Kiwanisklúbburinn Drangey 40 ára !

Kiwanisklúbburinn Drangey 40 ára !


Kæru Kiwanisfélagar.

Kiwanisklúbburinn Drangey er 40 ára á þessu ári og var hann stofnaður 16 maí 1978. Við munum gera margt til þess að fagna þessum merka áfanga í starfi klúbbsins. Í fyrsta lagi tókum við þátt í sameiginlegu verkefni Óðinssvæðis í febrúar sem bar heitið óður til Kiwanis, en allir klúbbar í svæðinu voru með eitthvað verkefni sem bætti samfélagið á hverjum stað.
Drangey gaf í því tilefni 5 stk. 43“  sjónvarpstæki á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki og 1 stk. 65“ sjónvarpstæki á legudeild sömu stofnunar. Þann 15 mars nk. mun klúbburinn og félagar hans ásamt Krabbameinsfélagi Skagafjarðar standa að mikilli mottumars hátíð í Menningarhúsi Skagfirðinga, Miðgarði og þar verður flutt ýmis fræðsluerindi ásamt því að farið verður yfir helstu niðurstöður speglunarverkefnisins sem samstarfsverkefni klúbbsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Sauðárkróki sl. 4 ár og

síðan ekki síst höfum við boðið forsvars fólki 50 fyrirtækja í Skagafirði og munum við færa þeim þakklætis vott fyrir dyggan stuðning þau 40 ár er klúbburinn hefur starfað. 
Að endingu verður svo hátíðar gestum boðið á opna æfingu karlakórsins Heimis. 
Kaffiveitingar verða í hléi. Dagana 28 og 29 apríl verður stór atvinnulífssýning í íþróttahöllinni á Sauðárkróki og mun þar verða sett upp stór sýning í máli og myndum, þar sem farið verður yfir sögu klúbbsins í 40 ár.
Það verður svo þann 12 maí sem við munum halda hátíðar afmælisfund í félagsheimilinu Ljósheimum og eru þar sem flesti kiwanisfélagar okkar úr hreyfingunni velkomnir að fagna með okkur. Verður þar margt skemmtilegt á dagskrá og endað með dansleik.

Með kiwaniskveðju
Ólafur Jónsson
Formaður krabbameinsnefndar og nefndar meðlimur í afmælisnefnd