Lambaréttadagur Heklu 19 október.

Lambaréttadagur Heklu 19 október.


Lambaréttadagur Heklu var haldinn föstudagskvöldið 19 október s.l. Að venju var borðað allir réttir af lambinu okkar góða, en kótilettur í raspi stóðu upp úr í vinsældum að þessu sinni og að venju var nóg til og tóku félagar og gestir vel til matar síns. Aðal skemmtikraftur kvölsins var Jóhannes Kristjánsson eftirherma og fór kappinn á kostum og hefur alldrei verið betri en nú. Ræðumaður
kvöldsins var Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður og var hann skáldlegur og þjóðlegur en stóð sig með ágætum. Málverkauppboðið var í höndum Magnúsar Axelssonar og þar var fagmaður að verki og seldust öll verkin og þau dýrustu fóru á 500.000,- Happdrættið heppnaðist vel og voru margir vinningar og viljum við þakka öllum fyrirtækjum fyrir veittan stuðning og einnig listamönnum sem voru með málverk.
 
Kiwanisklúbburinn Hekla.