Þingstörf Kiwanis eftir hádegishlé.

Þingstörf Kiwanis eftir hádegishlé.


Eftir hádegishlé tók forseti Kiwanis International European Federation Ernest Schmid til máls og þakkaði Óskari fyrir stuðninginn við stífkrampaverkefnið. Þá ávarpaði Daníel Vigneron ráðgjafi umdæmisins Ísland-Færeyjar viðstadda  og fjallaði um klúbbinn sinn og stækkunarmöguleika hjá þeim. Næst tók til máls Eivind Sandnes frá Norden umdæminu og talaði á norsku. Talaði hann um safnanir til UNICEF og upphæðir sem hefðu safnast hjá þeim fyrir börn. Gylfi formaður K-dags kynnti PIETA og BUGL verkefnin sem verða styrkt í haust. Unnur Heba starfsmaður á BUGL sagði frá því hvernig er unnið þar. Jóhanna María Eyjólfsdóttir formaður PIETA kynnti nýstofnaða hreyfingu og starfið sem verður

 í framtíðinni. Gylfi sagði frá PIETA göngunni og var Lífsvísi Kiwanis dreift í þeirri gögnu. Gylfi áréttaði að klúbbar sendi til K-dagsnefndar K-lyklatengla. Eyþór Einarsson hættir í fjárhagsnefnd og í hans stað bauð Kristján G Jóhannson í Básum sig fram. Kiwanisklúbburinn Helgafell styrkir fjölskyldur til kaupa á íþróttagleraugum fyrir börn á aldrinum 6-15 ára og hægt að sækja um á 4 ára fresti. Klúbburinn leggur það til að það verkefni verði tekip upp á landsvísu. Upplýsingar verða settar inná heimasíðu Helgafells.

Haukur kynnti framboð sitt til umdæmisstjóra 2016-2017 og var það samþykkt með lófataki. Konráð Konráðsson kynnti framboð sitt til kjörumdæmisstjóra 2016-2017 og var það samþykkt með lófataki. Kosið var til embættis verðandi kjörumdæmisstjóra 2016-2017 Eyþór Einarsson og var það samþykkt með lófataki. Staðfest var umdæmisstjórn 2016-2017 og var það samþykkt með lófataki. 

47. Umdæmisþing verður haldið  22. -23.  september 2017 á Akureyri og  umdæmisþing 2018 verður í Mosfellsbær. Í lokin var kynnt að 49. umdæmisþing yrði í Hafnarfirði.

 

Í lokin var afhending viðurkenninga:  Fyrirmyndafélagar eru Sævar Hlöðversson Eldey, Guðlaugur Kristjánsson Eldey og Eiður Ævarsson Keili.  Fyrirmyndaklúbbar eru Drangey, Dyngja, Jörvi, Katla, Eldey, Hraunborg, Keilir, Helgarfell,  Ölver, Skjálfandi og fleiri geta bæst við í haust.

Ýmsir þurftu að tjá sig undir liðnum önnur mál, meðal annars Ólafur formaður hjálmanefndar. Í máli hans kom fram að  síðustu tólf ár hafa 27.000  hjálmar verið gefnir í samstarfi við Eimskip.
Að loknum góðum þingdegi hlakka fundarmenn til að hittast á Gala kvöldi.

 

SES.