Fréttir

Októberfest Eldeyjar

 • 20.10.2016

Októberfest Eldeyjar

 Föstudaginn 28. október blásum við til hátíðar í Eldeyjarhúsinu og höldum Októberfest.  Gestir velkomnir!

Félagsmálafundur Jörfa mánudaginn 17.okt. 2016

 • 18.10.2016

Félagsmálafundur Jörfa mánudaginn 17.okt. 2016

Þetta var fyrsti fundur eftir stjórnarskipti og því fyrsti fundur sem Böðvar Eggertsson forseti stjórnaði. Dagskráin var hefðbundin. Forseti afhenti öllum formönnum nefnda skipunarbréf.  Guðjón Kr. Benediktsson var heiðraður með  silfurstjörnu Kíwanis fyrir vel unnin störf. Mættir voru 22 félagar og fjórir boðuðu forfall.

Stjórnarskipti í Óðinssvæði.

 • 17.10.2016

Stjórnarskipti í Óðinssvæði.

Annasamri helgi var að ljúka hjá svæðisstjóra Óðinssvæðis. Föstudagskvöldið 14. október var haldið í Mývatnssveitina til stjórnarskipta. Forsetar og ritarar voru settir í embætti og þeim síðan falið að klára innsetningu stjórnar við fyrsta tækifæri. Kiwanisklúbbarnir Askja, Herðubreið, Skjálfandi og Emblur voru mættir á Sel Hótel. Til þessa fundar voru mættir 45 félagar og makar. Þetta gekk eins og í sögu, borðaður góður matur, setið lengi, spjallað um Kiwanis og það fyrirkomulag sem var haft á þessum fundi.

Laugardagskvöldið 15. október fór svæðisstjóri inn

Vel heppnaður Lambaréttadagur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.

 • 16.10.2016

Vel heppnaður Lambaréttadagur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Föstudagskvöldið 14. október var hinn árlegi Lambaréttadagur haldinn. Að venju var maturinn allur eldaður og gerður úr lambinu. Það var ákveði af styrktarnefnd klúbbsins að ágóði þessa kvölds rynni til Íþróttasambands fatlaðra, það góða starf sem þar er unnið til uppbyggingar á íþróttastarfs fatlaðra barna og til að aðstoða þau til þátttöku í stórmótum erlendis eins og Ólpíuleikunum,
 Veislustjóri var Sigríður Á. Andersen alþingiskona og stóð hún sig með prýði. Þetta er brot í sögu klúbbsins að fá konu sem veislustjóra. Guðlaugur Þór Þórðarson var 

Stjórnarskipti hjá Sólborgu í Hafnarfirði.

 • 14.10.2016

Stjórnarskipti hjá Sólborgu í Hafnarfirði.

Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg voru haldin 7.okt. sl. Ný stjórn tók við völdum undir stjórn Vilborgar Andrésdóttur, en með henni í stjórn eru Petrína Ragna Pétursdóttir kjörforseti, Karlotta Líndal ritari, Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir féhirðir, meðstjórnendur Hafdís Ólafsdóttir, Dröfn Sveinsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir og fráfarandi forseti Hjördís Harðardóttir.

Fráfarandi forseti veitti nokkrar viðurkenningar og má þar nefna að 4 félagar fengu viðurkenningu vegna 100% mætinga en það voru

Innsetning stjórnarmanna og inntaka nýrra félaga !

 • 14.10.2016

Innsetning stjórnarmanna og inntaka nýrra félaga !

 Á stjórnarskiptafundi 1.október voru tveir stjórnarmanna fjarverandi og voru þeir því settir í embætti á félagsmálafundir 13 október. Þetta var Rúnar Þór Birgisson sem settur var inn sem féhirðir klúbbsins og Jónatan Guðni Jónsson kjörforseti.  Á þessum fundi voru líka teknir inn tveir nýjir félagar sem báðir eru sjómenn og áttu því ekki heimangegnt þann 1 október. Þessir nýju félagar eru   Ragnar Jóhannsson og Agnar Magnússon. Við bjóðum þessa nýju félaga velkomna í klúbbinn og hreyfinguna og væntum mikils af þeim í framtíðinni. Það var Tómas Sveinsson f.f Svæðisstjóri sem sá um athöfnina með dyggri aðstoð Guðmundar Jóhannssonar.   Rúnar Þór Birgisson féhirðir   Jónatan Guðni kjörforseti Inntaka nýrra félaga  

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhendir göngugrind !

 • 14.10.2016

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhendir göngugrind ! p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 10.0px 0.0px; line-height: 16.0px; font: 14.0px 'Helvetica Neue'; color: #333333; -webkit-text-stroke: #333333; background-color: #ffffff} span.s1 {font-kerning: none} Um síðastliðin mánaðarmót afhenti Kiwanisklúbburinn Helgafell gjöf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fullkomna Gate göngugrind að verðmæti 436.846,- kr.  Göngugrind þessi er mjög þægileg í meðförum að sögn Örnu Huldar Sigurðardóttur, deildarstjóra á sjúkradeild HSU, en p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 10.0px 0.0px; line-height: 16.0px; font: 14.0px 'Helvetica Neue'; color: #333333; -webkit-text-stroke: #333333; background-color: #ffffff} span.s1 {font-kerning: none}  þar hefur grindin verið í notkun í nokkrar vikur og hefur nú þegar sannað gildi sitt.  Arna Huld vildi fyrir hönd sjúkrahússins koma á framfæri kæru þakklæti til Kiwanismanna fyrir þessa veglegu gjöf.

Vetrarstarf á fullt

 • 12.10.2016

Vetrarstarf á fullt Vetrarstarfið er komið á fullt í Kiwanis.  Í liðinni viku voru kiwanismenn og konur um allt land að selja K-lykilinn.

K-lykilinn video

 • 08.10.2016

K-lykilinn video

Fyrsti K-lykillinn afhentur !

 • 05.10.2016

Fyrsti K-lykillinn afhentur !

Haukur Sveinbjörnsson, Gunnsteinn Björnsson og Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar afhentu í dag 30. september, forseta Íslands Guðna Thorlacius Jóhannessyni fyrsta K-lykilinn. Hann er verndari söfnunar K-lykilsins sem stendur frá 1.-10. október um land allt.

Um árabil hefur Kiwanishreyfingin vakið athygli á málefnum þeirra sem glíma við geðræna sjúkdóma. Einkunnarorðin „Gleymum ekki geðsjúkum“ eru flestum landsmönnum að góðu kunn. Með sölu á K-lyklinum hefur Kiwanisfélögum tekist að 

Stjórnarskipti hjá Heklu

 • 05.10.2016

Stjórnarskipti hjá Heklu

Stjórnarskiptafundur Heklu var haldinn á Grand Hótel föstudaginn 30 september s.l. Það voru svæðistjórarrni Ólafus Sveinsson sem nú er að láta af embætti og Jóhannes Guðlaugsson sem er að taka við keflinu sem sáu um stjórnarskiptin. Einnig á þessum fundi afhenti forseti Ingólfi Friðgeryssyni Heklubikarinn fyrir vel unnin störf fyrir klúbbin. Nýja stjórnin

K-lykilinn

 • 04.10.2016

K-lykilinn

Stjórnarskipti 2016

 • 02.10.2016

Stjórnarskipti 2016

Áður en stjórnarskiptafundurinn hófst var efnt til fræðsluferðar um Álftanes. Farið var í rútu. Lagt af stað frá Prestastíg kl 17:30, síðan ekið að Húsgagnahöllinni og Mjódd og fólk tekið upp.  Síðastur kom forsetinn, Sigursteinn og frú við afleggjarann að Bessastöðum og þótti vel við hæfi. Síðan ekið að Gestshúsum og Einar Ólafsson sem þar er fæddur og uppalinn. Hann lýsti siðan staðháttum og byggð á Álftanesi bæði fyrr og nú.  Hann kom ekki tómhentur heldur færði ferðafólkinu bjór af sterkara taginu til hressingar. Verður að telja það harla óvenjulegt upphaf á leiðsögn.  Eftir hafa skilað Einari til síns heima var ekið að Hliði þar sem upphaflega var áætlunin að hafa fundinn en húsnæðið var ekki tilbúið.  Þar tók Jóhannes veitigamaður í Fjörukránni, en hann mun reka Hlið einnig, á móti okkur með meiri bjór og sýndi okkur svo staðinn og húsnæðið sem enn er í uppbyggingu.  Þótti öllum staðurinn áhugaverður og fór svo að Böðvar verðandi forseti lagði inn pöntun fyrir jólafund Jörfa 9.des.  Síðan var ekið sem leið lá í Fjörukrána. Rútan var á vegum félaga okkar  Magnúsar Jóssonar og hafði hann bílstjóra á útleiðinni en ók svo hópnum heim að loknum fundi.

Hvítabókin til próflesturs !

 • 26.09.2016

Hvítabókin til próflesturs !

Nú er Hvíta bókin  félagatalið okkar kominn inn á vefinn til skoðunar og væri mjög gott að Kiwanisfók fari vel yfir félagatalið og koma með athugasemdir og leiðréttingar ef einhverja eru, en lokaútgáfan kemur síðan út þann 10 október.
Athugasemdir sendist til

 

Haustfundur

 • 21.09.2016

Haustfundur Þá er fyrsta Kiwanisfundi haustsins lokið. Fróðlegur og skemmtilegur að vanda í þessum magnaða klúbbi, Kiwanisklúbbnum Skjálfanda.

Framkvæmdir á Bíldshöfða

 • 10.09.2016

Framkvæmdir á Bíldshöfða

Eins og flestum er kunnugt þá lentum við fyrir miklu vatnstjóni í upphafi árs á húsnæði okkar að Bíldshöfða 12. Eftir að tryggingar voru búnar að bæta okkur tjónið var ákveðið að ráðást í breytingar um leið og öllum gólfefnum o.fl var skipt út. Geymslan hefur fengið nýtt hlutverk en verið er að breyta henni í eldhús og búið að gera hurðargat inn í salinn og verða settar rennihurðið í eldhúsið, en síðan

Góðgerðagolfmót Eldeyjar 2016

 • 09.09.2016

Góðgerðagolfmót Eldeyjar 2016

 Góðgerðargolfmót Eldeyjar var haldið í áttunda sinn föstudaginn 9.september.  Sem fyrr var spilað í Leirdal, velli GKG og allur ágóði af mótinu rennur til Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Helstu styrktaraðilar mótsins í ár voru Viðskiptahúsið og Síminn.

?Lykill að lífi? 2016

 • 31.08.2016

?Lykill að lífi? 2016

Kiwanisfélagar undirbúa K-dagslyklasölu sem verður í október, þá býðst landsmönnum svona lykill til sölu og vonandi verður rífandi sala. Geðverndarfélög njóta ágóðans en geðverndarmál koma okkur öllum við. Sýnum samstöðu kaupum K-lykil!  Ávarp forseta Íslands

Kæru Kiwanisfélagar og vinir

 • 30.08.2016

Kæru Kiwanisfélagar og vinir

Kiwanisklúbburinn Freyja Skagafirði mun halda vígsluathöfn sína þann 9. september næstkomandi.

Mun gleðin fara fram í félagsheimilinu Ljósheimum Sauðárkrók og byrjar athöfnin kl 20:00.

Vígsla, skemmtun og  léttar veitingar.

Vonumst við til að sjá sem flesta og hlökkum til að verða formlega vígðar inn í Kiwanis fjölskylduna á Íslandi.

 

Eldeyjarmótið í golfi

 • 28.08.2016

Eldeyjarmótið í golfi  Árlegt golfmót Eldeyjar var haldið á velli GKG sunnudaginn 28. ágúst í blíðskaparveðri.  Keppt var í flokki Eldeyjarfélaga og einnig flokki gesta.  Úrslit urðu þessi :  Eldeyjarfélagar:1. Eyþór K. Einarsson - 37 punktar2. Guðlaugur Kristjánsson - 32 punktar3. Bjarni Gíslason - 32 punktar Gestir:1. Nanna Þorleifsdóttir - 25 punktar2. Eðvald Eðvaldsson - 22 punktar3. Ásgerður Gísladóttir - 20 punktar