Heklufélagar á Njáluslóðum.

Heklufélagar á Njáluslóðum.


Laugardaginn 28. maí s.l. fóru Heklufélagar ásamt eiginkonum á Njáluslóðir. Fararstjóri og leiðsögumaður var Bjarni Eiríkur Sigurðsson, Bjarni er vel að sér í Brennu Njálssögu og fór hann með okkur í Njálusetrið á Hvolsvelli og að Bergþórshvoli og víðar um Landeyjar og Fljótshlíð þar sem sagan gerist.

Heimsóttum Bjarna að

Torfastöðum þar sem hann býr ásamt landnámshönum og hænum og aliöndum og fleiri dýrum. 

Við enduðum síðan ferðina með kvöldverði á Hótel Örk Hveragerði. Einstaklega vel heppnuð ferð.

Óskum Kiwanisfólki gleðilegs sumar.

 

Birgir Benediktsson

forseti Heklu.