Ferðalýsing Frakklandsferðar (Gylfi Ingvarsson)

Ferðalýsing Frakklandsferðar (Gylfi Ingvarsson)


Dagur 1. Lagt af stað frá Leifstöð í  12 daga ferðalag með 40 Kiwanisfélögum og mökum um Frakkland og setu á Heimsþingi Kiwanis 2017 í Parísarborg.

Dagur 2. Farið í ferð um Normamdí með leiðsögn, þar sem einn af hildarleikjum seinni heimstyrjaldar átti sér stað.

Dagur 3.  Farið  í gönguferð um Virkið í St.Malo undir leiðsögn Evu fararstjóra og eftir snæðing og vökvun var farið á ströndina og við Sigurður P Tumi Sigurðsson gengum út í Fort National.

Dagur 4. Þennann dag var farið á Bretagneskagan í þorpið Paimpol, en þaðan sigldu fjöldi Franskra sjómanna á Íslandsmið, og tóku fulltrúar vinasamtaka á móti okkur og sýndu okkur helstu kennileiti eins og gónhólinn og safn til minningar um samskiptin, og vegg í kirkjugarðinum þar eru nöfn skipa sem fórust og fjöldi manna. Móttöku nefndinni voru færðar þakkir og gjafir.

Dagur 5. Nú var farið í einn glæsilegasta og fjölsóttasta ferðamannastað Frakklands, Mont Saint Michel sem er lítil klettótt smáeyja með klaustri og kirkjum sem taka mest allt svæðið á eynni. Eftir feðina var farið í gönguferð í fjörinni og farið í sjóinn. Gott veður hefur verið, og hitinn hefur farið í 38 c  en í dag fór hann niður í 28 c.

Dagur 6.  Nú var haldið  til borgarinnar Rannes með stuttu stoppi í bænum Dinan sem er gamall bær þar sem gamli tíminn er upplifður.  Í Rannes fengu karlarnir smit af kvennaveiki sem eru fatakaup allt frá skyrtum upp í alkæðnað og ljóst er að við munum bera af á galaballinu.

Dagur 7. Nú var komið að því að færa sig nær París, og fyrsta stopp var í Chartres til  að skoða eina fegurstu kirkju í gotneskum stíl, og þegar komið var að kvöldi var komið á gott hótel í Meudon, en var kvöldið rólegt en Böddi og Sara fengu sérstakar móttökur í sínu herbergi. Þægilegur hiti 26 c. og gola

Dagur 8. Á degi átta var stefnan tekin á Versali, en höllin sem Loðvík 14 lét reisa.  Höllin og  garðarnir eru eitt stórt listaverk . Eva fararstjóri sagði söguna í stórum dráttum en sjón er sögu ríkari.  Þegar við mættum á hótelið tóku Kiwanisfélagar á móti okkur með glaðning í fljótandi formi. Um kvöldið fóru fyrrum umdæmisstjórar með mökum í kvöldverð með sínum árgöngum.

Dagur 9.  Í byrjun dags var farið í stutta skoðunarferð um París og fyrst var nýji Sigurboginn La Défense skoðaður en hann eins og hótelið eru í fjármálahverfinu og síðan niður í bæ að þeim ein ag sanna Sigurboga. Á þessum degi  sóttu þingfulltrúar  gögnin sín  en kl 18:30 var þingið sett og þar mættum við öll.

Dagur 10. Við byrjuðum daginn með ferð niður í miðbæ undir leiðsögn Evu fararstjóra þar sem við urðum vitni að mikilli flugsýningu fórum að Norte Dam en þá skildu leiðir þar sem Kiwanisfélagar þurftu að taka Metró á þingstað
Þar sem fram fóru kosningar um lagabreytinga og um menn í heimsstjórn og fóru kosninga að mestu leiti eins og við kusum og Daniel Vigneron okkar maður var kosinn kjörforseti KI. Einnig var Ernest Schmid kosinn tröstí en í framboði sagði hann vera með kassa sem í væri leyndarmál að sinni aðferðarfræði ef hann næði kjöri og þá myndi hann uppljóstra leyndarmálið og það gerði hann og það gladdi mig mikið því innihaldið var K-lykillinn okkar sem hann ætlar að nota á táknrænan hátt.
Um kvöldið var glæsilegt galaball og um miðnætti var glæsileg flugeldasýning við Effelturninn.

Dagur 11. Dagurinn byrjaði með fundi í KIE þar var okkar maður Óskar Guðjónsson settur inn sem kjörforseti og eftir hádegi voru þingslit. Einn félagi var rændur og tilraun var gerð hjá öðrum en vegna vökulla augna Nínu var ráni forðað. Um kvöldið var veisla í boði Hauks umdæmisstjóra mikið fjör og mikið gaman. Takk Haukur Þ Sveinbjörnsson.

Dagur 12. Síðasti dagur ævintýra ferðar um Frakkland sem Diddi og Böddi skipulögðu undir frábærri leiðsögn Evu Maríu.Nú var farið í Effelturninn sem var magnað og þar á eftir farið í siglingu á Signu og að lokum var farið upp í Montmartre hæð og þar er kirkjan Sacré Coeur og þar er einnig listamannahverfi og fjöldi matsölustaða, stórkostlegt útsýni yfir París.

 

MYNDASAFN MÁ SJÁ HÉR