no.756

  • 20.03.2017

Fundur Jörfa no.756

Félagsmálafundur Jörfa 20.mars. Á fundinn kom Konráð Konráðsson kjörumdæmisstjóri og var með kynningu varðandi stefnumótun Kiwanis.

Eldey heimsækir Búrfell

  • 18.03.2017

Eldey heimsækir Búrfell

 Eldey heimsótti Búrfell á Selfossi og hélt með þeim sameiginlegan fund 15. mars.  Eldeyjarfélagar fjölmenntu í rútu og áttu góðan fund með Búrfellsmönnum.  Ræðumaður var séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli. Góður fundur með góðum Kiwanisfélögum.