Ungir nýjir félagar í Grím !

Ungir nýjir félagar í Grím !Kiwanishreyfingunni hefur borist góður liðsauki en tveir ungir menn gengu til liðs við Kiwanisklúbbinn Grím í Grímsey nú á dögunum. Það er búinn að vera mikil gróska og kraftur hjá okkar mönnum í vetur og þeim hefur tekist að fjölga verulega og miðað við stærð samrfélagsins er þetta sennilega heimsmet. Þessir nýju félagar sem teknir voru 

inn eru Ívar Bjarki Sigurðsson og Bjarni Reykjalín Magnússon og meðælendur þeir Svafar Gylfason, Jóhannes Henningsson og Magnús Bjarnason, það var síðan forseti Gríms Sigfús Jóhannesson sem sá um inntökuna. Við óskur þeim Grímsfélögum og okkur til hamingju með nýja unga félaga, og væntum við mikils af þeim í framtíðinni.
Þess mer að geta að Grímsfélagar hafa tekið inn 5 nýja félaga á þessu starfsári.

TS.