Fræðsla Svæðisstjóra starfsárið 2020-2021 !

Fræðsla Svæðisstjóra starfsárið 2020-2021 !


Klukkan tíu í morgun laugardaginn 9 maí hófst fræðsla Svæðisstjóra fyrir starfsárð 2020-2021 og var hún með svolítið breyttu sniði vegna covid-19. Þrír svæðisstjórar eru á Bíldshöfða og Sigurlaug Vordís á Teams ásamt verðandi umdæmisstjóra Petri Olivar i Hoyvik en verðandi svæðisstjóri Færeyjasvæðis var forfallaður.
Eyþór Einarsson formaður fræðslunefndar setti fundinn og gaf Umdæmisstjóra næsta starfsárs Petri Olivar i Hoyvik orðið og fór Petur yfir sínar áherslur og starf á komandi starfsári, Umdæmisritari 2020-2021 Emelia Dóra ávarpaði fundinn og 

einnig Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri. Svæðisstjórarnir kynntu sig síðan og fóru yfir sinn feril innan hreyfingarinnar og hvað þeim langar til að hrinda í framkvæmd á næsta starfsári. Guðlaugur Kristjánsson fráfarandi svæðisstjóri Ægissvæðis flutti hugleiðingu fráfarandi svæðisstjóra og að því loknu var farið í Kynninguna Svæðisstjórinn og starfið, og er sá liður í gangi núna þegar þetta er skrifað. Petur Olivar í Hoyvik Umdæmisstjóri 2020-2021 flytur síðan lokaorð áður en Eyþór Einarsson fræðslustjóri slítur fundinum.

TS.