Setning 48 umdæmisþings í Lágafellskirkju.

Setning 48 umdæmisþings í Lágafellskirkju.


Það er löng hefð að setja umdæmisþing í kirkju og var engin breyting á því á 48 þinginu okkar, en setningin fór fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Formaður Sigurður Skarphéðinsson formaður þingnefndar hóf setningu og bauð gesti vekomna til setningar og bauð síðan Umdæmisstjóra Konráð Konráðssyni orðið, og eftir smá tölu þá setti Umdæmisstjóri 48 þingið formlega. Forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar tók því næst til máls og m.a þakkaði Kiwanishreyfingunni fyrir gott starf fyrir bæjarfélagið og á landinu öllu. Næst var komið að tónlistaratriði þar sem feðgin Perla og faðir hennar Karl Hallgrímsson léku á gítar og þverflautur lag eftir Jón Múla Árnason. Þá var komið að ávörpum erlendra gesta og reið Evróðuforseti  Pierro á vaðið, Heidie Umdæmisstjóri Norden kom

næst og að lokum var það ráðgjafi í heimsstjórn Fred Dietze sem ávarpaði samkomuna. Næst komu feðginin og fluttu eitt lag og nú söng dóttirinn við frábærar viðtökur gesta. Næstur kom í pontu Sigurður R. Pétursson formaðu Styrktarsjóð, en það er viðtekin venja að veita styrki til þess bæjarfélags sem þingið er haldið í hverju sinni, og að þessu sinni var styrkveitingin til tveggja einstaklinga sem eru í barátt við erfið veikindi. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur veitti styrkjunum viðtöku og flutti Kiwanisfólki þakklæti frá viðkomandi fjölskyldum.

Sóknarpresturinn Sr. Ragmjeo’ir flutti síðan hugvekju, og að lokum kom Konráð Umdæmisstjóri í pontu og frestaði þingi til morguns.

 

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurður formaður Styrktarsjóðs

 

 

Karl Hallgrímsson og Perla