Ós styrkir börnin

Ós styrkir börnin


Í sumar gaf Kiwanisklúbburinn Ós Start M6 Junior barnahjólastól og einnig æðalýsingatæki til notkunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði. Það var Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri hjá HSSA sem veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd Heilbrigðisstofnunarinnar og þakkaði hún Sigurðir Einari Sigurðssyni ritara Óss fyrir góðar gjafir. 

 

Kiwianishreyfingin er góðgerðarsamtök sem

vinna eftir einkunnar orðunum ,, Hjálpum börnum heims" og leitast við að bæta líf og heilsu barna um allan heim.

Nú í september byrjar þrítugasta starfsár Kiwanisklúbbsins Óss og verður afmælisársins minnst með ýmsum uppákomum. Klúbbfélögum finnst gott að byrja nýtt starfsár með góðum gjöfum sem styðja við hið ágæta starf hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fyrir íbúa sveitarfélagsins. 

 

Klúbburinn er alltaf tilbúinn til að taka við nýjum félögum í Kiwanishreyfinguna og hvetjum við alla sem vilja láta gott af sér leiða að kynna sér félagsskapinn. Upplýsingar um klúbbinn eru á fésbókarsíðu Óss https://www.facebook.com/KiwanisclubOs og senda í netfangið kiwanisclubosiceland@gmail.com . Áhugasamir eru endilega hvattir til að hafa samband.

 

SES.