Fréttir

Lambaréttardagur hjá Heklufélögum !

 • 16.10.2017

Lambaréttardagur hjá Heklufélögum !

Lambaréttardagur hjá Heklufélögum !

Lambaréttadagur Heklu var haldinn 13. október sl. í sal Drúíta í Mjóddinni í Reykjavík. 100 gestir komu og var þetta hin besta skemmtun. Esjufélagar tóku þátt í þessu með okkur eins og undanfarandi ár. Veislustjóri var Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Illugi Jakobsson var ræðumaður. Örn Árnason kom og skemmti og var hann

Minningarkveðja frá Helgafelli

 • 14.10.2017

Minningarkveðja frá Helgafelli Félagi okkar Guðni Grímsson lést fimmtudaginn 28 september s.l  eftir langvinna baráttu við erfið veikindi. Guðni var fæddur 13 nóvember árið 1934, hann gekk í skóla í Eyjum en sjórinn heillaði og tók Guðni vélstjórapróf 1954 og 1 stig Stýrimannaskólans 1960. Guðni stundaði sjómennsku til að byrja með en varð síðar Vélstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og seinna hjá Rafveitu og Bæjarveitu Vestmannaeyja. Guðni kvæntist Esther Valdimarsdóttir árið 1956 og eignuðust þau fjóra drengi, Valdimar, Grímur, Guðni Ingvar og Bergur sem nú er félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli. Guðni gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell 1971 og varð strax mjög virkur félagi og gegndi mörgum embættum og nefndarstörfum fyrir Helgafell og varð hann forseti Helgafells 1982 – 1983 og Svæðisstjóri Sögusvæðis 1988 1989. Guðni var mjög traustur og góður félagi sem mátti ekkert aumt sjá, og var ávalt tilbúinn til allra verka þegar til hanns var leitað og  og varð þar engin breyting á þó veikindin væru farin að hrjá hann. Þá var Guðni með framúrskarandi fundarmætingu og mætti á alla viðburðir á vegum klúbbsins, og geta margir tekið Guðna sér til fyrirmyndar. Guðni tók virkan þátt í uppbyggingu húsnæðis fyrir klúbbinn og vann ötullega við framkvæmdir við fyrsta Kiwanshúsið við Njarðarstíg sem við misstum undir hraun í eldgosinu 1973, og þegar hafist var handa við nýtt núverandi húsnæði við Strandveg var Guðni mættur. Guðni var gerður að heiðursfélaga í Helgafelli 6 desember 2014 en þá var Guðni nýorðinn áttræður. Þegar undirritaður gekk í Helgafell tók Guðni mér opnum örmum og leiðbeindi  hann manni oft í Kiwanisstarfinu þar sem menn komu ekki að tómum kofanum, en Guðni hafði oft á tíðum sterkar skoðanir og lá ekki á þeim, og var óhagganlegur þegar hann hafði tekið ákvarðanir, en innst við beinið hinn ljúfasti maður sem lá ekki á aðstoð sinni ef hann gat orðið að liði. Nú kveðjum við góðann vin og Helgafellsfélaga sem við þökkum af alhug fyrir það góða starf sem hann vann fyrir klúbbinn og samfélagið okkar og ánægjulega samfylgd. Hugur okkar Helgafellsfélagar er hjá fjölskyldu Guðna sem hefur stutt hann í starfi og leik í hinu fórnfúsa starfi hanns fyrir Kiwanishreyfinguna. Elsku Esther og fjölskylda megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja. Minning um góðann félaga og vin mun lifa. Blessuð sé minning Guðna Grímssonar F.h Kiwanisklúbbsins Helgafells Tómas Sveinsson

Stjórnarskipti hjá Sólborgu.

 • 12.10.2017

Stjórnarskipti hjá Sólborgu.

ann 6. október sl. var stjórnarskiptafundur haldinn í Kiwanisklúbbnum Sólborg undir dyggri stjórn svæðisstjóra Björns Bergmanns Kristinssonar og honum til aðstoðar var Jóhannes Sigvaldason úr Keili.
Ný stjórn er eftirfarandi: forseti Petrína Ragna Pétursdóttir, ritari Dröfn Sveinsdóttir, gjaldkeri Guðbjörg Pálsdóttir, meðstjórnendur Þorbjörg  Lilja Óskarsdóttir og Eín Sigríður Björnsdóttir, kjörforseti Kristín Magnúsdóttir og fráfarandi forseti Vilborg Andrésdóttir.
Viðurkenningu fyrir 100% mætingu fengu þær Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir og Emelía Dóra Guðbjartsdóttir ásamt því að 

50 ára afmæli og stjórnarskipti !

 • 08.10.2017

50 ára afmæli og stjórnarskipti !

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} Það var mikið um að vera hjá okkur Helgafellsfélögum þessa helgina, en haldið var uppá 50 ára afmæli klúbbsins með glæsibrag. Dagskráin hófst kl 16.00 en þá var haldið upp á nýja hraun þar sem minnisvarði um fyrsta Kiwanishúsið stendur, en það fór undir hraun í eldgosinu 1973. Stjórnarskipti fóru síðan fram á þessum táknræna stað og sá Sigurður Einar Siðursson Svæðisstjóri Sögusvæðis um stjórnarskiptin með góðri aðstoð Umdæmisstjóra Konráðs Konráðssonar, og að þessarik athöfn lokinni var fundi frestað til kl 20.00. Um kvöldið var fundi fram haldið með hófi í Kiwanishúsinu við Strandveg þar sem margt var í boði undir frábærri veislustjórn Bjarna Töframanns sem fór hreinlega á kostum. Gamla og nýja stjórn voru kallaðar fram á gólf og gefið gott lófatak sem p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica} p.p2 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 14.0px Helvetica; min-height: 17.0px} þakklætisvott fyrir vel unnin störf og velgengni á komandi starfsári. Konráð Umdæmisstjóri flutti ávarp og afhenti forseta skjöld að gjöf frá Umdæminu. Sigurður Einar Svæðisstjóri og Jón Áki Svæðisritari færðu okkur einnig gjafir frá  Ölver , Búreflli og Ós og berum við Helgafellsfélagar bestu þakkarkveðjur fyrir vinarhug í okkar garð. Stofnfélagar Helgafells voru heiðraðir en þeir sem voru viðstaddir voru Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, Hilmar Rósmundsson og Kristján Egilsson. Ólöf Jóhannsdóttir kom og afhenti Helgafellsfélögum gjöf frá Sinawikkonum en þessar elskur gáfu okkur nýjar gardínu í húsið okkar og að venju fékk forsætan koss frá forseta Helgafells. Að hefðbundinni dagsrá hófst síðan dansleikur en hljómsveitin Dallas lék fyrir dansi fram á nótt.   TS.   MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR

Lambaréttadagur Heklu !

 • 05.10.2017

Lambaréttadagur Heklu !

Lambaréttadagur Kiwanisklúbbsins Heklu verður haldin í Sal Drúita Þarabakka 3 (Mjóddin) Föstudaginn 13 október. Þetta er sérstakur dagur sem hefur vakið athygli fyrir að vera frábær bæði í mat og skemmtun, og er miðaverð aðeins 9.000- á mann.
Á Lambaréttadegi Kiwanisklúbbsins Heklu, höfum við með ykkar hjálp aflað fjár til styrktar góðum málefnum. Meðal þeirra sem við höfum lagt lið eru Íþróttasamband fatlaðra Bergmál, Ljósið, Hrafnista, Langveik börn,
ABC barnahjálp og
 

Umdæmisstjórnarskipti á Akureyri !

 • 27.09.2017

Umdæmisstjórnarskipti á Akureyri !

Umdæmisstjórnarskiptafundur fór fram í nýjum glæsilegum sal Kiwanisklúbbsins Kaldbaks að Óseyri 6 á Akureyri og því vert að óska þeim Kaldbaksfélögum til hamingu með þetta glæsilega húsnæði. Fundurrinn hófst kl 11.00 og var mjög hefðbundinn Óskar Guðjónsson Kjörforseti Evrópu og honum til aðstoðar var Timmeman forseti Evrópu. Að venju var dreypt á bikarnum góa við skiptin og forseti Ós afhenti forseta Eldeyjar fána heimaklúbbs Umdæmisstjóra. Að loknum ávörpum var boðið til kjötsúpu að hætti Kaldbaksfélaga, Konráð nýkjörinn Umdæmisstjóri lauk

Þingfundur laugardagur 23 sept 2017

 • 26.09.2017

Þingfundur laugardagur 23 sept 2017

Haukur Sveinbjörnsson Umdæmisstjóri hélt þingfundi áfram um níuleytið og bað þingfulltrúa að rísa úr sætum  og minnast látina félaga, og að því loknu gerði hann Sæmundi Sæmundssyni að Þingforseta og þakkaði Sæmundur traustið. Sæmundur lagði línurnar um stjórn þingfundarinn og bað síðan Hauk Umdæmisstjóra að koma í pontu og flytja sína skýrslu Haukur stykklaði á stóru um sitt starfsár m.a K-dag og samstarf við JCI á Íslandi. Haukar talaði um að hlúa vel að klúbbum okkar og reyna að stuðla að stofnum nýrra klúbba. Næstur á mælendaskrá  var Sigurður Einar Umdæmisritari og fór yfir félagafjölda og starf og skýrslur klúbba 83.5 % er meðal mætingaprósenta í klúbbunum. Magnús Umdæmisféhirðir kom næstur í pontu og fór yfir ársreikning 2015-2016 og bauð Sæmundur síðan uppá umræður um þennann Ársreikning. Dröfn formaður kjörbréfanefndar kom í ponu til að  kynna niðurstöðu kjörbréfanefndar og eru 136 á kjörskrá  og 118 mættir í þingsal, reikningar voru síðan boðnir upp til samþykkis og voru þeir samþykktir samhljóða. Næst var komið að niðurstöðum úr málstofum og kom Hjördís Harðardóttir fyrst og sagði frá sinni málstofu sem fjallaði um Formúluna, en þetta snýst um að það sér uppskrift á bak við allt sem við gerum og virkja alla Kiwanisfélaga til að segja frá því góða starfi sem við erum að ynna að hendi.
Svæðisstjórar komu næstir í pontu og sögðu frá sínu starfi og því sem er að gerast í klúbbunum og var stiklað á stóru um starfið en þetta er allt ýtarlegra í skýrslunum sem skilað var inn fyrir þingið. Engar umræður urðu um skýrslur stjórnar. Næsta erindi um málstofu var í 

Setning 47. Umdæmisþings á Akureyri.

 • 26.09.2017

 Setning 47. Umdæmisþings á Akureyri.

Á föstudagskvöldið fóru Þingfulltrúar út að borða eins og venja er og að dinner loknum var fjölmennt til Akureyrarkirkju kl 20.30 en það er gömul og góð hefð að hafa setningu þings í kirkju. Þingsetning var hefðbundin og hóf Kristinn Örn Jónsson formaður þingnefndar orðið og bað síðan Umdæmisstjóra Hauk Sveinbjörnsson um að setja þing. Erlendir gestir tóku til máls og

Umdæmisþing föstudagur.

 • 22.09.2017

Umdæmisþing föstudagur.

Fræðsla hófst á föstudeginum kl 10.00 byrjað var á sameiginlegri fræðslu í stóra sal Íþróttahallarinnar. Þar voru kynntar áherlsur og málstofur sem fara fram seinna í dag . Guðlaugur  formaður fræðslunefndar var fundarstjóri og þeir sem tóku til máls voru Konráð kjörumdæmisstjóri, Sjoerd Timmermans forseti KIEF, Hjördís Harðardóttir kynnti málstofu um Formúluna og Stefán B jónsson um notkun Office 365. Forseti Keilis komu í pontu og kynnti nýtt styrktarverkefni og bað fundarmenn um að hafa samband ef vilji væri að taka þátt í þessu, en um er að ræða bangsa sem gefnir eru í sjúkrabíla en bangsana fá börn sem fara með sjúkrabílum vegna slysa eða annara orsaka.

Að þessu loknu var hópnum splittað upp í hópa, ritarar, féhirðar og forsetar í hvern sala fyrir sig til að halda fræðslu áfram.
Guðlaugur tók við

Umdæmisstjórnarfundur föstudaginn 22 september 2017

 • 22.09.2017

Umdæmisstjórnarfundur föstudaginn 22 september 2017

Dagskrá Umdæmisþings á Akureyri hófst með stuttum Umdæmisstjórnarfundi í Íþróttahöllinni á Akureyri kl 09.30. Haukur Umdæmisstjóri bauð alla velkomna og sérstaklega erlendu gestina þá Sjöerd Timmermans forseta KIEF og Terje Kristian Thörring Christensen Umdæmisstjóra Norden og gaf þeim orðið þar sem þeir kynntu sig fyrir fundarmönnum, Haukur fór létt yfir það sem væri á döfinni á helginni og kynnti nýtt

Samstarfssamningur við JCI undirritaður !

 • 18.09.2017

Samstarfssamningur við JCI undirritaður !

Sunnudaginn 17 september kl 17.00 var undirritaður samstarfssamningur við JCI að vikðstöddum aðilum frá báðum hreyfingum. Undirritunin frór fram í Kiwanissalnum að Bíldshöfða 12 og er gildistími samningsins 5 ár en samningin má sjá í heild sinni hér að neðan. Það var Haukur Sveinbjörnsson Umdæmisstjóri og Svava Arnardóttir Landsforseti JCI sem undirrituðu samninginn.

Makaferð !

 • 14.09.2017

Makaferð !

Í tengslum við Umdæmisþingið á Akureyri verður ferð fyrir maka Kiwanisfélaga laugardaginn 23.09. Farið verður í rútu frá Íþróttahöllinni kl. 13.00 og  Hótel Kjarnalundi kl. 13.15. Ekið verður um innanverðan Eyjafjörð með viðkomu í Smámunasafninu sem er einstakt í 

Dagskrá þings 2017

 • 30.08.2017

Dagskrá þings 2017

Þá er dagskrá þings á Akureyri 22 til 23 september n.k klár og kominn í birtinu á þingvegnum okkar, einnig er hægt að nálgast hana hér að neðan bæði á íslensku og ensku.

Landsmót Kiwanis í Golfi úrslit !

 • 31.07.2017

Landsmót Kiwanis í Golfi úrslit !

Landsmót Kiwanis í golfi var  haldið á Þorlákshafnarvelli í gær sunnudaginn 30. júlí.  Leikinn var höggleikur með og án forgjafar fyrir Kiwanisfélaga og punktakeppni fyrir gesti.
Úrslit mótsins má sjá hér að neðann.

Kveðja frá Helgafelli

 • 29.07.2017

Kveðja frá Helgafelli Fallinn er frá Einar Magnús Erlendsson, sem var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Klúbburinn var stofnaður árið 1967 af mörgum dugmiklum Eyjamönnum, en klúbburinn er 50 ára á þessu ári og sá þriðji elsti á landinu. Starfið hefur verið mikið í gegnnum árin og lét Einar sitt ekki eftir liggja. Þeir voru stórhuga sporgöngumennirnir í klúbbnum, keyptu hús undir starfið, sem varð fyrsta Kiwanishúsið í Evrópu. Í Heimeyjargosinu 1973 fór húsið undir hraun og eyðilagðist. Menn brettu upp ermar keyptu hálfbyggð hús og fullgerðu það síðan. Það reyndi mikið á menn í allri þessari starfsemi og naut klúbburinn þá vel að Einar var húsgagnasmiður, jafnvígur á alla innréttingarsmíði sem og til annarra verka. Einar gegndi mörgum  trúnaðarstörfum og stjórnarstörfum frá árinu 1968 til 1999 og var Einar forseti klúbbsins árið 1981. Klúbburinn á Einari mikið að þakka og það er ekki síst fyrir félaga eins og hann að klúbburinn er stærsti allra Kiwanisklúbba í Evrópu og þó víðar væri leitað. Einar var sæmdur Gullstjörnu sem stofnfélagi þegar klúbburinn var 40 ára og gerður að Heiðursfélaga þegar hann varð áttræður. Á þessum tímamótum kveðjum við góðan vin og félaga, sem við vilum þakka af alhug fyrir hans góða starf fyrir klúbbinn og samfélagið, sem og ánægjulega samfylgd alla tíð. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Einars, sem að stórum hluta hefur einnig komið að starfi klúbbsins. Elsku Ása og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Minningin um góðan félaga og vin mun lifa. Blessuð sé minning Einars Magnúsar Erlendssonar. Kiwanisfélagar í Helgafelli.  

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2017

 • 21.07.2017

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2017

Góðgerðargolfmótið var haldið í níunda sinn 15. júni síðastliðinn. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði af mótinu til Ljóssins. Sigurvegarar voru þau Tómas Hallgrímsson og Ragnheiður Sigurðardóttir sem kepptu fyrir Sóma.

Ferðalýsing Frakklandsferðar (Gylfi Ingvarsson)

 • 18.07.2017

Ferðalýsing Frakklandsferðar (Gylfi Ingvarsson)

Dagur 1. Lagt af stað frá Leifstöð í  12 daga ferðalag með 40 Kiwanisfélögum og mökum um Frakkland og setu á Heimsþingi Kiwanis 2017 í Parísarborg.

Dagur 2. Farið í ferð um Normamdí með leiðsögn, þar sem einn af hildarleikjum seinni heimstyrjaldar átti sér stað.

Dagur 3.  Farið  í gönguferð um Virkið í St.Malo undir leiðsögn Evu fararstjóra og eftir snæðing og vökvun var farið á ströndina og við Sigurður P Tumi Sigurðsson gengum út í Fort National.

Dagur 4. Þennann dag var farið á Bretagneskagan í þorpið Paimpol, en þaðan sigldu fjöldi Franskra sjómanna á Íslandsmið, og tóku fulltrúar vinasamtaka á móti okkur og sýndu okkur helstu kennileiti eins og gónhólinn og safn til minningar um samskiptin, og vegg í kirkjugarðinum þar eru nöfn skipa sem fórust og fjöldi manna. Móttöku nefndinni voru færðar þakkir og gjafir.

Dagur 5. Nú var farið í einn glæsilegasta og fjölsóttasta ferðamannastað Frakklands, Mont Saint Michel sem er lítil klettótt smáeyja með klaustri og kirkjum sem taka mest allt svæðið á eynni. Eftir feðina var farið í gönguferð í fjörinni og farið í sjóinn. Gott veður hefur verið, og hitinn hefur farið í 38 c  en í dag fór hann niður í 28 c.

Dagur 6.  Nú var haldið  til borgarinnar Rannes með stuttu stoppi í bænum Dinan sem er gamall bær þar sem gamli tíminn er upplifður.  Í Rannes fengu karlarnir smit af kvennaveiki sem eru fatakaup allt frá skyrtum upp í alkæðnað og ljóst er að við munum bera af á galaballinu.

Dagur 7. Nú var komið að því að færa sig nær París, og fyrsta stopp var í Chartres til  að skoða eina fegurstu kirkju í gotneskum stíl, og þegar komið var að kvöldi var komið á gott hótel í Meudon, en var kvöldið rólegt en Böddi og Sara fengu sérstakar móttökur í sínu herbergi. Þægilegur hiti 26 c. og gola

Fjölskylduferð Helgafells

 • 27.06.2017

Fjölskylduferð Helgafells Fjölskylduferð klúbbsins var farinn 24 til 25 júní s.l og haldið var að Ásgarði við Hvolsvöll. Þarna vorum við 2015 og er þetta mjög skemmtilegt svæði sem bíður upp á marga kosti tjaldstæði, smáhýsi og frábæra aðstöðu til alls svo sem fyrir grillveislu o.fl en hún var einmitt haldin á laugardagskvöldinu.Mæting var frekar dræm eins og má sjá á myndunum en við skulum láta þær tala. Myndirnar má nálgast HÉR

Styrktarsjóður Kiwanis styrkir landsöfnunia “ Vinátta í verki “

 • 20.06.2017

Styrktarsjóður Kiwanis styrkir landsöfnunia “ Vinátta í verki “

Styrktarsjóður Kiwanis hefur ákveðið að leggja hálfa miljón króna í landsöfnunina “Vinátta í verki “ sem er vegna flóðanna í Grænlandi, og teljum við nauðsynlegt að styrkja vini okkar á Grænlandi eftir slíkar harmfarir. Ef klúbbar og fleira hafa áhuga á að leggja í þessa söfnun þá eru allar upplýsingar hér að neðan um söfnunina.

Hjálparstarf kirkjunnar, í samvinnu við KALAK, Hrókinn og fleiri Grænlandsvini, hefur hrundið af 

Sterkasti fatlaði maður heims !

 • 19.06.2017

 Sterkasti fatlaði maður heims !

18. júní var keppt um sterkasta fatlaðamann heims og fór mótið fram í Hafnarfirði í tengslum við Víkingahátíðina sem haldin er þar árlega.
Að venju styrkti Kiwanisklúbburinn Hekla mótið með því að gefa allar medalíur og bikara sem veittir voru. Eins og sést á myndum voru þetta mikil átök ánægjan skein úr öllum andlitum. Heklufélagar mættu á 

Mest lesið