Formúlufundur 3 nóvember 2018

Formúlufundur 3 nóvember 2018


Haukur Sveinbjörnsson  formaður Fjölgunarnefndar setti fundinn og skýrði frá verkefninu og skýrði frá dagskrá og þeim aðilum sem myndu halda erindi á fundinum og bað síðan menn um að kynna sig.
Eyþór umdæmisstjóri tók því næst til máls og skýrði frá fjölgunaráætlun og að vinna eftir stefnumótun Umdæmisins sem gildir til 2022.

Fjölgunaráætlunin hefur ekki staðist og hefur okkur fækkað, en markmiðið er til staðar og höldum við ótrauð áfram að vinna að því, en það eru margar spurningar sem við verðum að spyrja okkur og nýta góðar hugmyndir til að laða fólk að okkar hreyfingu. Við stöndum okkur vel í að hjálpa börnum heimsins en við erum ekki nógu dugleg að auglýsa það, en þetta er fyrst og fremst í höndum félaga og klúbba að fjölga félögum. Eyþór nefndi sem dæmi

Kristján Jóhannsson sem setti sér markmið frá því að vinna á vélaverkstæði á Akureyri og ná því að verða frægur óperusöngvari og syngja á Scala. Eyþór Einarsson umdæmisstjóri sýndi því næst myndband sem var til kynningar fyrir Ísgolfið 2012 sem þótti geggjuð hugmynd sem tókst að hrinda í framkvæmd af ákefð og þrautsegju sem bjargaði þúsundum mannslífa í gegnum Stífkrampaverkefnið. 

 

Eyþór fór næst í Stefnumótunina og vinnlsu hennar og markmið og sagði hverning fjölgun hefði gengið í Evrópu og KI en Asía og Ameríka standa uppúr í fjölgun.
Haukur sagði að allt svona fromúluefni verði aðgengilegt fyrir Kiwanisfélaga.
Sigurður Einar kom næstur með erindi Nýjungar til fjölgunar Ný hugtök, og fór yfir efnið á glærusýningu. Sigurður var með margar hugmyndir uppi á borðinu um möguleika og form nýrra klúbba sem gæti verið viðbót við okkar hefðbundnu klúbba.

 

Guðlaugur Kristjánsson kom næstur með sitt erindi og skipti fundarmönnum upp í þrjá hópa og þarf að skýra hvern hóp tvisvar sinnum en farið var í spurningarkeppni með hjálp Kahoot appi á vefnum. Það voru Jónarnir sem sigruðu spurningakeppnina og fengu í verðlaun að fara fyrst í súpuna. Guðlaugur hélt smá tölu í lokin og hvatti félagsmenn til að leika sér með svona form og hafa verið sett upp nokkurir svona spurningaleiki sem klúbbar geta leikið sér.

Haukur kom næstur og lagði fram á þrjú borð vinnuverkefni  með eftirfarandi spurningar sem fundarmenn myndu ræða og skila niðurstöðum.
 
1. Hvernig viltu að klúbburinn þinn verði
2. Hvernig geturður bætt starfið í klúbbnum
3. Hvernig skal halda utan um nýja félaga í Kiwanis
4. Hverngi gerum við starfð skemmtilegt og aðlaðandi fyrir okkur sem störfum í Kiwanis.
5. Hvernig er starfið í dag.
6. Hvert viljum við stefna og þróa starfið til framtíðar.
7. Hvernig náum við í nýja félaga og stofnum klúbba.
8. Hvernig gerum við Kiwanis sýnilegt, betra, eftirsóknarvert og jákvætt.
 
Haukur sagði síðan frá inngöngu sinni í Setberg og því ferli og hugarfari sem var þar á bakvið. Við þurfum að auglýsa Kiwanis þannig að þetta er hreyfing sem hjálpar börnum heimsins.
Vinnuhópum var gefin þrjátíu mínútur til að ræða þessar spurningar sem Haukur lagði fram.
Klukkan eitt var byrjað á að fulltrúi frá hverju borði kom í pontu og kynntu við niðurstöður út umræðum um spurningarnar, og byrjaði Dröfn Sveinsdóttir með niðurstöður síns hóps. Vignir frá Ölver kom upp í kjölfarið og sagði frá verkefni sem Ölver er með sem vert er að athuga fyrir fleiri klúbba. Þeir nota síðan afraksturin til styrktar skólabörnum.
 
Fyrir næsta hóp kom Konný og kynnti fundarmönnum niðurstöður síns hóps og sagði umræður hefðu hefðu verið fjörlegar og margar skoðanir komu fram.
Sigurður Einar kom síðan fyrir þriðja hópin og skýrði frá niðurstöðum þeirra, en sagði jafnframt að sumar niðurstöður væru nú þegar komnar fram.
Þetta var mjög góður fundur og áhugverðar hugmyndir og síðan en ekki síst gott spjall. 

Að þessu sögðu sleit Haukur Sveinbjörnsson fundi kl 13.40
 
Nánara efni og niðurstöður munu síðan birtast seinna á innrivef