Andrés Hjaltason látinn !

Andrés Hjaltason látinn !


Andrés Hjaltason, félagi í Kiwanisklúbbnum Keili og umdæmisstjóri 2006-2007, lést 21. nóvember síðastliðinn. Andrés var forseti Keilis 1996-1997 og svæðisstjóri Ægissvæðis 1999-2000. Hann var umdæmisstjóri 2006-2007 og hélt áfram eftir það að starfa fyrir umdæmið, m.a. sem formaður fræðslunefndar og var formaður stjórnar Tryggingasjóðs þegar hann lést. Við fráfall hans sér Kiwanishreyfingin á eftir öflugum og góðum félaga.

Útför Andrésar verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 13:00

Umdæmisstjórn sendir Jóhönnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveður.