Formleg setning 46. umdæmisþings Kiwanis

Formleg setning 46. umdæmisþings Kiwanis


Formleg setning 46. umdæmisþings Kiwanis fór fram í Grafarvogskirkju föstudagskvöldið 13. maí. Formaður þingnefndar Jóhann Kristján Guðfinnsson stjórnaði athöfninni.  Gunnsteinn Björnsson umdæmisstjóri setti þingið og í kjölfarið voru flutt nokkur ávörp. Sigurður Grétar Helgason prestur flutti hugvekju þar sem hann gerði gleðina að umfjöllunarefni og mikilvægi þess að vera jákvæður.  Eftir orð Sigurðar spilaði Guðrún Gígja Arnardóttir á fiðlu. Forseti Kiwanis International European Federation Ernest Schmid flutti ávarp um

drauma sína. Eivind Sandnes frá Norden umdæminu flutti ávarp og flutti kveðju frá Norden umdæmi. Þá ávarpaði Daníel Vigneron ráðgjafi umdæmisins Ísland-Færeyjar viðstadda. 

Eftir þingsetningu var opið hús í sal Ferðafélagssins í Mörkinni og var mæting þar hin ágætasta. Þar sat fólk að spjalli til ellefu og naut undirleiks Gunnars Kvaran harmonikkuleikara og fyrrum Kiwanisfélaga.