Evrópuþing í Baveno

Evrópuþing í Baveno


Dagana 25. og 26. maí 2018 var Evrópuþing Kiwanis haldið í Baveno á Ítalíu og þangað fjölmenntu íslenskir Kiwanisfélagar. Stór hópur er á ferðalagi skipulögðu af ferðanefnd umdæmisins, Sólborgarkonur fjölmenntu og fleiri félagar mættu í minni hópum. Ein af ástæðunum fyrir fjölmenni frá umdæminu Ísland-Færeyjar er að á þinginu var staðfest kjör næsta Evrópuforseta, Óskars Guðjónssonar, félaga í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi. Óskar var áberandi á þinginu og stóð sig afar vel alls staðar þar sem hann kom fram.
Á föstudegi voru málstofur þar sem m.a. var fjallað um 

styrktarsjóð Kiwanishreyfingarinnar, Kiwanis Children's fund og ný persónuverndarlög. Eftir hádegið var kynning á þeim sem voru í framboði á þinginu og loks kynning á Happy Child verkefninu.
Engar lagabreytingar lágu fyrir þinginu og eina embættið sem þurfti að kjósa um var embætti ráðgjafa (e. Trustee) en þar voru í framboði Ítalinn Elio Garozzo og Hollendingurinn Henk Oosdam. Það er skemmst frá því að segja að heimamaðurinn Elio Garozzo var sigurvegari í þeirri kosningu. Til embættis varaforseta KIEF var bara einn í framboði, Jon Fadri Huder sem kemur frá umdæminu Sviss-Liechtenstein.
Næsta Evrópuþing verður í Reykjavík í maí 2019 og stefnt er að því að skipulag og umgjörð verði betri en við sáum í Baveno.

 

 

 

 

Óskar í pontu

Guðlaugur kynnir verðandi Evrópuforseta