Þingstörf Kiwanis fyrir hádegishlé.

Þingstörf Kiwanis fyrir hádegishlé.


Umdæmisstjóri Gunnsteinn Björnsson hóf þingfund á því að skipa kjörnefnd. Þá bað hann viðstadda að minnast fallina Kiwanisfélaga með einnar mínútu þögn.  Þá flutti hann pistil um ár sitt sem umdæmisstjóra. Að því loknu las hann pistil Sögusvæðis fyrir fjarstaddan Tómas svæðisstjóra.

Þegar Gunnsteinn lauk máli sínu lásu aðrir svæðisstjórar sína pistla. Inntak pistla þeirra er í þingblaði.  Fjarstaddur svæðisstjóri Færeyjasvæðis bað fyrir kveðjur á þingið.

 

Gunnsteinn fór yfir samantekt úr málstofu markaðs- og kynningamála. Þar var m.a. fjallað um að hver klúbbur greini sína stöðu, ákveði hverjir eiga að koma á þing og hvernig haga skuli

 innri og ytri fræðslu. Jafnframt væri gott ef hver klúbbur hefði sérstakan fjölmiðlafulltrúa. Þá þyrfti að leita samstarfs við styrkþega. Þá er mikilvægt að fjölga í hreyfingunni og ætti sérstaklega að horfa til fólks 30 – 50 ára. Til að vekja áhuga á starfseminni væri hægt að hafa bæði herra og kvennakvöld. Þá skiptir máli að tala alltaf jákvætt um klúbbinn sinn. Niðurstöður málstofunnar verða sendar til forseta seinna í sumar.

 

Emilía Dóra tók þá til máls og hvatti alla til að deila umfjöllun um Kiwanis á facebook og öðrum miðlum. Taldi hún að væri mikil vakning hjá kiwanisfélögum að koma fréttum áleiðis. Bendikt (kjörsvæðisstjóri) talaði að Skjálfandi hafði greint sitt innra starf og hvernig væri hægt að bæta við félögum.

 

Eyþór formaður fjárhagsnefndar fór yfir ársreikninga umdæmisins. Hann sýndi myndband um Ísgolf verkefnið 2012 sem náði að safna miklum fjármunum í Element verkefnið (stífkrampa). Svaraði Eyþór svo fyrirspurnum um uppgjörið. Fór hann svo yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Dóra spurði um kynningarmál í fjárhagsáætlun. Eyþór svaraði hvernig staðið verði að málunum og verður einni milljón varið í kynningar- og markaðsmál. Talað var með og móti sparnaði. Til dæmis hvort hægt væri að hafa umdæmisþing. Eyþór sagði að umdæmisgjöld hækki um 250 kr. Erlendu gjöldin hafa ekki verin ákveðin. Óskar ræddi breytingar á svæðaskipan og nöfnum svæða. Samþykkt var breyting á fjórðu grein umdæmislaga. Jón Árni  frá OLÍS kom og kynnti Olíslykla og samstarf Kiwanis og Olís/ÓB. Hann fór yfir afslætti fyrir Kiwanis hjá OLÍS.

 

Næst var aðalfundur styrktarsjóðs og hafði Óskar orðið fyrir sjóðinn. Kjósa þarf þrjá nýja félaga í stjórnina. Sæmundur H Sæmundsson var kosinn fundarstjóri. Reikningar samþykktir af öllum viðstöddum.  Í kjöri  til styrktarsjóðs voru Birgir Bendiktsson, Ragnar Eggertsson, Óskar Guðjónsson og  Jóhanna María Einarsdóttir og hlutu þau öll kosningu. Sigurður R Pétursson hlaut kosningu sem formaður styrkjtarsjóðs í tvö ár. Það eru spennandi tímar framundan hjá styrktarsjóði því verið er að fá leyfi til að nota kiwanis logo á vörur sem ætlaðar eru á íslenskan markog og skapað meiri tekjur.


SES.