Hekla styrkir Gróttu !

Hekla styrkir Gróttu !


Til fjölda ára hefur Kiwanisklúbburinn Hekla verið með auglýsingaskilti ásamt klukku við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Kiwanisklúbburinn Nes setti þetta skilti upp á sínum tíma en eftir að þeir sameinuðust Heklu hafa Heklufélagar annast skiltið og klukkuna. Nú var komið að tímamótum og var ákveðið að gefa Íþróttafélaginu Gróttu skiltið þannig að

nú er það í umsjón heimamanna og vonandi geta þeir nýtt það vel til tekna fyrir Gróttu. Verðmæti gjafarinnar er um 3 milljónir.

 

 

Á myndunum eru fulltrúar Gróttu þau Bragi Björnsson formaður og Kristín Finnbogadóttir að taka við gjöfinni ásamt Heklu félögum þeim Sigurði R. Péturssyni forseta Heklu, Ingólfi Friðgeirssyni, Stefáni Guðnasyni og Birni Pálssyni."

Kiwanisklúbburinn Hekla.