Fræðsla verðandi Svæðisstjóra.

Fræðsla verðandi Svæðisstjóra.


Í gærdag laugardaginn 17 mars fór fram fræðsla verðandi Svæðisstjóra í Kiwanissalnumn á Bíldshöfða. Um fræðsluna sáu Dröfn formaður fræðslunefndar næsta starfsárs og Eyþór K Einarsson verðandi Umdæmisstjóri næsta starfsárs.
Fræðslan hófst kl 10.00 og stóð til kl 16.00 fjöldi embættismana kom að þessari fráðslu og ávörpuðu Svæðisstjórana eins og Konráð Umdæmisstjóri, Óskar Guðjónsson verðandi Evrópuforseti, Hjördís Harðardóttir formaður fjölgunarnefndar, ásamt verðandi Umdæmisritar og féhirðis. Þetta var hinn ánægjulegasti dagur sem við 

áttum á Bíldshöfðanum og að fræðslu lokinni var borðað saman og spjallað fram eftir kvöldi. Verðandi Svæðisstjórar eru Guðlaugur Kristjánsson Ægissvæði, Karl Sigmar Karlsson Sögusvæði, Þórhildur Svanbergsdóttir Freyjusvæði, Petur Olivar i Hoyvik Færeyjasvæði og Ómar Hauksson Óðinnssvæði. Við væntum mikils af þessu góða fólki sem hefur verið valið í þessi mikilvægu embætti fyrir hreyfinguna.

TS.