Frá Keili og Vörðu Reykjanesbæ

Frá Keili og Vörðu Reykjanesbæ


Í maí afhentu Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða börnum í fyrsta bekk grunnskóla hjálma í Kiwanissalnum við Iðavelli. Allir sem vildu fengu pulsur og drykk í boði Skólamatar og sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var á staðnum. Sendum við Skólamat og Brunavörnum okkar bestu kveðjur fyrir aðstoðina.

Alls fá 254 börn í Reykjanesbæ og Vogum hjálma þetta árið.