Fræðslufundir hjá Kiwanis

Fræðslufundir hjá Kiwanis


Fræðsla Kiwanis hófst í morgun, föstudaginn 13. maí á sameiginlegum fundi forseta, ritara og féhirða umdæmisins. Guðlaugur Kristjánsson setti fund og talaði um áherslur framundan. Jafnframt kynnti hann næsta umdæmisstjóra Hauk Sveinbjörnsson sem lagði áherslu á að efla þurfi innra starf klúbbanna. Haukur hvatti eldri félaga til að víkja fyrir yngri mönnum til að endurnýjun eigi sér stað í stjórnunarstörfum klúbbanna. Hann nefndi sérstaklega klúbbinn Eldey þar sem sjö nýir félagar hafa bæst við á árinu og eru þeir allir í yngri kantinum. Haukur sagðist

stefna af því að senda sameiginlegan póst til forseta og ritara klúbbanna og telur að með því berist erindi betur á milli umdæmisstjórnar og svæðisstjórnar. Í lokin bað Haukur viðstadda að rísa úr sætum og kynna sig.

Eftir að Haukur hafði lokið máli sínu steig Óskar Guðjónsson í pontu og kynnti framboð sitt sem forseta Kiwanisumdæmis Evrópu en í það embætti verður kosið á Evópuþingi Kiwanis í Villach i Austuríki síðustu helgina í maí.

Að þessu loknu hófst hin eiginlega fræðsla og skiptust fundarmenn eftir embættum sínum. Vegna tæknilegra örðugleika með skjávarpa varð að flytja ritarafræðsluna upp á Bíldshöfða. Þar kynntu Sigurður Einar verðandi umdæmisritari og Konráð kjörumdæmisstjóri áherslur og fóru jafnframt yfir mánaðarskýrsluskil á netinu. Þar var jafnframt fjallað um nauðsyn þess að klúbbarnir noti rétt lógó Kiwanis.   Magnús umdæmisféhirðir sagði að allt hefði gengið vel í fræðslu féhirða. Í forsetafræðslu kynntu Guðlaugur Kristjánsson formaður fræðslunefndar og Haukur komandi umdæmisstjóri nýjar áherslur þar sem kjörorðið er:  „styrkjum innra starf – verum sýnileg“