Aðalfundur Mosfells !

Aðalfundur Mosfells !


Aðalfundur Mosfells var haldinn í kvöld, miðvikudaginn 2. maí í húsakynnum
sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsbæ. Í
byrjun fundar sögðu þær Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals
og Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir vaktstjóri frá starfseminni og sýndu
staðinn. Að því loknu var gengið til aðalfundarstarfa. Að þeim loknum voru
teknir inn í klúbbinn tveir nýir félagar þeir Hjalti (Úrsus) Árnason og
Sveinn Einarsson. Innsetninguna önnuðust

þeir  Konráð Konráðsson
umdæmisstjóri og Guðlaugur Kristjánsson formaður fræðslunefndar  Umdæmisins.
Nutu þeir aðstoðar Hauks Sveinbjörnssonar fv. umdæmisstjóra. Þess má geta að
Reykjadalur hefur verið aðal styrkþegi Mosfells frá stofnun klúbbsins.