Fréttir

Fundur Jörfa no.756

 • 20.03.2017

Fundur Jörfa no.756

Félagsmálafundur Jörfa 20.mars. Á fundinn kom Konráð Konráðsson kjörumdæmisstjóri og var með kynningu varðandi stefnumótun Kiwanis.

Eldey heimsækir Búrfell

 • 18.03.2017

Eldey heimsækir Búrfell

 Eldey heimsótti Búrfell á Selfossi og hélt með þeim sameiginlegan fund 15. mars.  Eldeyjarfélagar fjölmenntu í rútu og áttu góðan fund með Búrfellsmönnum.  Ræðumaður var séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli. Góður fundur með góðum Kiwanisfélögum.

Jörfafundur 754 20.febrúar 2017

 • 03.03.2017

Jörfafundur 754 20.febrúar 2017

  Forseti setti fund kl. 19: og bauð félaga velkomna. 23 félagar mættir. Guðjón frá afmælisnefnd sagði tvo félaga hafa bætt ári við aldur sinn frá síðasta fundi.  Hafsteinn Elíasson hefði orðið 38 ára og Haraldur Finnsson 75 ára. Böðvar forseti fjallaði um gagnavörslu á rafrænu formi og gerði tilraun til að kenna félögum hvernig það gengi fyrir sig.  Niðurstaðan að með æfingu og leiðbeiningum ættu allir, sem á annað borð nota tölvu, að geta komist upp á lag með að nota þessa rafrænu gagnageymslu bæði til að setja inn í hana og leita að gögnum.

Tveir nýjir félagar í Eldey !

 • 02.03.2017

Tveir nýjir félagar í Eldey !

Tveir nýir félagar þeir Ásgeir Sæmundsson og Einar Ársæll Hrafnsson voru teknir inn í Kiwanisklúbbinn Eldey á fundi s.l miðvikudag.Eru Eldeyjafélagar nú orðnir 66.

Two new members joined Kc Eldey Iceland last wedensday. I had the privledge of doing the ceremonies. Now our member count is 66 members

 

Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði

 • 02.03.2017

Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði

Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði  var haldinn í Glæsibæ á öskudegi. 
Forsetar eða fulltrúar klúbba og félagar komu frá Dyngju, Elliða, Esju, Geysi, Höfða, Jörfa, Kötlu og Þyrli. Umdæmisstjóri kom einnig og enn fremur Óskar Guðjónsson Kl EF. Og Mosfell félagar Rúmlega sjötíu manns mættu.  
Nokkrir klúbbar höfðu þennan fund sem númeraðan fund hjá sér, sem er gott því nauðsynlegt er að félagar klúbbanna komi saman einu sinni á ári. Ég vona að næstu svæðisstjórar stuðli að því.
Frá  JCI á Íslandi kom núverandi landforseti Svava Arnardóttir og fyrrum landforseti Elizes Low. Þau kynntu starf JCI og báðu félagið um að 

Enn fjölgar hjá Eldey

 • 01.03.2017

Enn fjölgar hjá Eldey Á fundi þann 1. mars voru teknir inn 2 nýjir félagar, Einar Ársæll Hrafnsson og Ásgeir Sæmundsson. Arnór L Pálsson og Guðlaugur Kristjánsson stýrðu inntöku því Sævar Hlöðversson, forseti, var meðmælandi ásamt Sigurjóni Þór Sigurjónssyni.  Á fundinum fengu líka 2 félagar, þeir Arnarldur Mar Bjarnason og Þorsteinn Arthursson viðurkenningu fyrir 25 ára starf í Kiwanis.

Árshátíð Óðinssvæðis 2017 á Húsavík

 • 28.02.2017

Árshátíð Óðinssvæðis 2017 á Húsavík

Húsið opnar kl. 19:00 en dagskrá byrjar klukkan 20:00
Árshátíðin verður haldin á veitingastaðnum Fjörunni
LÁGMARKSFJÖLDI ER 60 MANNS TIL ÞESS AÐ ÁRSHÁTÍÐ VERÐI.

1.    Setning – Karl Halldórsson
2.    Styrkveitingar Skjálfanda
3.    Veislustjóri – Stefán Óskarsson
4.    Skemmtidagskrá undir borðhaldi
-    Yfir borðið
-    Uppistandari
-    Atriði frá klúbbum æskileg
5.    Frímann kokkur sér um dansiball ásamt fleirum

Fyrirlestur um mergæxli !

 • 25.02.2017

Fyrirlestur um mergæxli !

Á almennumfundi þann 23 febrúar fengum við góða heimsókn, en Magnú Benónýsson fyrrum Helgafellsfélagi og forseti klúbbsins, eb Magnús er búsettur á Hvolsvelli í dag. Magnús hefur átt við erfið veikindi að strýða en hann greindist með mergæxli og hefur gengið í gegnum erfiða meðferð og aðgerð. Magnús flutti okkur erindi um þennann skæð sjúkdóm og sýni m.a skýringarmyndband. Flestir landsmenn kannast við fjólubláa umslagið sem dreift var á öll heimili en  þetta er þjóðarátak gegn mergæxlum í formi blóðskimunar og hvetur Magnús alla sem vetlingi geta valdið að taka þátt í þessu átaki. Magnúsi var afhent smá gjöf frá klúbbnum og þökkum við honum kærlega fyrir gott erindi og óskum Magnúsi góðs bata. Myndband um átakið er hér

Hafsteinn Gunnarsson 50 ára !

 • 24.02.2017

Hafsteinn Gunnarsson 50 ára ! Félagi okkar Hafsteinn Gunnarsson varð fimmtugur þann 14 febrúar og eins og venja er fékk Hafsteinn afhenda fánastöng frá klúbbnum  á fundi í gær 23 febrúar en þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Við Helgafellsfélagar óskum Hafseini til hamingju með þennann merka áfanga.

Fréttabréf K-dagsnefndar.

 • 20.02.2017

Fréttabréf K-dagsnefndar.

Út er komið 3.tölublað K-dagsnefndar og má nálgast bréfið með að klikka á það hér að neðan.

Afhending styrkja vegna K-dags

 • 19.02.2017

Afhending styrkja vegna K-dags

Í gær laugardaginn 18 febrúar voru afhentir styrkir vegna K-dags að viðstöddu Forseta Íslands og frú, velunnurum og fjölda gesta. Okkur Kiwanisfélögum er mikil ánægja að leggja geðheilbrigðismálum enn og aftur gott lið með fjárstuðningi , en það eru liðin rúm 45 ár síðan Kiwanishreyfingin hóf landsöfnum til styrktar geðheilbrigðismálum með sölu K-lykils sem fer fram að meðaltali á þriggja ára fresti og var söfnunin 2016 sú 14 og má áætla að heildarupphæð Kiwanis til geðheilbrigðismála sé á milli 250 til 300 miljónir. Nú í ár var samþykkt að styrkja tvo aðila, BUGL sérverkefni sem snýr að þjónustu við ingt fólk kr 9.500.000 og PIETA nýstofnuð samtök til að sporna gegn sjálfsskaða og sjálfsbígum kr 9.500.000. Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson var verndari söfnuninnar og 

 

Konur til hamingju með daginn.

 • 19.02.2017

Konur til hamingju með daginn. Kiwanisklúbburinn Jörfi vill þakka frábærar undirtektir vegna konudagsblómasölu. Blómasala Jörfa á konudaginn hefur verið árviss en allur ágóði fer í styrktar sjóð. Ávinningurinn af þessu er ótvíræður; ánægðar (eigin)konur og fjárstyrkur til líkna mála.Jörfi þakkar öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annan hátt og sérstakar þakkir til þeirra er keyptu blómvönd hjá klúbbnum.   GHG

Føroysk gáva til íslendska forsetan

 • 19.02.2017

Føroysk gáva til íslendska forsetan

Í gjár fekk forseti Íslands, Guðni Thorlacius Jóhannesson, hábærsliga gávu úr Føroyum, tá honum varð handað tvær Kiwanis klútadukkur, sum Astrid Andreasen hevur prýtt.
 
Økisstjórin fyri Kiwanis í Føroyum, Sámal Bláhamar, vitjar regluliga í Íslandi. Fyri kortum fekk hann boð úr Íslandi um, at forseti Íslands kom at handa Kiwanis í Íslandi pening til vælgerandi endamál. Sámal greiðir frá, at hann sá hetta sum ein gyltan møguleika at seta føroyar í sjóneykuna, og setti seg síðani í samband í Astrid Andreasen, listakvinnu, sum síðani arbeiddi miðsavnað við dukkunum í eina viku.
 
Astrid Andreasen greiðir frá at hon sjálv hevur litað hárið hjá dukkunum við steinamosa, sum er ein skón sum vaksur á steinum. Skjúrtið til dukkuna er vovið á blindastovninum, og silki sum brúkt er til broderingina hevur hon fingið úr Japan. Hárið á dreingjadukkuni hevur seyðamaðurin, sum er á 20 krónu seðlinum spunnið. Hesin var systkinabarn ommu Astrid, og var omanfyri 90 ár, tá hann spann tað.
 
Sámal Bláhamar sigur at hóast hendan handanin ikki var á uppruna skránni forsetans, so var forsetin sera

Umdæmisstjórnarfundur 18 febrúar

 • 19.02.2017

Umdæmisstjórnarfundur 18 febrúar

Umdæmisstjóri setti fund kl 10.00 og bað fundarmenn um að kynna sig og kynnti síðan Petrínu Rögnu sem nýjan húsvörð hér á Bíldshöfðanum, að þessu loknu var gegnið til dagskrá og hóf Umdæmisstjóri dagskránna með því að fara yfir skýrslu sína en mikið hefur verið að gerast hjá Hauki síðan síðasti Umdæmisstjórnarfundur var haldinn. Sigurður Einar Umdæmisritari flutti næst sína skýrslu og sagði frá heimtum á mánaðarskýrslum klúbbana og að skilin væru alltaf að verða betri. Magnús Umdæmisféhirðir fór aðeins yfir það sem gerst hefur í fjármálum Umdæmisins frá síðasta fundi og er ekki annað að sjá en allt sé í góðu jafnvægi i rekstir Umdæmisins. Konráð kom næstur með skýrslu kjörumdæmisstjóra og sagði m.a frá stefnumótunarvinnu sem er í gangi og hefur nefndin sett á vinnudag til að ganga frá stefnumótun sem yrði lögð fram á þingi í haust. Benedikt spurði út í vinnu frá stefnumótunarráðstefnu í Hafnarfirði og væntanlegar framkvæmd og umfjöllun í grasrótinni. Óskar Guðjónsson talaði einnig um þetta mál og þá þýðingar o.fl fyrir Færeyjar. Óskar fjallaði einnig um starf Umdæmisstjóra og kallaði eftir stöðunni í Umdæminu í sambandi við fjölgun og fleiri liði sem vantar að gera sýnilegri. Haukur þakkaði Óskari fyrir ábendingarnar og þetta yrði lagað. Svæðisstjórar komu næstir með sýnar skýrslur og byrjaði Sámal svæðisstjóri Færeyjasvæðis, og ræddi um þau verkefni sem hann hefur verið að

Kvennakvöld Kiwanisklúbbsins Sólborgar

 • 13.02.2017

Kvennakvöld Kiwanisklúbbsins Sólborgar

Kvennakvöld Kiwanisklúbbsins Sólborgar til styrktar Rjóðrinu verður haldið 3. mars í Hamarsal Flensborgarskólans í Hafnarfirði
Húsið olpnar klo 19.00 en formleg dagskrá byrjar kl 20.00 Miðaverð er 4.000-
Sjá meira neðar

Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð

 • 13.02.2017

Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð

Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð er fyrirhugaður laugardaginn 6. maí.
Við viljum bjóða sem flestum að koma í heimsókn til okkar. Verið er að undirbúa dagskrá og allar ábendingar eru vel þegnar.
Vonum að kiwinisfélagar kynni þetta á fundum hjá sér, en með skráningu er hægt að hringja í Svein Aðalbjörns. Sími: 861-9237 eða á netfangið sveinn@rammi.is
Kv. Kiwanisfélagar Skjaldar

Minning !

 • 08.02.2017

Minning !

Ágætu Kiwanisfélagar.
Mig langar aðeins að stinga niður penna,í minningu okkar ágætis félaga,Þórólfs Jónssonar, úr Kivanisklúbbnum Kaldbak Akureyri
en hann lést miðvikudaginn 1.febrúar, að heimili sínu Hánefsstöðum í Svarfaðardal.
Þórólfur var frá Ysta- Hvammi í Þingeyjarsveit,fæddur 4. maí 1941.
Þórólfur var gegnheill Kiwanismaður,góður félagi og skemmtilegur,
hagyrðingur af bestu gerð og liðtækur harmonikkuleikari.
Ég kallaði Þórólf oft Kiwanismann no.1, endalaust vakinn og sofinn
yfir velferð þeirra klúbba sem

Þorrablót Helgafells 2017

 • 22.01.2017

Þorrablót Helgafells 2017 Í gærkvöldi laugardaginn 21 janúar var haldið Þorrablót í Kiwanishúsinu, en um hundrað og tuttugu  manns mættu á blótið félagar og gestir þeirra. Þeir eru búnir að vera önnum kafnir félagarnir í Þorrablótsnefndinni og skemmtinefnd síðastliðnar tvær vikur og mikið búið að áorka eins og árngurinn sýndi í gærkvöldi. Formaðurinn Sigvard Hammer setti fagnaðinn og fékk síðan veislustjórn í hendurnar á skemmtinefndarmanninum Ragnari Þór sem fórst starfið vel úr hendi. Boðið var uppá dýrindis þorrahlaðborð með öllu tilheyrandi sem nefndarmenn sáu alfarið um undir dyggri stjón Gríms Gíslasonar. Frábær skemmtiatriði voru í boði m.a grinsketsar, sprurningarkeppni sem var með nýju sniði en hún var rarfræn og svarað fólk með símum sínum, skemmtilegt form, félagarnir Ragnar og Kristján léku síðan tvílimað á píanó eins og sjá má á myndbandi hér að neðan, það var síðan hljómsveitin Bakaríið frá Hveragerði sem sá síðan um að leika undir dansi fram á nótt. Frábært Þorrablólt og þökkum við öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annann hátt. Myndband má nálgast HÉR Myndir má nálgast HÉR

Íslenskir fulltrúar á auka Evrópuþingi.

 • 15.01.2017

Íslenskir fulltrúar á auka Evrópuþingi.

Íslenskir fulltrúar ásamt heimsforseta Kiwanis Jane Erickson á auka Evrópuþingi í Lúxemborg 
Icelandic delegates at an extra Europian convention in Luxembourg with World President Jane Erickson

Almennur fundur fyrirlesari og silfurstjarna

 • 14.01.2017

Almennur fundur fyrirlesari og silfurstjarna

Almennur fundur Jörfa 9.janúar 2017Böðvar forseti kynnti fyrirlesarann, Kristínu Lindu Jónsdóttur sálfræðing .  Hún væri sveitastúlka úr Fnjóskadalnum síðar kúabóndi í mörg ár sem fór síðan að læra sálfræði og væri nú ritstjóri og sjálfstætt starfandi sálfræðingur.