48 Umdæmisþing hafið.

48 Umdæmisþing hafið.


Þá er 48 Umdæmisþing Kiwanis hafið hér í Mosfellsbæ, en dagsrá hófst á Umdæmisstjórnarfundi að viðstöddum erlendum gestu kl 8.45. Þessi hefðbundni þingfundur er í styttra lagi, rétt farið yfir starfið í Svæðunum og kynning á Erlendum gestum þingsins sem eru Pierro Grasso Evrópuforseti, Heidie Ringsby Umdæmisstjórni Norden og Fred Dietze fullrtúi heimsstjórnar. Fundurinn var haldinn í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ og að honum loknum var haldið í Hlégarð þar sem þinghaldið fer fram. Í Hlégarði var byrjað kl 9.30 á fræðslum embættismanna, ritara og féhirða en forsetafræðslan fór fram í Kiwanishúsinu.