Fræðsla í Færeyjum laugardaginn 7. apríl 2018

Fræðsla í Færeyjum laugardaginn 7. apríl 2018


Fræðsla fór fram í Færeyjum laugardaginn 7 apríl. Fræðslan var sett á kl 11.00 og voru okkar fulltrúar mættir tímanlega til að tengja tölvur og gera allt klárt . Þegar hluti embættismanna var mættur hélt Petur Olivar smá tölu og bauð alla velkomna og þá sérstakalega gesti frá Íslandi. Jón Ásgeirsson var fenginn sem túlkur.
Eyþór kjörumdæmisstjóri tók síðan við og sagði hvað kæmi til með að fara fram á þessum fræðslu degi, farið yrði yfir fjármál, skýrslur o.fl sem viðkemur rekstri klúbba, og byrjað yrði á forsetafræðslu síðan kæmi féhirðafræðsla og að lokum ritarafræðsla. Búið var að þýða allar glæru yfir á Færeysku sem er vel.
Ernest Schmid hóf síðan fræðsluna með smá erindi um Kiwanis og hvað væri hægt að gera til að fjölga félögum hér í Færeyjum, og m.a kallaði hann Eyþór kjörumdæmisstjóra til leiks, til að skýra frá sínum markmiðum sem Umdæmisstjóri næsta starfsárs en kjörorð Eyþórs er “Saman náum við árangri" en öll markmið sem vinna á eftir næstu starfsár eru í nýrri stefnumótun umdæmisins sem gildir til ársins 2022. Að þessu erindi loknu hóf Dröfn Sveinsdóttir formaður fræðslunefndar

fræðsluna og byrjað á forsetafræðslu sem Dröfn stýrði af kostgæfni, og að forsetafræðslu lokinni um kl 12.25 var tekið kaffihlé. Að loknu kaffihléi hóf Eyþór kjörumdæmisstjóri yfirferð yfir fræðslu féhirða, og að venju þegar kemur að fjármálum voru nokkurar fyrirspurnir um þann lið. Þegar Eyþór hafði lokið sínu erindi tók Emelía Dóra við með fræðslu ritara, og fór hún ýtarlega yfir skýrslugerð og eyðublöð bæði á kiwanis.org og kiwanis.is. Petur Olivar var duglegur að spyrja og útskýra fyrir sínu fólki það sem framfór við leiðbeiningar á skýrslugerð í gagnagrunni KI, og einnig fór Dóra vel yfir þau eyðublöð og skýrslur sem eru á kiwanis.is og held ég að allir hafi verið nokkuð sáttir með þessa fræðslu sem Eyþór sleit um kl 14.10, en þá var okkar hlutverki lokið og komið að Svæðisráðsfundi í Færeyjasvæði sem Karin Svæðisstjóri myndi stýra og síðan var fyrirhugaður kyninningarfundur um Kiwanis í umsjón Ernest Schmid.

TS.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR