Fréttir

Haustfréttir af starfi Kiwanisklúbbsins Þyrils.

 • 16.12.2016

Haustfréttir af starfi Kiwanisklúbbsins Þyrils.

Ný stjórn tók til starfa í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi þann 1. október sl. Þar með hófst 47. starfsár klúbbsins, en hann var stofnaður árið 1970. Núverandi forseti klúbbsins er Sigursteinn Hákonarson. Fjöldi félaga er núna 30. Klúbburinn heldur fundi sína í Safnaskálanum við Byggðasafnið að Görðum.

Helsti verkefni Þyrils á þessu hausti hafa verið sala á K-lyklinum, til styrktar geðsjúkum. Að þessu sinni var sala lykilsins hér í bæ gerð í samvinnu við Foreldrafélag 3. flokks karla í knattspyrnu, sem Þyrill styrkti vegna sölunnar.

Í allmörg ár hefur klúbburinn séð um upplýsingaskilti fyrir ferðamenn, sem staðsett var við

Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Maríuhús

 • 12.12.2016

Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Maríuhús

Síðastliðinn þriðjudag, þann 6. desember komu félagar í Kiwanisklúbbnum Elliða færandi hendi í Maríuhús. Þeir gáfu húsinu rennibekk og tifsög í nýtilkomið smíðahorn hússins. Erla Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, átti frumkvæðið að því að útbúa smíðahorn til að auka fjölbreytni í daglegri iðju.
 
Vilhjálmur Guðbjartsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Elliða er jafnframt notandi Maríuhúss og því var ákveðið að fara þess á leit við klúbbinn að styrkja starfsemina með

Skógarhögg hafið hjá Kiwanisklúbbnum Ós

 • 11.12.2016

Skógarhögg hafið hjá Kiwanisklúbbnum Ós

Á þessu starfsári heldur Kiwanisklúbburinn Ós upp á 30 ára afmæli. Starfsemin hófst á stjórnarskiptafundi í Pakkhúsinu þar sem Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar kom og sá um stjórnarskiptin. Honum til aðstoðar var umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson en báðir eru félagar í Ós. Þess má nefna að það sem af er ári hafa fimm nýir félagar gengið í klúbbinn. Stjórn styrktarnefndar Kiwanisklúbbsins Óss hefur samþykkt að Ós styrki tíu fjölskyldur í samstarfi viðSamfélagssjóð Hornafjarðar. Styrktarsjóður Óss gefur

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember

 • 03.12.2016

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember

Þann 3. desember var svæðisráðstefna Ægissvæðis.  Var hún mjög vel sótt og fundurinn var bæði góður og gagnlegur.   Kiwanisklúbburinn Eldborg sá um fundinn að þessu sinni og það verður erfitt að toppa það glæsilega morgunverðarhlaðborð sem var þar í boði.  Forsetar lásu skýrslur, en þar var afturhvarf til fortíðar og forsetar voru beðnir um að koma með skýrslur á blaði eins og var gert hér áður fyrr.  Sýndist mér það mælast bara vel fyrir.  Gott gengi er í svæðinu en þrír klúbbar eru orðnir fremur fámennir en ekki var annað að sjá en þeir ætluðu að snúa vörn í sókn því þeir hafa ákveðið sameiginlegan fund eftir áramót.  Það er mikil hvatning fyrir fámennari klúbba að

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

 • 30.11.2016

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

Fimmtudaginn 24 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur hjá Helgafelli en þessari hefð var komið á fyrir nokkuru. Fundur var settur kl 19,30 og að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og gæddu menn sér á steiktum saltfiski að spænskum hætti frá Veisluþjónustu Einsa Kalda og rann þessi dýrindis fiskur ljúflega niður. Að loknu matarhléi kom bruggmeistarinn okkar frá Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson í pontu og kynnti nokkurar jólabjórtegundur og fengu menn atkvæðaseðla til að gefa bjórunum einkun frá einum upp í fimm, og var ekki annað að sjá en menn væru ánægðir með jólabjórinn í ár.
 
Að þessu loknu stigu tveir tónlistarmenn úr Eyjum þeir Sæþór Vídó Þorbjarnarson og Gísli Stefánsson á stokk og hófu kynningu á nýútkomnum geisladiski sem ber nafnið “ Í skugga meistara yrki ég ljóð” en þessi diskur hefur að geyma lög og texta eftir Eyjafólk og er ekki annað að heyra að útkoman sé góð. Þeir félagar sögðu frá diskinum og höfundum á glæru sýningu og að sjálfsögðu voru gítararnir með í ferð og léku þeir og sungu nokkur lög við góðar undirtektir fundarmanna og gesta. Að loknu erindi þeirra félaga færði forseti þeim smá bókargjöf sem þakklætisvott frá Helgafellsfélögum og berum við þeim ásamt Ölgerðinni og Jóhanni Guðmundssyni bestu þakkir fyrir góðann og

Flugeldasalan hefst í dag

 • 28.11.2016

Flugeldasalan hefst í dag  Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda hefst í dag (miðvikudag 28. des). Salan verður í Fjörunni við Húsavíkurhöfn, opið 13:00 - 21:00.

Umdæmisstjórnarfundur.

 • 26.11.2016

Umdæmisstjórnarfundur.

Umdæmisstjórnarfundur 26 nóvember 2016

Haukur umdæmisstjóri setti fund kl 10.oo og tilkynnti að hann myndi keyra fundinn áfram og í stað þess að taka matarhlé yrði borðað eftir fundinn vegna þess að menn þurfa að komast til síns heima .  Fundurinn hófst á kynningu fundarmanna sem koma víða að. Haukur hóf síðan skýrsluliðinn á sinni skýrslu og stiklaði á stóru yfir starfið og það sem búið er verið að gerast hjá honum síðan hann tók við embætti Umdæmisstjóra. Sigurður Einar Umdæmisritari kom næstur með úrdrátt úr sinni skýrslu, en þess er vert að geta að allar skýrslur stjórnar og nefndarmanna munu birtast hér á vefnum um leið og fundagerðin er klár. Magnús Umdæmisféhirðir kom næstur og sagði að ársreinkningur síðasta starfsárs fylgir hanns skýrslu og er búið að senda hann til endurskoðunar, Magnús fór lauslegar yfir fjármálin og hanns starf og er ekki að sjá annað en 

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði á Siglufirði

 • 22.11.2016

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði á Siglufirði

Fundur svæðisstjóra var haldinn 19 nóvember á Siglufirði. Góður og málefnalegur fundur. Hefði mátt vera betri mæting. Veðurguðirnir spiluðu þar inní. Fundarmönnum var skipt í tvo málefnahópa með það að markmiði að fara yfir spurningar sem svæðisstjóri sendir út í Kiwanisklúbba á Óðinssvæði í byrjun starfsársins. Svör hafa borist frá flestum klúbbum. 
Hér að

Keilir afhendir Brunavörnum Suðurnesja bangsa !

 • 22.11.2016

Keilir afhendir Brunavörnum Suðurnesja bangsa !

Þann 21 Nóvember afhenti Kiwanisklúbburinn Keiir nýjar birgðir af böngsum til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.

Hefð hefur skapast fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja.

Bangsinn hefur fengið nafnið Ævar en það er gert í nafni Ævars Guðmundssonar fyrrverandi Keilismanns sem lést árið 2008 en fjölskyldan hans styrkti verkefnið „Kiwanisklukkan“ á

Gjafir til Skjálfandafélaga.

 • 18.11.2016

Gjafir til Skjálfandafélaga.

Þegar félagar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda mættu til fundar á miðvikudagskvöldið biðu þeirra gjafir frá eiginkonum þeirra.
Voru það tvö hitaborð og súpupottur og kemur þetta til með að nýtast vel í Kiwanishúsinu.

Skjálfandafélagar færa þeim bestu þakkir fyrir.

Góðar gjafir

 • 17.11.2016

Góðar gjafir Þegar félagar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda mættu til fundar á miðvikudagskvöldið biðu þeirra gjafir frá eiginkonum þeirra.

Stefnumótunarþing

 • 12.11.2016

Stefnumótunarþing

Eftir hádegi var myndaður stór hringur og spurningum varpað fram sem síðan verða ræddar í umræðuhópunum eftir þvi fundarformi sem áður er getið.

Það er skemmst frá því að segja að þetta fundarform er frábært og fær nánast alla fundarmenn til að tala, já bara eins og að ræða málin yfir kaffibolla á góðri kaffistofu, og er þetta form frábært t.d fyrir klúbba ef þarf t.d að ræða innri mál klúbba til að fá félaga til að tjá sig. Eftir frábærar umræður og margar góðar hugmyndir 

lokaði Hjördís opna rýminu og hélt smá erindi og jafnframt spurði fundarmenn hvernig þeim 

Stefnumótunarþing grasrótar Kiwanis.

 • 12.11.2016

Stefnumótunarþing grasrótar Kiwanis.

Stefnumótunarþing undir titlinum "Á-ætlun" um betra umdæmi var sett á Hótel Hafnarfirði í morgun laugardaginn 12 nóvember. Konráð Konráðsson formaður stefnumótunarnefndar setti fundinn og fór yfir dagskrá þingsins, og bauð síðan Hauk Sveinbjörnsson umdæmisstjóra velkominn í pontu Haukur sagði frá því að við værum fyrsta umdæmið sem heldur svona ráðstefnu með þessu formi . Haukur lýsti yfir ánægju sinni með frábæra mætingu en tæplega 50 manns skráðu sig á þingið. Haukur sagði sitt mottó að vera stoltur Kiwanis maður, og við eigum 

Sviða og lappa veisla Sjaldar í Fjallabyggð !

 • 11.11.2016

Sviða og lappa veisla Sjaldar í Fjallabyggð !

Það verðu sviða- lappa-veisla á fundi Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð, föstudagskvöldið 18. nóvember kl. 19.30.  Á laugardeginum 19. verður haldin svæðisráðsfundur Óðisnsvæðis í sama sal á Siglufirði.

Kiwanisfélagar ásamt mökum eru boðnir velkomnir á 

Dyngja hélt Bingó í Árskógum.

 • 08.11.2016

Dyngja hélt Bingó í Árskógum.

Kiwanisklúbburinn Dyngja hélt bingó í Árskógum, mánudagskvöldið 7. nóvember. Spilaðar voru 15 umferðir, um veglega vinninga frá velunnurum klúbbsins. Í hléi var kaffi og heimabakaðar "dyngjur" í boði. Ágóði bingósins rennur eins og oft áður til Vinasetursins. Við í Kiwanisklúbbnum Dyngju viljum

31. Villibráðahátíð Hraunborgar !

 • 02.11.2016

31. Villibráðahátíð Hraunborgar !

Hin frábæra Villibráðarhátíð Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði verður haldin laugardaginn 5 nóvember kl 12.00 í Sjónarhóli Kaplakrika. Þarna verður að venju glæsilegt Villibráðarhlaðborð að hætti  Grétars J. Sigvaldasonar matreiðslumeistari. Einnig veður boðið uppá Happadrætti og Listaverkauppboð og margt fleira.

Hér að neðan má sjá allt um þetta ásamt

Ívar Atlason með fyrirlestur.

 • 01.11.2016

Ívar Atlason með fyrirlestur.

Á almennum fundi s.l fimmtudag 27. október sem jafnframt var Kótilettufundur, var Ívar Atlason yfirmaður HS orku í Vestmannaeyjum með fróðlegan fyrirlestur. Efnið var um varmadælur til að hita upp hús í Vestmannaeyjum, en þessi búnaður gæti lækkað hitunarkostnað heimila um 10 %. Þegar eru hafnar framkvæmdir við þetta verkefni og er byrjað að bora við Hlíðarveg þar sem húsið með dælubúnaðnum mun rísa, en úr þessum borholum verður  p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} nægur sjór til að keyra varmadælurnar. Erindi Ívars var vel uppsett og fróðlegt og svaraði hann fjölda spurninga frá fundarmönnum sem voru mjög áhugasamir um verkefnið enda Vestmannaeyjar eitt af svokölluðu köldum svæðum sem ekki hafa yfir hitaveitu að ráða en aftur á móti var hraunhiti notaður við kyndingu húsa til skammst tíma og síðan tóku rafskautakatlar við, en framtíðin er vonandi varmadælur. Að loknu erindi færði forseti Ívari bækurnar Við Ægisdyr sem smá þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum og þökkum við Ívari kærlega fyrir frábært erindi.  

Sámal Bláhamar er nýr ævifélagi Kiwanis Internatonial.

 • 31.10.2016

Sámal Bláhamar er nýr ævifélagi Kiwanis Internatonial.

Sámal Bláhamar svæðisstjóri Færeyja hjá Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar er nýr ævifélagi Kiwanis Internatonial.

Allir ævifélagar KI fara á heiðurslista í félagatal Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyja Hvítu bókinni. Sámal segir frá hvernig

hann gekk í Kiwanis og hvað Kiwanisklúbbarnir starfa við í Færeyjum.

 

 

Í 1981 heitti Eirikur Ingvarsson verkfrøðingur, á