Fréttir

Kæru Kiwanisfélagar og vinir

  • 30.08.2016

Kæru Kiwanisfélagar og vinir

Kiwanisklúbburinn Freyja Skagafirði mun halda vígsluathöfn sína þann 9. september næstkomandi.

Mun gleðin fara fram í félagsheimilinu Ljósheimum Sauðárkrók og byrjar athöfnin kl 20:00.

Vígsla, skemmtun og  léttar veitingar.

Vonumst við til að sjá sem flesta og hlökkum til að verða formlega vígðar inn í Kiwanis fjölskylduna á Íslandi.

 

Eldeyjarmótið í golfi

  • 28.08.2016

Eldeyjarmótið í golfi  Árlegt golfmót Eldeyjar var haldið á velli GKG sunnudaginn 28. ágúst í blíðskaparveðri.  Keppt var í flokki Eldeyjarfélaga og einnig flokki gesta.  Úrslit urðu þessi :  Eldeyjarfélagar:1. Eyþór K. Einarsson - 37 punktar2. Guðlaugur Kristjánsson - 32 punktar3. Bjarni Gíslason - 32 punktar Gestir:1. Nanna Þorleifsdóttir - 25 punktar2. Eðvald Eðvaldsson - 22 punktar3. Ásgerður Gísladóttir - 20 punktar

Ós styrkir börnin

  • 26.08.2016

Ós styrkir börnin

Í sumar gaf Kiwanisklúbburinn Ós Start M6 Junior barnahjólastól og einnig æðalýsingatæki til notkunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði. Það var Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri hjá HSSA sem veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd Heilbrigðisstofnunarinnar og þakkaði hún Sigurðir Einari Sigurðssyni ritara Óss fyrir góðar gjafir. 

 

Kiwianishreyfingin er góðgerðarsamtök sem

Jólaball Eldeyjar

  • 18.08.2016

Jólaball Eldeyjar

 Jólaball var haldið í Eldeyjarhúsinu sunnudaginn 20. desember.  Eldeyjarfélagar fjölmenntu með afkomendum og vinum, jólasveinninn kom í heimsókn, boðið var upp á heitt súkkulaði og gestir tóku með sér sýnishorn af jólabakstrinum. Myndir á myndasíðu.

Jólafundur Gullstjarna.

  • 12.08.2016

Jólafundur Gullstjarna. Jólafundur Jörfa var haldinn 9.dsember að Hliði á Álftanesi.  Þar er nýuppgerður veitingastaður sem Jóhannes í Fjörukránni rekur nú. Við vorum fyrsti hópurinn  sem þar kemur eftir endurbætur og fengum sérstakar móttökur í samræmi við það.  Húsakynni eru skemmtileg og skreytt ótal munum úr náttúrinni og  er sjón sögu ríkari.  Við mættum tæplega 40 og flest komum við saman  í rútu og áttum góða kvöldstund. Sérstaklega var ánægjulegt að þrjár ekkjur látinna félaga komu til að gleðjast með hópnum. Friðjóni Hallgrímssyni  var færð gjöf í tilefni 70 ára afmælis og Haraldur Finnsson var  sæmdur gullstjörnu Kiwanis. Þá las Þórarinn Eldjárn smásögu úr nýútkominni bók og séra Þór Hauksson flutti hugvekju og mæltist báðum vel.  Félagar sögðu gamansögur að venju og fóru allir til síns heima glaðir í bragði eins og Jörfamönnum er tamt.  

Útihátíð Óðinssvæðis

  • 30.06.2016

Útihátíð Óðinssvæðis

 Um síðustu helgi var haldin útihátíð Óðinssvæðis í Ártúni við Grenivík.

Fréttablað Heklu á Tímarit.is

  • 23.06.2016

Fréttablað Heklu á Tímarit.is

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur gert það gott í starfi fyrir samfélagið og haldið vel utan um það sem fram hefur farið í klúbbnum. Klúbburinn hefur m.a gefið út fréttablað frá upphafi og kom fyrsta tölublað út í marz 1966 (já mars var skrifað með z í gamla daga) 

Þessar frábæru heimildir klúbbsinns er nú orðið aðgengilegar á veraldarvefnum á timarit.is, en það

Sterkasti fatlaði maður Íslands !

  • 20.06.2016

Sterkasti fatlaði maður Íslands !

Á Víkingahátíðinni í Hafnafirði sem haldin var í 21 skipti  dagana 16 til 19 júni var keppt um titilinn Sterkasti fatlaði maður Íslands. Í þetta skiptið voru eingöngu íslenskir þáttakendur en sigurvegarar keppninnar halda síðan til Englands þar sem keppt verður um titilinn sterkasti fatlaði maður heims síðar á þessu ár. Það var síðan

Landsmót Kiwanis í Golfi

  • 18.06.2016

Landsmót Kiwanis í Golfi

Sælir ágætu Kiwanismenn og konur. Á morgun kl 10.00 fer fram landsmót okkar í golfi og fer mótið fram á Þorlákshafnarvelli eins og áður en það er mjög góð aðstaða hjá Þorlákshafnar mönnum. Þáttaka er heldur dræm og því viljum við byðja Kiwanisfólk að rífa fram golftækinn og skrá sig til leiks en allar nánari upplýsingar eru hér að neðan

Umdæmisþing 2016 í myndum

  • 10.06.2016

Umdæmisþing 2016 í myndum

Nú er komið á vefinn inn í myndasafni fullt af myndum frá þinginu  okkar sem fram fór nú í maí það var Magnús Svavar Magnússon félagi í Eldey sem tók þessar myndir og Steinn Ástvaldsson sendi líka inn myndir og berum við þeim bestu þakkir fyrir.

 

Heklufélagar á Njáluslóðum.

  • 30.05.2016

Heklufélagar á Njáluslóðum.

Laugardaginn 28. maí s.l. fóru Heklufélagar ásamt eiginkonum á Njáluslóðir. Fararstjóri og leiðsögumaður var Bjarni Eiríkur Sigurðsson, Bjarni er vel að sér í Brennu Njálssögu og fór hann með okkur í Njálusetrið á Hvolsvelli og að Bergþórshvoli og víðar um Landeyjar og Fljótshlíð þar sem sagan gerist.

Heimsóttum Bjarna að

Óskar Guðjónsson kjörinn til forseta Kiwanis í Evrópu !

  • 29.05.2016

Óskar Guðjónsson kjörinn til forseta Kiwanis í Evrópu !

Ánægjuleg tíðindi hafa borist frá Evróðuþinginu í Austurríki en Óskar okkar Guðjónsson úr Eldey í Kópavogi var kjöinn til embættis Evrópuforseta með miklum yfirburðum, ekki nóg með það heldur var

uppskera Norðurlanda í  kosningum  á  Evrópuþing í Villach  mjög góð.

Í kosningum til Evrópu trustee hafði  Paul Inger Paulson sigur í annari umferð og í Evrópuforseta kosningum vann  Óskar okkar stór sigur fékk 135 atkvæði af 176 gildum .

Óskar þarf vart að kynna fyrir

Jólafundur Drangeyjar

  • 21.05.2016

Jólafundur Drangeyjar

Jólafundur Kiwanisklúbbsins Drangeyjar var haldinn í gærkvöldi. Fjölmenni var og buðu félagar konum sínum á fundinn.

Lokahóf 46. umdæmisþings

  • 16.05.2016

Lokahóf 46. umdæmisþings

46. umdæmisþingi Kiwanis lauk með glæsilegu hófi í sal FÍ á laugardagskvöldið. Þar sá veitingahúsið Laugarás um gómsætar veitingar sem gestirnir gerðu góð skil. Eftirréttur í hófinu var í boði Bása og Kötlu sem gáfu ljúffengar rjómatertur í tilefni af afmælisárum klúbbanna. 

 

Veislustjóri var Friðjón úr Kiwanisklúbbnum Jörfa. Hann hafði frá mörgu spaugilegu að segja og veltust veislugestir of um af hlátri. Bjarni Arason sá um skemmtiatriði og hljómsveitin Upplyfting sá um fjörið á ballinu. Einn Kiwanisfélaga Sigursteinn Hákonarson sem er betur

Ferð um Reykjanes með erlendu þing gestina.

  • 16.05.2016

Ferð um Reykjanes með erlendu þing gestina.

Föstudaginn 13. maí var farið með erlenda gesti á Kiwanisþinginu um Reykjanes. Það var Gústi hjá Unique Iceland tours sem fór með hópinn á sérútbúnum jeppa sem kemst yfir fjöll og firnindi. Þó Reykjanesskaginn sem ekki mjög stór er þar margt sjá. Hópurinn stoppaði nokkrum sinnum við Kleifarvatn og sá m.a. annars tröllið í vatninu, hellisskúta og jarðhitasvæðið í Seltúni. Þá var keyrt að Geitahlíð og gengið upp á Stóru-Eldborg sem er sérlega glæsilegur hraungígur. Þaðan var svo haldið á Selatanga. Þar má sá má sjá tóftir sjóbúða og fallegar

Umdæmisstjórnarfundur Kiwanishúsinu Bíldshöfða

  • 16.05.2016

Umdæmisstjórnarfundur Kiwanishúsinu Bíldshöfða

Föstudaginn 13. maí var umdæmisstjórnarfundur hjá Kiwanis og var hann haldinn í Kiwanissalnum að Bíldshöfða 12. 

Þar var gengið til dagskrár. Eftir að Gunnsteinn umdæmisstjóri setti fundinn fluttu þeir svæðisstjórar sem voru viðstaddir skýrslu. 

Það markverðasta var að nýr klúbbur hefur verið stofnaður á Óðinssvæði og er það kvennaklúbburinn Freyja sem er staðsettur á Sauðárkróki. Allir svæðisstjórar hafa verið duglegir að heimsækja klúbba og má nefna að á Ægissvæði hafa bæst við sjö nýir félagar hjá Eldey. 

 

Eftir skýrslur svæðisstjóra flutti Gylfi formaður K-dagsnefndar erindi þar sem kom fram að BUGL og PIETA yrði styrkt í haust og nefndi að hann

Þingstörf Kiwanis eftir hádegishlé.

  • 15.05.2016

Þingstörf Kiwanis eftir hádegishlé.

Eftir hádegishlé tók forseti Kiwanis International European Federation Ernest Schmid til máls og þakkaði Óskari fyrir stuðninginn við stífkrampaverkefnið. Þá ávarpaði Daníel Vigneron ráðgjafi umdæmisins Ísland-Færeyjar viðstadda  og fjallaði um klúbbinn sinn og stækkunarmöguleika hjá þeim. Næst tók til máls Eivind Sandnes frá Norden umdæminu og talaði á norsku. Talaði hann um safnanir til UNICEF og upphæðir sem hefðu safnast hjá þeim fyrir börn. Gylfi formaður K-dags kynnti PIETA og BUGL verkefnin sem verða styrkt í haust. Unnur Heba starfsmaður á BUGL sagði frá því hvernig er unnið þar. Jóhanna María Eyjólfsdóttir formaður PIETA kynnti nýstofnaða hreyfingu og starfið sem verður

Þingstörf Kiwanis fyrir hádegishlé.

  • 15.05.2016

Þingstörf Kiwanis fyrir hádegishlé.

Umdæmisstjóri Gunnsteinn Björnsson hóf þingfund á því að skipa kjörnefnd. Þá bað hann viðstadda að minnast fallina Kiwanisfélaga með einnar mínútu þögn.  Þá flutti hann pistil um ár sitt sem umdæmisstjóra. Að því loknu las hann pistil Sögusvæðis fyrir fjarstaddan Tómas svæðisstjóra.

Þegar Gunnsteinn lauk máli sínu lásu aðrir svæðisstjórar sína pistla. Inntak pistla þeirra er í þingblaði.  Fjarstaddur svæðisstjóri Færeyjasvæðis bað fyrir kveðjur á þingið.

 

Gunnsteinn fór yfir samantekt úr málstofu markaðs- og kynningamála. Þar var m.a. fjallað um að hver klúbbur greini sína stöðu, ákveði hverjir eiga að koma á þing og hvernig haga skuli

Formleg setning 46. umdæmisþings Kiwanis

  • 14.05.2016

Formleg setning 46. umdæmisþings Kiwanis

Formleg setning 46. umdæmisþings Kiwanis fór fram í Grafarvogskirkju föstudagskvöldið 13. maí. Formaður þingnefndar Jóhann Kristján Guðfinnsson stjórnaði athöfninni.  Gunnsteinn Björnsson umdæmisstjóri setti þingið og í kjölfarið voru flutt nokkur ávörp. Sigurður Grétar Helgason prestur flutti hugvekju þar sem hann gerði gleðina að umfjöllunarefni og mikilvægi þess að vera jákvæður.  Eftir orð Sigurðar spilaði Guðrún Gígja Arnardóttir á fiðlu. Forseti Kiwanis International European Federation Ernest Schmid flutti ávarp um

Fræðslufundir hjá Kiwanis

  • 14.05.2016

Fræðslufundir hjá Kiwanis

Fræðsla Kiwanis hófst í morgun, föstudaginn 13. maí á sameiginlegum fundi forseta, ritara og féhirða umdæmisins. Guðlaugur Kristjánsson setti fund og talaði um áherslur framundan. Jafnframt kynnti hann næsta umdæmisstjóra Hauk Sveinbjörnsson sem lagði áherslu á að efla þurfi innra starf klúbbanna. Haukur hvatti eldri félaga til að víkja fyrir yngri mönnum til að endurnýjun eigi sér stað í stjórnunarstörfum klúbbanna. Hann nefndi sérstaklega klúbbinn Eldey þar sem sjö nýir félagar hafa bæst við á árinu og eru þeir allir í yngri kantinum. Haukur sagðist