Sterkasti fatlaði maður heims !

Sterkasti fatlaði maður heims !


18. júní var keppt um sterkasta fatlaðamann heims og fór mótið fram í Hafnarfirði í tengslum við Víkingahátíðina sem haldin er þar árlega.
Að venju styrkti Kiwanisklúbburinn Hekla mótið með því að gefa allar medalíur og bikara sem veittir voru. Eins og sést á myndum voru þetta mikil átök ánægjan skein úr öllum andlitum. Heklufélagar mættu á 

staðinn og afhentu verðlaun.
Kiwanisklúbburinn Hekla hefur styrkt þessa keppni frá upphafi, þ.e. 16 ár.

Sigurður R. Pétursson, forseti Heklu.