Afhending styrkja vegna K-dags

Afhending styrkja vegna K-dags


Í gær laugardaginn 18 febrúar voru afhentir styrkir vegna K-dags að viðstöddu Forseta Íslands og frú, velunnurum og fjölda gesta. Okkur Kiwanisfélögum er mikil ánægja að leggja geðheilbrigðismálum enn og aftur gott lið með fjárstuðningi , en það eru liðin rúm 45 ár síðan Kiwanishreyfingin hóf landsöfnum til styrktar geðheilbrigðismálum með sölu K-lykils sem fer fram að meðaltali á þriggja ára fresti og var söfnunin 2016 sú 14 og má áætla að heildarupphæð Kiwanis til geðheilbrigðismála sé á milli 250 til 300 miljónir. Nú í ár var samþykkt að styrkja tvo aðila, BUGL sérverkefni sem snýr að þjónustu við ingt fólk kr 9.500.000 og PIETA nýstofnuð samtök til að sporna gegn sjálfsskaða og sjálfsbígum kr 9.500.000. Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson var verndari söfnuninnar og 

 

sá hann um að afhend styrkina með aðstoð K-dagsnefndar og Umdæmisstjóra.Einnig við þetta tækifæri voru afhentar viðurkenningar til BYKO, Olís og Samskipa sem voru styrktaraðilar okkar og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Til að ná árangri í landssöfnum eins og þessari þarf öflugt lið Kiwanisfélaga um allt land og jákvæð fyrirtæki og félagasamtök sem eru tilbúin að leggja okkur lið, og síðan en ekki síst jákvæðni almennings og umfjöllun fjölmiðla, fyrir þetta allt þökkum við Kiwanisfélagar af heilum hug

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR 

http://kiwanis.is/is/image/83957