Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur 14 apríl 2018 að Bíldshöfða 12.

  • 17.04.2018

Umdæmisstjórnarfundur 14 apríl 2018 að Bíldshöfða 12.

Fundur settur kl 10.30 og eins og ávalt var byrjað á skýrslum og hóf Umdæmisstjóri yfirferð yfir sína skýrslu. Konráð sagði m.a frá Evrópufundi og því starfi þar sem verið væri að koma á fót nýju umdæmi á þeim stöðum þar sem ekki er umdæmi fyrir. Hann talaði einnig um nýju persónuverndarlögin sem taka gildi í maí og hvernig þau komi til með að hafa áhrif á okkur Kiwanisfélaga, en klárlega þurfum við leyfi hjá félögum til að geyma ýmsar upplýsingar samkvæmt þessu fram kom hjá Konráð að umdæmið  Frakkland Mónakó hefur náð mestum árangri með formúluna sem þeir hófu fyrir fjórum árum. Fram kom í máli umdæmisstjóra að Pieta samtökin eru ánægð með aðkomu Kiwanis að samtökunum og er það að hluta okkur að þakka hvernig félagið er statt í dag. Það kom fram á fundinum að klúbbar sem funda hér og aðrir eru ekki ánægðir með umgengni og aðkomu hér á Bíldshöfðanum og mun Umdæmisstjóri fara á fund hjá þessum klúbbum og koma síðan kvörtunum á framfæri við húsbnefnd. Umdæmisstjóri kom inná fjölgunarmál  en félagar í dag eru 806, Freyja og Keilir hafa verið at taka inn nýja félaga. Búið er að boða fund með JC félaga sunnudaginn 29 apríl hér á Bíldshöfða til að kanna með stofnun nýss klúbbs með seniorfélögum frá JC. Stjórnarmenn komu næst hver af öðrum með sínar skýrslur sem má sjá á innrivef, en umdæmisritari kom næst og sagði m.a að skýrsluskil mættu vera betri og sagði líka frá fræðslu og ráðstefnu í Færeyjum. Magnús umdæmisféhirðir fór því næst yfir fjármálin sem eru í góðum málum og allt á áætlun.
     Kjörumdæmisstjóri kom næstur og fór yfir sín mál hóf hann sitt mál á að fara yfir fræðslu verðandi svæðisstjóra sem fór fram 17 mars og voru allir sáttir. Síðan er verið að vinna í áframhaldandi fræðslu og var all þýtt yfir á færeysku sem var notað þar í aprílbyrjun.  Kjörumdæmisstjóri vill hafa Færeying í fræðslunefnd og þarf að ganga frá því fyrir næsta þing.
     Haukur fráfarandi umdæmisstjóri kom næstur og sagðist vinna mest á bakvið tjöldin og      aðstoða menn og væri því ekki með skriflega skýrslu. Haukur sagði frá hinu ýmsa starfi innan hreyfingarinnar sem hann væri búinn að taka að sér.
 
Svæðisstjórar komu næstir og 

Hjálmaævintýri Kiwanis

  • 10.04.2018

Hjálmaævintýri Kiwanis

Kiwanishreyfingin og Eimskip afhenda hjáma í byrjun maí í ár en undanfarin ár hafi Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum börnum í fyrsta bekk grunnskólanna hjálm, til nota á reiðhjólum, hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum. Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa hjálmarnir nú þegar sannað gildi sitt. Kiwanishreyfingin er ákaflega þakklát góðum stuðningi Eimskips og við fögnum þessum samningi. Kiwanishjálmarnir hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu innan hreyfingarinnar. Það fellur líka mjög vel að alheimsmarkmiðum Kiwanis, sem er að hjálpa börnum heimsins.   Hjálmaverkefnið fer þannig fram að klúbbar landsins skipta á milli sín svæðum og sjá um að dreifa hjálmum til 6 ára barna. Klúbbarnir hafa sinn háttinn hver, sumir dreifa til barnanna á skólatíma, aðrir efna til hjálmadags og brydda upp á skemmtidagskrá, ásamt því að bjóða upp á hressingu.   GHG  Jörfa

Fræðsla í Færeyjum laugardaginn 7. apríl 2018

  • 08.04.2018

Fræðsla í Færeyjum laugardaginn 7. apríl 2018

Fræðsla fór fram í Færeyjum laugardaginn 7 apríl. Fræðslan var sett á kl 11.00 og voru okkar fulltrúar mættir tímanlega til að tengja tölvur og gera allt klárt . Þegar hluti embættismanna var mættur hélt Petur Olivar smá tölu og bauð alla velkomna og þá sérstakalega gesti frá Íslandi. Jón Ásgeirsson var fenginn sem túlkur.
Eyþór kjörumdæmisstjóri tók síðan við og sagði hvað kæmi til með að fara fram á þessum fræðslu degi, farið yrði yfir fjármál, skýrslur o.fl sem viðkemur rekstri klúbba, og byrjað yrði á forsetafræðslu síðan kæmi féhirðafræðsla og að lokum ritarafræðsla. Búið var að þýða allar glæru yfir á Færeysku sem er vel.
Ernest Schmid hóf síðan fræðsluna með smá erindi um Kiwanis og hvað væri hægt að gera til að fjölga félögum hér í Færeyjum, og m.a kallaði hann Eyþór kjörumdæmisstjóra til leiks, til að skýra frá sínum markmiðum sem Umdæmisstjóri næsta starfsárs en kjörorð Eyþórs er “Saman náum við árangri" en öll markmið sem vinna á eftir næstu starfsár eru í nýrri stefnumótun umdæmisins sem gildir til ársins 2022. Að þessu erindi loknu hóf Dröfn Sveinsdóttir formaður fræðslunefndar

Formúluráðstefna í Færeyjum 6 apríl 2018

  • 07.04.2018

Formúluráðstefna í Færeyjum 6 apríl 2018

Þann 6 apríl mættu fullrúar frá Umdæmisstjórn til Færeyja og var tilefnið að fara með formúluráðstefnuna sem haldin var í lok janúar á Íslandi til félaga okkar í Færeyjum. Ráðstefnan hófst kl.20.00 á því að Eyþór Einarsson bauð gesti velkomna og fór yfir dagskrá kvöldsins og byrjaði síðan sína yfirferð yfir Stefnumótun Umdæmissins sem unnið verður eftir til ársins 2022. Konráð Umdæmisstjóri lagði til á fundi að leyfi yrði fengið fyrir Ernest Scmith okkar ráðgjafa til að mæta til Fæeyja eins og hann gerði þegar ráðstefnan var á Íslandi og var það leyfi veitt og var Ernest næstur á dagskrá með sitt erindi sem hann flutti á líflegan hátt eins og honum er von og vísa. Næst var komið að aðalerindi kvöldsins en það flutti Hjördís Harðardóttir formaður fjölgunarnefndar en það var um Formúluna  og var Jón Ásgerisson henni til halds og trausts við að túlka erindið. Að erindi Hjördísar loknu var tekið stutt kaffi hlé og fundi síðan haldið áfram. Formaður móttökunefndar frá Kiwanisklúbbnum Tórshavn tók til máls og kallaði eftir meiri upplýsingum frá Kiwanis á Íslandi og t.d með þessa ráðstefnu þá vissu ekki margri af þessu og kallaði hann eftir meira samstarfi og upplýsingaflæði við Umdæmið á Íslandi. Eyþór svaraði þessu með samskiptin við Færeyjar og sagði að þessar upplýsingar hafi verið sendar fyrir tveimur mánuðum síðan og 

Freyja tekur inn 8 nýja félaga !!

  • 22.03.2018

Freyja tekur inn 8 nýja félaga !!

Í  kvöld fór fram sameiginlegur fundu kiwanisklúbbana Drangeyjar og Freyja og mætti Svæðisstjóri  Óðinssvæðis Ingólfur Sveinsson á  fundinn á fundinum tóku Freyjur inn hvorki meira né minna en 8 nýja félaga  til hamingju Freyjur með frábærann árangur

Fræðsla verðandi Svæðisstjóra.

  • 18.03.2018

Fræðsla verðandi Svæðisstjóra.

Í gærdag laugardaginn 17 mars fór fram fræðsla verðandi Svæðisstjóra í Kiwanissalnumn á Bíldshöfða. Um fræðsluna sáu Dröfn formaður fræðslunefndar næsta starfsárs og Eyþór K Einarsson verðandi Umdæmisstjóri næsta starfsárs.
Fræðslan hófst kl 10.00 og stóð til kl 16.00 fjöldi embættismana kom að þessari fráðslu og ávörpuðu Svæðisstjórana eins og Konráð Umdæmisstjóri, Óskar Guðjónsson verðandi Evrópuforseti, Hjördís Harðardóttir formaður fjölgunarnefndar, ásamt verðandi Umdæmisritar og féhirðis. Þetta var hinn ánægjulegasti dagur sem við 

Erindi um rafbíla hjá Heklufélögum !

  • 09.03.2018

Erindi um rafbíla hjá Heklufélögum !

Heklu félagar voru með almennanfund 8. mars og fengu Runólf Ólafsson framkvæmdastjóra FÍB til að ræða um rafmagnsbíla og framtíð þeirra. Hann fjallaði alment um rafmagnsbíla, gerði samanburð á þeim og öðrum bílum. Íslendingar hafa ekki verið sérstaklega áhugasamir um að skipta yfir í rafmagn af ýmsum ástæðum eins og langdrægni og einnig að hleðslustöðvar eru ekki á nógu mörgum stöðum. En það er verið að vinna í þessum innviðamálum. Þannig að svo kallaðir twinbílar eru vinsælli, rafmagn/bensín. Það kom fram í erindi Runólfs að í Noregi eru rafmagnsbílar 40%  af seldum bílum í dag. Einnig sagði hann frá 
 

Kiwanisklúbburinn Drangey 40 ára !

  • 09.03.2018

Kiwanisklúbburinn Drangey 40 ára !

Kæru Kiwanisfélagar.

Kiwanisklúbburinn Drangey er 40 ára á þessu ári og var hann stofnaður 16 maí 1978. Við munum gera margt til þess að fagna þessum merka áfanga í starfi klúbbsins. Í fyrsta lagi tókum við þátt í sameiginlegu verkefni Óðinssvæðis í febrúar sem bar heitið óður til Kiwanis, en allir klúbbar í svæðinu voru með eitthvað verkefni sem bætti samfélagið á hverjum stað.
Drangey gaf í því tilefni 5 stk. 43“  sjónvarpstæki á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki og 1 stk. 65“ sjónvarpstæki á legudeild sömu stofnunar. Þann 15 mars nk. mun klúbburinn og félagar hans ásamt Krabbameinsfélagi Skagafjarðar standa að mikilli mottumars hátíð í Menningarhúsi Skagfirðinga, Miðgarði og þar verður flutt ýmis fræðsluerindi ásamt því að farið verður yfir helstu niðurstöður speglunarverkefnisins sem samstarfsverkefni klúbbsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Sauðárkróki sl. 4 ár og

Jörfafélagar á fundi hjá Heklu

  • 09.03.2018

Jörfafélagar á fundi hjá Heklu

Jörfafélagar mættu á fund hjá Heklu 8. mars á Grandhóteli. Fyrirlesari var Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB og talaði hann um rafbílavæðingu á Íslandi. Mjög áhugavert erindi en mikill áhugi er fyrir þessum breytingum á bílaflota landsmanna.   Jörfafélagar mættu á fund hjá Heklu 8. mars á Grandhóteli. Fyrirlesari var Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB og talaði hann um rafbílavæðingu á Íslandi. Mjög áhugavert erindi en mikill áhugi er fyrir þessum breytingum á bílaflota landsmanna. Á fundin mætti líka Umdæmisstjóri Konráð Konráðsson. Takk fyrir móttökurnar Heklufélagar. Myndir hér

Febrúarverkefni Öskju.

  • 05.03.2018

Febrúarverkefni Öskju.

Askja hélt bingó í samstarfi við félagsmiðstöðina Drekan 19 febrúar síðast liðinn og rann innkoman öll til tæljakaupa í félagsmiðstöðina alls 107 þúsund.
Askja lagið til alla vinninga og aðstoðaði krakkana sem stjórnuðu bingóinu og sáu um að öðru leiti.

Mosfell afhendir hjálpatæki til Hrafnistu !

  • 27.02.2018

Mosfell afhendir hjálpatæki til Hrafnistu !

Mosfellsfélagar héldu fund í boði Hrafnistu í Reykjavík   21. febrúar sl. Tilefnið var að  Mosfell var að gefa hjálpartæki sem auðveldar að færa fólk sem ekki getur gengið milli sæta. Rebekka Ingadóttir deildarstjóri Hrafnistu í Kópavogi veitti því móttöku og sýndi síðan hvernig nota á tækið með aðstoð Haraldar Haraldssonar Mosfellingi. Ræðumaður kvöldsins var Ásgeir Sveinsson annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir

Kiwanisklúbburinn Herðubreið selur konudagsblóm

  • 27.02.2018

Kiwanisklúbburinn Herðubreið selur konudagsblóm

Á hverju ári selur Kiwanisklúbburinn Herðubreið 
konudagsblóm til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð sinn. Þetta er einn af mikilvægu þáttunum í starfsemi klúbbsins og einn af þeim sem gerir klúbbfélögunum unnt að styrkja góð málefni í samfélaginu.
     Á seinni árum eru við svo heppnir að eiga að indælt fólk sem stjórnar verslun Samkaupa í Reykjahlíð sem núna heitir Kjörbúðin. Við fáum aðstöðu þar til að selja konudagsblómin sem auðveldar okkur mjög framkvæmd hennar. Ýmislegt gerist nú sniðugt og ánægjulegt í blómasölunni. Um daginn kom t.d. hópur af erlendum ferðamönnum í búðina þegar við vorum að selja blómin. Einn úr hópnum staðnæmdist hjá 

Kiwanisklúbburinn Herðubreið styrkir leikskólann Yl

  • 25.02.2018

Kiwanisklúbburinn Herðubreið styrkir leikskólann Yl

Leikskólinn Ylur í Reykjahlíð í Mývatnssveit fékk höfðinglega gjöf á dögunum, nánar tiltekið gjafabréf að upphæð 100.360 kr. frá Kiwanisklúbbnum Herðubreið til kaupa á leikföngum fyrir börnin sem koma án efa að góðum notum.  Leikföngin sem urðu fyrir valinu voru

Nýir félagar í Keili !

  • 23.02.2018

Nýir félagar í Keili !

Í gærkveldi voru þrír nýir félagar vígðir inn í Keili, það var kjörforseti og svæðisstjóri sem sáu um innsetninguna.  Þetta eru þeir Arnbjörn Elíasson, Kristinn Ómar Herbertsson og Reynir Friðriksson.  

Síðastliðið haust á stjórnarskiptafundi bættust líka við tveir félagar, Jón Karlsson sem var vígður inn og Einar Már Jóhannesson sem kom aftur eftir smá hlé.

Við Keilismenn bjóðum þessa herramenn hjartanlega velkomna.

Fyrirlesari hjá Hraunborgarfélögum

  • 22.02.2018

Fyrirlesari hjá Hraunborgarfélögum

Miðvikudagskvöldið 21. feb. var gestur okkar í Hraunborg Guðmundur Rúnar Árnason fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og sagði okkur frá dvöl sinni og fjölskyldu í Malaví í 5 ár eða eins og hann sagði, ég fór út með eiginkonu og tvær dætur og kom heim með 3 konur. Guðmundur var verkefnisstjóri hjá Þróunarstofnun og vannn þar að, líðheilsumálum, menntamálum og vatnsveitumálum, með uppbyggingu á húsnæði fyrir barnshafandi konur og gistiaðstöðu fyrir aðstandendur, skóla og kennaraíbúðir og vatnsdælur. Íbúafjöldi er um 18 milljónir og er eitt fátækasta land í heimi. Þróunarstofnun hefur unnið á svæðinu frá 1989. Eiðni er landlægur sjúkdómur og eru um 20% íbúa á svæðinu

Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.

  • 19.02.2018

Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð hefur nýverið keypt og komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.  Hugmyndin er að slík tæki séu aðgengileg ef íbúar Fjallabyggðar eða gestir verða fyrir áföllum og séu tækin þá tiltæk til fyrstu hjálpar.  Tækjunum hefur verið komið fyrir í Kjörbúðinni, bæði í Ólafsfirði og Siglufirði, á Skálarhlíð og húsi aldraðra í Ólafsfirði.  Þá er tæki í Kiwanishúsinu á Siglufirði.
Hugmynd klúbbsins er að kortleggja staðsetningu tækja sem þessara í Fjallabyggð og merkja staðsetningu þeirra inn 

Umdæmisstjórnarfundur 17 febrúar 2018

  • 17.02.2018

Umdæmisstjórnarfundur 17 febrúar 2018

Í dag fór fram Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Konráð Konráðsson umdæmisstjóri setti fundinn klukkan hálf ellefu og sagði að nokkurir væru búnir að boða forföll vegna ferða erlendis. Fundurinn hófst síðan eftir hefðbundinni dagskrá og reið Umdæmisstjóri á vaðið og flutti okkur skýrslu sína og stiklaði á stóru um það starf sem væri í gangi, og sagði m.a að skipunarbréfin væru tilbúinn en ekki hefði unnist tími til að prenta þau út fyrir fundinn. Embætismenn komu síðan koll af kolli og fluttu sínar skýrslur og er ekki annað að sjá en starfið sé sterkt um þessar mundir nokkurar umræður voru síðan um skýrslunar en þetta mun allt koma fram í fundagerð þegar búið er að samþykkja hana þá kemur hún til birtingar á innravef kiwanis.is. Fyrirmyndarviðmið sem eru að koma út um þessar mundir og verða send í klúbbana voru til umræðu en þar ber raunfjölgun hæst til að hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarklúbbur.
Eftir matarhlé þar sem staðarhaldari okkar Petrína Ragna bauð uppá dýrindis súpu og brauð var fundi haldið áfram með skýrslum nefndarformanna og hafði Konráð umdæmisstjóri þann háttinn á að lest skpunarbréf hverrar nefndar áður en skýrsla var flutt. Að loknum skýrslum nefndarformanna voru

Vinnustaðafundur

  • 15.02.2018

Vinnustaðafundur

​ Frábær vinnustaðafundur Jörfafélaga haldinn hjá Össur sem var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.  Össur Kristinsson, sem stofnaði fyrirtækið, fann upp sérstakar hulsur fyrir gerfifætur sem olli byltingu og er enn framleiðsluleyndarmál fyrirtækisins sem nú er eitt af leiðandi stoðtækjafyrirtækjum  á heimsvísu.   ​ Hjá þvi starfar nú 3000 starfsmenn í 20 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins  og miðstöð þróunar eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði. ​  Metnaður   í vöruþróun  er mikill og einnig  starfsmannamálum  ljóst að fyrirtækið ber hróður Íslands vítt um heim.    Myndir hér      GHG

Konudagsblóm

  • 15.02.2018

Konudagsblóm

Nú í ár ber konudaginn upp á 18.febrúar og er Jörfi með sölu á blómavöndum eins og undanfarin ár, verðið er kr. 4.500 fyrir vöndinn.  Háttur Jörfafélaga við sölu er sá sami, selt er fyrirfram og skráð niður nafn og heimilisfang viðtakanda og er bómunum síðan ekið heim á konudaginn milli kl. 10-13.00.

Ós gefur öryggisvesti fyrir börn !

  • 10.02.2018

Ós gefur öryggisvesti fyrir börn !

Kiwanisklúbburinn Ós gaf 8 öryggisvesti sem forvörn fyrir börn á námskeiðum hjá Hestamannafélaginu Hornfirðingi. Formaður Hornfirðings Pálmi Guðmundsson og Snæja kennari námskeiðana með nokkrum barnana veittu veittu vestunum viðtöku. Sex félagar mættu og aðstoðu börnin að klæðast þeim.