Erindi um rafbíla hjá Heklufélögum !

Erindi um rafbíla hjá Heklufélögum !


Heklu félagar voru með almennanfund 8. mars og fengu Runólf Ólafsson framkvæmdastjóra FÍB til að ræða um rafmagnsbíla og framtíð þeirra. Hann fjallaði alment um rafmagnsbíla, gerði samanburð á þeim og öðrum bílum. Íslendingar hafa ekki verið sérstaklega áhugasamir um að skipta yfir í rafmagn af ýmsum ástæðum eins og langdrægni og einnig að hleðslustöðvar eru ekki á nógu mörgum stöðum. En það er verið að vinna í þessum innviðamálum. Þannig að svo kallaðir twinbílar eru vinsælli, rafmagn/bensín. Það kom fram í erindi Runólfs að í Noregi eru rafmagnsbílar 40%  af seldum bílum í dag. Einnig sagði hann frá 
 

starfsemi Félags íslenskra bifreiðaeigenda, félagið var stofnað 1932 og hefur sinnt ýmsum hagsmunamálum bifreiðaeigenda, í dag eru félagsmenn 17.þúsund. 
Félagar úr Jörfa og Mosfelli heimsóttu okkur og einnig Umdæmisstjóri sem flutti okkur góða ræðu, og fleiri Kiwanismenn og aðrir gestir. Fundarmenn létu vel af fyrirlestrinum hjá Runólfi og beindu að honum nokkrum spurningum. 
Á fundinn mættu 35 Kiwanisfélagar og gestir, fundurinn var haldinn á Grandhóteli.

Með bestu kveðju.
Heklu félagar.